Lifandi vísindi - 04.04.2016, Blaðsíða 29
| Lifandi vísindi | 4 · 2016
Blóðsýni er hin nýja kristalkúla læknisins. Í æðum manns fljóta
milljarðar af sameindum sem ekki aðeins afhjúpa hvort maður sé
veikur, heldur einnig hvort að maður muni síðar verða það. Ef út-
litið er svart felst meðferðin kannski í skammti af ungu blóði.
TÖFRAR
BLÓÐSINS
B lóðsugur hafa verið notaðar í áranna rás, á milljónum sjúk-linga, enda trúðu læknar þá að sjúkdómar og aðrir kvillar syntu um í líkamanum. Lækn-
ar á 19. öld töppuðu því blóði af sjúklingn-
um og notuðu ýmis konar verkfæri, allt frá
blóðsugum til sogskála.
Um þessar mundir hafa læknavísindin
tekið stefnuna í gagnstæða átt. Þau vilja
lækna sjúklinga með því að fylla æðar þeirra
með blóði annarra. Á liðnu ári var helsjúkt
ebólu-fórnarlamb læknað með blóði úr
manni sem hafði þegar barist við þessa
skæðu veiru. Aðrar byltingarkenndar til-
raunir sýna að blóð sumra hefur að geyma
efni sem geta læknað marga af skeinuhætt-
ustu sjúkdómum sögunnar. Af þessum sök-
um rannsaka vísindamenn nú blóðið í
auknum mæli þar sem aragrúi af sameind-
um fljóta um – sumar þeirra til varnar lík-
amanum meðan önnur geta skaðað hann. Í
blóðinu hafa vísindamenn á síðustu árum
ekki aðeins fundið innblástur að nýjum
gerðum lyfja, heldur einnig uppgötvað
byltingarkennda nýja greiningartækni og
kannski sjálfan brunninn að eilífri æsku.
Einn stakur blóðdropi hefur að geyma millj-
ónir af prótínum, fitum og frumuleifum og
helsta áskorun sérfræðinga felst nú í að
finna þau lykilefni sem kunna að geta leyst
helstu heilbrigðisvandamál samtímans. Í
leit þessari er augunum helst beint að óslíp-
uðum demöntum í blóðsýnum, svonefnd-
um lífvísum.
Blóð læknar minnistap
Bandarískur læknir uppgötvaði nýverið að-
ferð sem bætir minnið hjá fólki með elli-
glöp. Elliglöp eru jú einn helsti heilbrigðis-
vandi samtímans um heim allan og þar
með talið alzheimer sem tærir heilann
smám saman innan frá. Meðferðin, sam-
kvæmt bandaríska lækninum, felst í ungu
og fersku blóði. Hann vill tappa blóði úr
ungum og frískum mönnum og sprauta því
inn í æðarnar hjá eldra fólki sem er með
elliglöp. Læknirinn hefur góða ástæðu til að
ætla að blóð úr ungu fólki geti virkað eins og
fljótandi minnispillur. Á síðasta ári greindi
hann blóðsameindina B2N en magn hennar
eykst hratt hjá bæði músum og mönnum
með hækkandi aldri. Þegar B2N er sprautað
í æðar ungra músa hrakar heilastarfsemi
SHUTTERSTOCK
LÆKNAVÍSINDI | LÍFEÐLISFRÆÐI
28