Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 67
Islandsfór ogfleiri kvœði
Hvar værum vér staddir án þeirra?
Villimenn, húsnæðislausir, og enn
eigrandi um frumskóga án þess
að geta kveðið að nöfnum okkar,
þrælar móður náttúru, hafandi ekki
minnstu hugmynd um borglífið
og, á þessu miðdegi, fyrir þetta líflát
skorti okkur alla gerendur.
2.
Þú þarft ekki að heyra það sem maðurinn skipar
til þess að vita hvort hann hefur völd,
þú þarft aðeins að horfa á munninn á honum:
þegar foringi umsátursliðsins horfir
á menn sína rjúfa skarð í borgarmúrinn,
þegar örverufræðingi
verður á svipstundu ljóst hvaða
annmarki var á kenningunni, þegar
saksóknarinn, með því að líta á kviðdómendur,
veit að sakborningurinn verður hengdur,
slaknar á vörum þeirra og munnvikum
og yfir andlitin bregður svip,
ekki af grunnstæðri ánægju yfir því að
fá vilja sínum framgegnt, heldur af þeirri
fullnægjandi vissu að hafa á réttu að standa,
sjálfri ímynd Fortitudo, Justicia, Nous.
Þér er ef til vill ekki sérlega hlýtt til þeirra
(hverjum er það?) en þeim eigum við samt að þakka
á Jföay/áá - Hann gat ekki hætt að ríma
65