Lifandi vísindi - 04.04.2016, Blaðsíða 43

Lifandi vísindi - 04.04.2016, Blaðsíða 43
TOPP 10 Mest og stærst í sólkerfinu SÓLIN ÓLYMPUSFJALL MARINERS-GLJÚFUR 1 2 3 Hæsti tindur sólkerfisins, Olympus Mons, er útbrunnið eldfjall á Mars. Hæðin stafar af því að enga jarðfleka er að finna á Mars. Innri spenna í reikistjörnunni getur fyrir vikið ekki losnað úr læðingi í jarðskjálfta, heldur eingöngu í ofsafengnum eldgosum. Hæsta fjall jarðar, mælt frá efsta tindi og niður að fjallsrótum, er hið tíu km háa Mauna Kea, einn af eld- fjallatindunum sem mynda eyjuna Havaí í Kyrrahafi. Reikistjarnan Mars er sundurskorin af dýpsta gljúfrinu í sólkerfinu, Mariners- gljúfri. Gljúfrið, sem nær niður á tíu km dýpi þar sem það er dýpst, er 4.500 km langt og allt að 200 km breitt. Þessi gríðarmikla sprunga er álitin hafa myndast sem lítil skora á yfirborði Mars sökum kælingar. Á Mars var eitt sinn að finna ofgnótt vatns og vatnið bæði dýpkaði og breikkaði sprunguna smám saman. Dýpsta gil jarðar er hins vegar Indus-gljúfrið í Pakistan. Gljúfrið er 7.120 metra djúpt þar sem það er dýpst en einungis 15 km langt. Sólin er óvefengjanlega þyngsta fyrirbærið í sólkerfinu en þyngd hennar nemur 99,86 hundraðshlutum af heildarþyngd þess. Þessi stjarna okkar vegur u.þ.b. 333.000 sinnum meira en jörðin og samanstendur nán- ast eingöngu af vetni og helíum. Sólin er 1,39 milljón km í þvermál og er fyrir vikið langstærsta fyrirbærið í sólkerfinu en í raun réttri hendir það að halastjörnur verða stærri en sólin. Það gerðist m.a. árið 2007 þegar halastjarnan 17P/Holmes varð rösklega 1,4 milljón km í þvermál, hugsan- lega af völdum lofttegunda sem söfnuðust fyrir í kjarna hennar. Mestallt rúmfang halastjörnunnar átti rætur að rekja til þokukennds hjúps úr ís og ryki sem kallast höfuð. Áður en 17P/Holmes hóf að stækka var kjarni hennar álitinn nema einungis 3,4 km. Halastjarnan Hale-Bopp varð enn fremur gríðarlega stór þegar hún fór framhjá sól- inni árið 1997 en þvermál hennar náði tveimur millj- ónum km í stutta stund. Sólin er þyngst en ekki stærst Eldgos leiddi af sér risafjall á Mars Vatn gróf gljúfur á Mars Þyngst í sólkerfinu: 1.989.100.000.000.000 billjón tonn Hæsti tindur: 21,9 km Dýpsta sprungan: 10 km Halastjarnan 17P/ Holmes varð stærri en sólin árið 2007. Rösklega sjö km djúp sprunga á yfirborði Mars teygir sig sem nemur 4.500 km við miðbaug reikistjörnunnar. Útbrunna eldfjallið Ólympusfjall á Mars nær yfir svæði á stærð við Frakkland. Sigurvegarinn Þyngd sólar er 99,86% af heildarmassa sólkerfisins | Lifandi vísindi | 4 · 2016 N AS A N ASA & IVAN EDER N ASA 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Lifandi vísindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lifandi vísindi
https://timarit.is/publication/1174

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.