Lifandi vísindi - 04.04.2016, Blaðsíða 32

Lifandi vísindi - 04.04.2016, Blaðsíða 32
1 4 2 3 4 · 2016 | Lifandi vísindi | HEILINN ÖRVAST Með vaxandi aldri missa taugungar heilans getuna til að vaxa og mynda nýjar tengingar. Þannig að heilinn á erfiðara með hugsun og nám. Ungt blóð eykur gegnumstreymi í heila gamalla músa um helming og gerir þær langtum færari við að bera kennsl á nýja lykt. Gamlar mýs á yngingarkúr Sérfræðingar sauma gamlar og ungar mýs saman eins og síamstvíbura til þess að blanda blóði þeirra saman. Æðar músanna eru tengdar þannig að dýrin skiptast á boðefn- um. Ung og spræk boðefni frá ungri mús fara þannig inn í gamla slitna mús og gera kraftaverk þegar mýsnar nýta sama blóðið. Ein ung og ein gömul mús eru saumaðar saman. Með þurrís er vöðva- vefur á fæti gömlu músarinnar skaddaður. Sárið grær hratt. Skýring: Gamla músin fær óþekkta yngingarþætti úr blóði þeirrar ungu. Tvær ungar mýs eru saumaðar saman á síðunni sem tengir blóðrás þeirra saman. Með þurrís skaða sérfræðingar vöðvavef á öðrum fæti annarrar músarinnar. Sárið grær hratt. Tvær gamlar mýs eru saumaðar saman svo að þær deili blóðrás. Með þurrís skaða sérfræðingar vöðvavef á fæti annarr- ar. Sárið grær illa. Ung Gömul Ung Gömul Þurrís Þurrís þefa uppi afbrotamenn í óbyggðum. Þetta leynilögreglustarf sendir vísindamenn í afar flókna eftirleit, því í blóðrás okkar er að finna milljónir af litlum sameindaslúðrur- um, uppleystum í blóðvökvanum. Blóðvökv- inn stendur fyrir um helmingi af rúmtaki blóðsins en sundurleit blanda af blóðflögum, prótínum, glúkósa, hormónum, steinefnum og koltvísýringi telja samanlagt um 5%. Þessar fjölmörgu sameindir sinna hver sínu hlutverki og nýta sér blóðrásina eins og flók- ið netverk af stórum og smáum flutnings- leiðum sem ná út í hvern krók og kima lík- amans. Eftirstandandi 45% innihalda síðan eigin frumur blóðsins – rauð blóðkorn sem flytja lífsnauðsynlegt súrefni um líkamann og hvít blóðkorn sem berjast gegn óvinum eins og sýkingum og bakteríum. Nýtt blóð yngir gamlar mýs Blóðið tekur þó sífelldum breytingum og lík- aminn eykur t.d. framleiðslu hvítra blóð- korna þegar maður veikist. Þegar rauði vökv- inn dælist í gegnum lifur, nýru og innyfli þín safnast upp litlar sameindir frá líffærum þínum sem má nýta eins og blóðvísa. Því getur blóðsýni úr gömlu fólki verið fullt af allt öðrum efnum en blóðsýni úr nýfæddum einstaklingi. Öldrunin setur greinileg spor í blóðið og það eru þessar leifar sem vísinda- menn hyggjast rannsaka nánar. Framtakssamt teymi vísindamanna við Harvard háskólann í BNA lét sér ekki nægja að bera einvörðungu saman misgömul blóð- sýni heldur saumaði það saman gamlar og ungar mýs eins og síamstvíbura. Vísinda- mennirnir tengdu æðakerfi dýranna saman þannig að blóð þeirra blandaðist. Blóð ungu músarinnar rann um æðar þeirrar gömlu og gerði kraftaverk. Eldri músin yngdist upp rétt eins og hún hefði drukkið af æsku- lindinni. Gamla hjartað dælir nú blóði með nýfengnum krafti, slitin bein gróa hraðar og gamli músaheilinn lærir skjótt nýjar brellur. Boðefni halda líkamanum ungum Í samansaumuðum æðum músanna hafa vísindamenn komið auga á undraefni þeirra og þær eiga örðugara með nám. Ætlunin er því að skola elliglapasam- eindinni út úr líkama alzheimersjúklinga með ungu blóði sem er einnig fullt af marg- víslegum, gagnlegum blóðefnum. Vísindamenn leita þannig að sökudólg- um í blóðinu, rétt eins og þegar blóðhundar Ungt bló ð græðir gamla m ús Gömul Ung Þurrís SH UT TE RS TO CK O G CL AU S LU N AU Print: m v Status: 750 - Sprog godkendt Layout:M V Red.sek:RIJ 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Lifandi vísindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lifandi vísindi
https://timarit.is/publication/1174

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.