Lifandi vísindi - 04.04.2016, Blaðsíða 22

Lifandi vísindi - 04.04.2016, Blaðsíða 22
Augu flugna eru gerð úr mörg þúsund sjálfstæðum sjónvið- tökum sem skapa þeim afar vítt sjónsvið, skýra mynd og skjót viðbrögð. Nú hafa vísindamenn smíðað bogið tölvuauga sem virkar eins og auga banana- flugunnar Drosophila og er tengt lítilli vitvél. Lausn vísindamannanna felst í aflöngum röðum ljósvið- taka og sjónlinsa sem liggja þétt saman á sveigjanlegri prent- plötu og þannig er þessu raf- ræna auga skapað bogadregið form. Einstakir hlutar augans vinna saman gegnum örtölvu sem vinnur úr sjónboðum og skilar þeim jafnharðan til litlu vitvélarinnar. Augað er aðeins fyrsta skrefið í átt að háþróuðum myndavélum, t.d. í bíla sem þá ná sneggra viðbragði til að forð- ast árekstur. Sérþróuð, bogin sjónflaga líkir eftir víðu sjónsviði bananaflugu. Flugnaaugu sjá árekstrana fyrir Fiðrildi reka sig aldrei hvert á ann- að, þótt mörg blaki stórum vængj- um. Vísindamenn hjá þýska fyrir- tækinu Festo hafa skapað drónahjörð með sömu hæfni. Drónarnir fljúga innanhúss en hafa þráðlaus samskipti og rek- ast því ekki saman. GPS-tæki með innrauðum myndavélum skrá staðsetningu 160 sinnum á sekúndu og miðlæg tölva stýrir fluginu. Tæknina má m.a. nota í flugvélar og flugbíla. Söngtifur fljúga um loftið í stórum hópum og para sig en að því loknu fellur karlinn dauður til jarðar. Þessi flugnasvermur varð vísinda- mönnum innblástur að smá- drónanum Cicada. Drónarnir eru vélarlausir og er sleppt úr flugvél í 15- 20 km hæð. Þaðan fara þeir til jarðar eins og litlar svifflugvélar, einungis stýrt með litlum flipum og stéli. Í rafrásinni eru m.a. innbyggð GPS-tæki og hljóðnemar sem nýtast til hlerunar við herbúðir óvina. Í tveimur enskum háskólum fljúga drónar um rann- sóknastofurnar líkt og býflugur. Vísindamennirnir eru að reyna að líkja eftir lyktarskyni flugn- anna með hjálp háþróaðra tölvulíkana. Með tímanum á að verða til nákvæm, stafræn eftir- mynd af heila býflugna til að drónarnir geti flogið og valið stefnu sjálfstætt. Lyktarskyn býflugna er afar þróað og vísinda- mennirnir gera sér vonir um að þessir drónar geti t.d. fundið gasleka. GPS samhæfir flugið Léttvigtardrónar til njósna Býdrónar geta fundið gaslykt Sveigjanleg prentplata Raðirnar 42 eru hver um sig sjónskynjari með linsu og ljósviðtaka. Örtölva vinnur úr sjónboðunum. Sjónsviðið er 180 gráður lárétt og 60 gráður lóðrétt. Myndavél augans tekur 1.500 ramma á sekúndu. HD-tökuvél nær aðeins 60. LÍKAMSLENGD: 50 sentimetrar. ÞYNGD: 32 grömm. VIÐFANG: Samhæfing flugs. TILGANGUR: Tæknin getur m.a. gagnast í flug- umferð. LÍKAMSLENGD: Misjöfn eftir gerð. ÞYNGD: Misjöfn eftir gerð. VIÐFANG: Stafrænt tauganet þarf mikið tölvuafl. TILGANGUR: Dróninn á m.a. að finna gasleka. LÍKAMSLENGD: 2,2 sentimetrar. ÞYNGD: 1,75 grömm. VIÐFANG: Hárnákvæm stað- setning allra eininga. TILGANGUR: Vitvélaraugað á að skapa myndavél- um, t.d. í bílum, víðari og hraðvirkari sjón til að koma í veg fyrir árekstra. LÍKAMSLENGD: 15 sentimetrar. ÞYNGD: Óþekkt. VIÐFANG: Nákvæmni í lendingu. TILGANGUR: Dróninn á að vakta og hlera óvinaheri. CURVACE FESTO U.S. N AVAL RESEARCH LABORATORY THE GREEN BRAIN PROJECT FIÐRILDI SÖNGTIFA BANANAFLUGA BÝFLUGA Innblástur: Innblástur: Innblástur: Innblástur: Print: stkp Status: 5 - InDesign Tem plate Layout: Red.sek:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Lifandi vísindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lifandi vísindi
https://timarit.is/publication/1174

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.