Lifandi vísindi - 04.04.2016, Blaðsíða 40
Mikkel Meister
Jón Karlsson ...
Forrit sjá fyrir
árásir og innbrot
Með háþróuðum tölvuforritum getur lögreglan nú séð fyrir hvar næsta innbrot eða
líkamsárás muni líklega eiga sér stað. Lögreglan í Los Angeles og New York nýtir nú
þegar slík forrit og nýjustu gerðir þeirra geta jafnvel bent á mögulegan sökudólg.
K lukkan er að ganga þrjú um nótt í evrópskri stórborg. Kona geng-ur einsömul í gegnum garð. Handtaska hennar sveiflast lítillega þegar hún hraðar sér
eftir myrkvuðum stíg í garðinum. Skyndilega
ræðst hettuklæddur maður á hana. Hann
grípur til töskunnar en áður en hann nær
henni hrópa tveir lögregluþjónar nokkrum
metrum í burtu á hann. Lögregluþjónarnir
voru sendir til að vakta þennan stað á ná-
kvæmlega þessum tíma vegna þess að tölva
hafði verið forrituð til að segja fyrir um m.a.
líklegar líkamsárásir og þjófnaði.
Fyrirbæri þetta mætti kalla löggæsluspá
(e. predictive policing) og það hljómar eins og
hreinasti vísindaskáldskapur. En nú þegar
eru lögregluþjónar í stórborgum eins og New
York, Miami og München sendar af stað til að
vakta borgarsvæði með hliðsjón af niðurstöð-
um tölvuforrita. Þessi þróuðu forrit skapa
nákvæm stafræn kort yfir borgina og draga
fram þá staði og tíma þar sem tölfræðilega
séð megi vænta að afbrot verði framið – rétt
eins og veðurspá segir fyrir um úrkomu.
Gagnabylting knýr þróunina
Með þetta kort í farteskinu getur lögreglan
gætt þess að vera til staðar nákvæmlega þar
sem búist er við að afbrot verði framið.
Fyrir einungis nokkrum árum síðan var
ógjörningur að safna saman og greina öll þau
gögn sem varða öll afbrot í tilteknum borg-
arhluta. Á síðustu árum hafa fyrirbæri eins
og gagnagnótt (e. Big data) og gagnagröftur (e.
data mining) gert mönnum kleift að útbúa
spár um framtíðina sem grundvallast á
tölvuútreikningum á gríðarlegu magni af
hráum upplýsingum úr fortíðinni.
Tölvur verða sífellt öflugri og tengja má
þær saman þvers og kruss yfir netið þannig
að samanlögð reiknigeta þeirra er ótrúleg.
Þau stærfræðilegu líkön sem forritin reiða sig
á nefnast algrím. Þau má efla með innbyggðri
gervigreind svo þau verði stöðugt betri við að
draga fram ýmiss konar mynstur. Bæði gervi-
greind og náskylt fyrirbæri, svokallað tækja-
nám (e. machine learning) fara um þessar
mundir í gegnum gríðarlega hraða þróun.
Með tækjanámi verður tölvan fær um að læra
eða betrumbæta sig sjálf út frá gögnunum
sem hún greinir. Þetta er þekkt t.d. frá
streymisveitunum Netflix og Spotify og net-
versluninni Amazon þar sem sífellt er
Sótt í önnur gögn
Nýjasti búnaðurinn horfir ekki einungis til
afbrotamanna fortíðar heldur leitast til að
draga ályktanir út frá nútíðinni. Búnaðurinn
sækir m.a. í útköll frá neyðarlínum og tilkynningar á
samfélagsmiðlum. Sem dæmi getur tilkynning á
Messenger eða Facebook afhjúpað skotárás, slags-
mál eða innbrot í tilteknum borgarhluta.
Kortið búið til
Staðsetning afbrotsins og gerð er merkt inn
á stafrænt kort. Það samsvarar því að setja
títuprjónshaus með mismunandi litum inn
á landakort. Lögreglan hefur nú sett fram aragrúa af
mismunandi afbrotum fyrri tíðar. Næsta skref er að fá
tölvuna til að flokka afbrotin eftir gerð, t.d. innbrotum
og nauðgunum.
Gögnum safnað saman
Gögnum úr skrám yfir þúsundir af
afbrotum er safnað saman svo algrímið
geti unnið úr þeim. Gögnin ná m.a. til
gerðar afbrotsins, tíma, staðar, kyns og aldurs ger-
andans. Mikilvægt er að gögnin séu skráð kerfis-
bundið með sama hætti – annars verður árangurinn
afar óviss.
SKJALAVARSLA
Hæ Stjáni. Ert þú á leiðinni?
Það eru slagsmál hérna á
barnum svo við skulum fara
eitthvert annað!
30. MARS 22.30
1 2 3
SH
UT
TE
RS
TO
CK
DAM
IAN
DOVARGAN
ES/AP/POLFOTO
Print: stkp Status: 5 - InDesign Tem
plate Layout: Red.sek: