Lifandi vísindi - 04.04.2016, Síða 43

Lifandi vísindi - 04.04.2016, Síða 43
TOPP 10 Mest og stærst í sólkerfinu SÓLIN ÓLYMPUSFJALL MARINERS-GLJÚFUR 1 2 3 Hæsti tindur sólkerfisins, Olympus Mons, er útbrunnið eldfjall á Mars. Hæðin stafar af því að enga jarðfleka er að finna á Mars. Innri spenna í reikistjörnunni getur fyrir vikið ekki losnað úr læðingi í jarðskjálfta, heldur eingöngu í ofsafengnum eldgosum. Hæsta fjall jarðar, mælt frá efsta tindi og niður að fjallsrótum, er hið tíu km háa Mauna Kea, einn af eld- fjallatindunum sem mynda eyjuna Havaí í Kyrrahafi. Reikistjarnan Mars er sundurskorin af dýpsta gljúfrinu í sólkerfinu, Mariners- gljúfri. Gljúfrið, sem nær niður á tíu km dýpi þar sem það er dýpst, er 4.500 km langt og allt að 200 km breitt. Þessi gríðarmikla sprunga er álitin hafa myndast sem lítil skora á yfirborði Mars sökum kælingar. Á Mars var eitt sinn að finna ofgnótt vatns og vatnið bæði dýpkaði og breikkaði sprunguna smám saman. Dýpsta gil jarðar er hins vegar Indus-gljúfrið í Pakistan. Gljúfrið er 7.120 metra djúpt þar sem það er dýpst en einungis 15 km langt. Sólin er óvefengjanlega þyngsta fyrirbærið í sólkerfinu en þyngd hennar nemur 99,86 hundraðshlutum af heildarþyngd þess. Þessi stjarna okkar vegur u.þ.b. 333.000 sinnum meira en jörðin og samanstendur nán- ast eingöngu af vetni og helíum. Sólin er 1,39 milljón km í þvermál og er fyrir vikið langstærsta fyrirbærið í sólkerfinu en í raun réttri hendir það að halastjörnur verða stærri en sólin. Það gerðist m.a. árið 2007 þegar halastjarnan 17P/Holmes varð rösklega 1,4 milljón km í þvermál, hugsan- lega af völdum lofttegunda sem söfnuðust fyrir í kjarna hennar. Mestallt rúmfang halastjörnunnar átti rætur að rekja til þokukennds hjúps úr ís og ryki sem kallast höfuð. Áður en 17P/Holmes hóf að stækka var kjarni hennar álitinn nema einungis 3,4 km. Halastjarnan Hale-Bopp varð enn fremur gríðarlega stór þegar hún fór framhjá sól- inni árið 1997 en þvermál hennar náði tveimur millj- ónum km í stutta stund. Sólin er þyngst en ekki stærst Eldgos leiddi af sér risafjall á Mars Vatn gróf gljúfur á Mars Þyngst í sólkerfinu: 1.989.100.000.000.000 billjón tonn Hæsti tindur: 21,9 km Dýpsta sprungan: 10 km Halastjarnan 17P/ Holmes varð stærri en sólin árið 2007. Rösklega sjö km djúp sprunga á yfirborði Mars teygir sig sem nemur 4.500 km við miðbaug reikistjörnunnar. Útbrunna eldfjallið Ólympusfjall á Mars nær yfir svæði á stærð við Frakkland. Sigurvegarinn Þyngd sólar er 99,86% af heildarmassa sólkerfisins | Lifandi vísindi | 4 · 2016 N AS A N ASA & IVAN EDER N ASA 42

x

Lifandi vísindi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lifandi vísindi
https://timarit.is/publication/1174

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.