Jón á Bægisá - 01.02.2007, Síða 84

Jón á Bægisá - 01.02.2007, Síða 84
Matthías Johannessen inlegar. Mér finnst þær aftur á móti skemmtilegar. Ég hef gaman af að vita hvaðan þessi eða hinn maðurinn er, hverjir eru foreldrar hans, forfeður. Það er partur af forvitni minni. Ég er samt ekki svo forvitinn að ég hafi gaman af að lesa símaskrána ykkar, hún er óskaplega flókin.“ „Vitið þér, hvað íslenzku ungskáldin nefnast, þau sem hafa reynt að brjóta nýjar leiðir?“ „Nei,“ svaraði Auden og lagði við eyrun. „Þau eru kölluð atómskáld. Það er orðið skammaryrði í íslenzku. Það þykir hvorki gott né fínt að yrkja órímuð ljóð, ég tala nú ekki um ef þau eru líka stuðlalaus, þó fæstir viti nú orðið hvað stuðull er.“ „Ég þekki ekki íslenzkan nútímaskáldskap.“ „Ég er hræddur um að þér yrðuð oft dreginn í dilk með atómskáldum, efþér væruð Islendingur." „Jæja. Ég þykist vera mjög hefðbundið skáld. Ég yrki jöfnum höndum rímað og órímað. Ung skáld um allan heim gera sínar tilraunir. Það er heil- brigt og eðlilegt. En þeir sem rísa gegn tradisjóninni verða að vita undan hverju þeir eru að brjótast. Þeir sem segja: Ég ætla að hætta að nota stuðla, verða að vita hvað stuðlar eru. Það er eklci hægt að segja skilið við það sem maður ekki þekkir. A því flaska sum ung skáld. Annars er skáldið frek- ar eins og húsgagnasmiður en athafnamaður. Hann skapar áþreifanlegan hlut. Að vísu veit húsgagnasmiðurinn, þegar hann byrjar á borði, hvað það á að vera stórt og hvernig það muni líta út, en skáldið veit ekki með vissu hvernig kvæðið verður, fyrr en hann hefur lokið því. Eins og hús- gagnasmiðurinn ætlast til þess að borðið verði notað, þarnig hlýtur skáldið einnig að gera ráð fyrir því, að ljóð hans verði lesið í framtíðinni. Að yrkja ljóð er ekki áhlaupavinna, mínúturnar skipta ekki máli. Skáldið þarf ekki að vita hvað er að gerast þessa eða hina mínútuna, meðan hann er að yrkja ljóðið. Um það er eklci spurt. Þegar ljóðið er fullgert hefur það tekið ákveð- ið form og losnar við höfund sinn og bíður lesendanna, jafnvel þó það sé ekki gott. Skáldið hefur gert sitt bezta. Það reyndi, nú vonar það. Eins og húsgagnasmiðurinn hefur það reynt að koma í veg fyrir að fætur borðsins séu mislangir. Það er lítið gaman að völtum ljóðum. Nú þegar allir hlutir eru að verða alþjóðlegir, málaralistin, arkitektúrinn, allt — er gaman að eiga listgrein, sem getur ekki orðið alþjóðleg. Ljóðið verður alltaf annaðhvort enskt, þýzkt eða íslenzkt og málið sem það er ort á mótar það og hefur áhrif á gerð þess. Ljóðin sem ort eru í Englandi eða Þýzkalandi geta aldrei orðið eins og flugvellirnir í þessum löndum, nákvæmlega eins.“ „En hvað segið þér um tunguna á þessum síðustu og verstu tímum alþjóðahyggjunnar.“ „Hún er alls staðar í hættu. Við verðum að berjast gegn misnotkun hennar í blöðunum og víðar og reyna að bjarga henni undan þeim, sem 82 d Jföaydá - Tímarit þýðenda nr. ii / 2007
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Jón á Bægisá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jón á Bægisá
https://timarit.is/publication/1166

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.