Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 87
Maóur má ekki Ijúga i Ijóði
„Já, og ég er ekkert óánægður eftir á að hafa kynnzt ritum Karls Marx.
Eg hef lært margt af honum og hin síðari ár hef ég skilið ýmislegt sem ég
hefði ekki getað skilið, ef ég hefði ekki þekkt verk Marx. En nú er ég orð-
inn kristinn maður og genginn í ensku biskupakirkjuna.“
„Þér trúið þá á guð.“
„Já, það geri ég. Ég var uppalinn í kristinni trú, en þegar ég var ungur,
fannst mér allur kristindómur einber vitleysa. Nú er ég kominn á aðra
skoðun. Það er ómögulegt að gera neina grein fyrir því, það eru ótal hlutir,
sem hafa áhrif á líf manns. Og ég vil ekki gerast prédikari yfir öðru fólki,
það verður sjálft að finna hvað er því fyrir beztu.“
„Líður yður betur?“
„Betur?“ Elann svipaðist um. „Viljið þér koma með reikninginn,“ sagði
hann við stúlkuna. „Hvernig á ég að svara því, hvort mér líður betur eða
verr,“ fór hann undan í flæmingi. „Lichtenberg sagði svo vel: „Það er mikill
munur á því að trúa ennþá eða trúa aftur.“ Ef maður trúir ennþá, er óþarft
að hugsa frekar um málið, það er afgreitt. En ef maður trúir aftur, hefur
maður þurft að hugsa og komast að nýrri niðurstöðu. Það er þroskandi."
„Og það hafið þér þurft að gera?“
„I suppose so.“
Samtalsþáttur þessi birtist fyrst í Morgutiblaðinu 14. apríl 1964 og var síðan
endurprentaður í M — SamtölI (Almenna Bókafélagið 1977 og 1979).
á - Hann gat ekki hætt að ríma
85