Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 84
Matthías Johannessen
inlegar. Mér finnst þær aftur á móti skemmtilegar. Ég hef gaman af að vita
hvaðan þessi eða hinn maðurinn er, hverjir eru foreldrar hans, forfeður.
Það er partur af forvitni minni. Ég er samt ekki svo forvitinn að ég hafi
gaman af að lesa símaskrána ykkar, hún er óskaplega flókin.“
„Vitið þér, hvað íslenzku ungskáldin nefnast, þau sem hafa reynt að
brjóta nýjar leiðir?“
„Nei,“ svaraði Auden og lagði við eyrun.
„Þau eru kölluð atómskáld. Það er orðið skammaryrði í íslenzku. Það
þykir hvorki gott né fínt að yrkja órímuð ljóð, ég tala nú ekki um ef þau
eru líka stuðlalaus, þó fæstir viti nú orðið hvað stuðull er.“
„Ég þekki ekki íslenzkan nútímaskáldskap.“
„Ég er hræddur um að þér yrðuð oft dreginn í dilk með atómskáldum,
efþér væruð Islendingur."
„Jæja. Ég þykist vera mjög hefðbundið skáld. Ég yrki jöfnum höndum
rímað og órímað. Ung skáld um allan heim gera sínar tilraunir. Það er heil-
brigt og eðlilegt. En þeir sem rísa gegn tradisjóninni verða að vita undan
hverju þeir eru að brjótast. Þeir sem segja: Ég ætla að hætta að nota stuðla,
verða að vita hvað stuðlar eru. Það er eklci hægt að segja skilið við það sem
maður ekki þekkir. A því flaska sum ung skáld. Annars er skáldið frek-
ar eins og húsgagnasmiður en athafnamaður. Hann skapar áþreifanlegan
hlut. Að vísu veit húsgagnasmiðurinn, þegar hann byrjar á borði, hvað
það á að vera stórt og hvernig það muni líta út, en skáldið veit ekki með
vissu hvernig kvæðið verður, fyrr en hann hefur lokið því. Eins og hús-
gagnasmiðurinn ætlast til þess að borðið verði notað, þarnig hlýtur skáldið
einnig að gera ráð fyrir því, að ljóð hans verði lesið í framtíðinni. Að yrkja
ljóð er ekki áhlaupavinna, mínúturnar skipta ekki máli. Skáldið þarf ekki
að vita hvað er að gerast þessa eða hina mínútuna, meðan hann er að yrkja
ljóðið. Um það er eklci spurt. Þegar ljóðið er fullgert hefur það tekið ákveð-
ið form og losnar við höfund sinn og bíður lesendanna, jafnvel þó það sé
ekki gott. Skáldið hefur gert sitt bezta. Það reyndi, nú vonar það. Eins og
húsgagnasmiðurinn hefur það reynt að koma í veg fyrir að fætur borðsins
séu mislangir. Það er lítið gaman að völtum ljóðum. Nú þegar allir hlutir
eru að verða alþjóðlegir, málaralistin, arkitektúrinn, allt — er gaman að eiga
listgrein, sem getur ekki orðið alþjóðleg. Ljóðið verður alltaf annaðhvort
enskt, þýzkt eða íslenzkt og málið sem það er ort á mótar það og hefur
áhrif á gerð þess. Ljóðin sem ort eru í Englandi eða Þýzkalandi geta aldrei
orðið eins og flugvellirnir í þessum löndum, nákvæmlega eins.“
„En hvað segið þér um tunguna á þessum síðustu og verstu tímum
alþjóðahyggjunnar.“
„Hún er alls staðar í hættu. Við verðum að berjast gegn misnotkun
hennar í blöðunum og víðar og reyna að bjarga henni undan þeim, sem
82
d Jföaydá - Tímarit þýðenda nr. ii / 2007