Jón á Bægisá - 01.02.2007, Blaðsíða 97
/jýlgd meS Audett
tekinn að ganga fram á hóftunguna. Veður var gott og útsýni fagurt, eða
það fannst okkur, Islendingunum. En frá skáldinu fengum við, bílstjórinn
og ég, litlar þakkir fyrir þessa viðdvöl. Auden reifst út af því að vera að
eyða tímanum í þessa ómerkilegu klettagjá, en svo væri honum naumur
eða enginn tími skammtaður til að skoða gamla bæi eða taka myndir af
einkennilegum körlum og kerlingum!
Leiðin upp að Grímsstöðum sóttist seint, enda voru vegir mjög þung-
færir um Fjöllin í þá daga. Við vorum því orðin þreytt, ferðafólkið, þegar
við komum að Grímsstöðum, og fegin hvíldinni. Mig langaði til að ganga
úti stundarkorn og njóta kvöldblíðunnar á Fjöllum, en fara svo snemma
að hátta. En Auden kvaðst hafa fengið nóg of fjallasýn þann daginn og
heimtaði — að spila rommý! Gat ég með hörkubrögðum dregið saman nógu
marga spilafélaga handa honum. En sú spilamennska átti eftir að enda
með ósköpum. Nótt var aðeins farið að lengja, gluggar voru fremur litlir
í Grímsstaðastofu og pottablóm stóðu í gluggakistum. Gerðist því skugg-
sýnt í stofunni, þegar leið að miðnætti, og tæplega spilaljóst. Heimtaði nú
Auden, að ég bæði heimilisfólkið um lampa. Þessu neitaði ég afdráttarlaust;
sagði honum að það tíðkaðist ekki á Islandi að kveikja ljós á miðjum hey-
önnum; lampa þyrfti að sækja út í skemmu eða upp á háaloft, fægja þá og
hreinsa. Auden brást afar illa við þessum undanbrögðum, kvað það aumt
land þar sem ekki væri hægt að fá ljós til að spila við rommý! Kastaði hann
spilunum frá sér emjandi og gekk til hvílu í versta skapi.
Daginn eftir var ferðinni haldið áfram yfir fjöllin. Auden var nokk-
uð kvefaður, en bar sig þó sæmilega, þrátt fyrir hörmulegan endi spila-
mennskunnar kvöldið áður. En þessum öræfaakstri lýsir hann svo í kvæði,
„Letter to Lord Byron“:
The thought of writing came to me to-day
(I like to give these facts of time and space);
The bus was in the desert on its way
From Möðrudalur to some other place:
The tears were streaming down my burning face;
I’d caught a heavy cold in Akureyri.
And lunch was late and life looked very dreary.
Við komum við í Möðrudal, en ekki veit ég hvemig sú vitleysa er komin
inn í bók Audens, að Möðrudalur sé einkum nafnfrægur fyrir heimabrugg
og drykkfelldan prest! Býst ég við, að honum hafi orðfð fótaskortur á þjóð-
sögunni um Möðrudals-Möngu, og umtali okkar, samferðamanna hans,
þegar við gerðumst þyrstir í hitanum, um ölgerð Héraðsbúa, sem mikið orð
fór af á þeim tímum. Gekk t. d. sú saga á bannárunum, að einn góðbóndi
á .jSay/'-já - Hann gat ekki hætt að ríma
95