Lifandi vísindi - 04.04.2016, Blaðsíða 42

Lifandi vísindi - 04.04.2016, Blaðsíða 42
! rauður kassi eða hringur á korti sem gæti til dæmis rammað af íbúðahverfi sem er 200 x 200 metrar. Ef kerfið uppgötvar að undanfar- in ár í júlí á milli klukkan 22 og 4 hafi átt sér stað nauðgun á svæðinu er útbúin skýrsla þar sem lögregluþjónum er bent á að vakta viðkomandi svæði á þessum sama tíma á næsta ári, þar sem nokkur líkindi eru á því að sams konar glæpur verði framinn á ný. Bún- aðurinn getur ekki enn bent á afbrotamann- inn þannig að hann geti verið gripinn glóð- volgur en forritin veita haldgóða vörn þar sem nærvera lögreglunnar gæti hindrað glæpamenn í að leggja til atlögu á ný. Glæpamennska er smitandi Kerfin horfa þó ekki aðeins aftur í tímann til að segja fyrir um glæpi framtíðar. Þau nýta sér einnig að manneskjur eru í grunninn ákaflega mikið eins. Við kaupum sem dæmi hús í sama hverfi og þær manneskjur sem hafa nokkurn veginn sama efnahagslega bakgrunn og félagslega stöðu og við sjálf. Rannsóknir sýna að þessi líkindi fá glæpa- hneigðina til að „smita“. Ef þjófur nokkur brýst sem dæmi inn í hús í miðstéttarhverfi aukast líkurnar á því að þjófur þessi muni skömmu síðar brjótast aftur inn á sömu slóð- um, enda þekkir hann húsin og áhættuna. Líkurnar á því að brotist verði inn hjá ná- grönnunum aukast einnig þar sem þjófurinn getur réttilega ætlað að eigur nágrannanna séu álíka verðmætar og í fyrra innbroti. Í bandaríska kerfinu PredPol er þessi þekking nýtt til þess að meta hættuna á innbrotum meðal nágranna fyrri brotaþola. Innrás algrímanna inn á lögreglustöðvar hefur reynst gera sitt gagn á mörgum stöð- um. Sem dæmi segist lögreglan í borginni Lancaster í Kaliforníu, BNA, hafa minnkað lögbrot um 35% á fimm árum eftir að hafa stuðst við forvirkt lögreglueftirlit. Þrátt fyrir að búnaðurinn geti ekki einn hlotið allan heiður af þessari fækkun glæpa telja lög- regluyfirvöld í borginni hann hafa gert sitt gagn. Einnig hjá lögreglunni í Los Angeles hafa 14 af 21 lögreglustöð borgarinnar nýtt sér forrit sem á 21 mánuði sögðu fyrir um eða hindruðu helmingi fleiri glæpi en þjálfaðir sérfræðingar innan lögreglunnar. Sér- fræðingarnir og forritin áttu að velja einn stað þar sem afbrot yrði framið innan næstu 12 stunda. Sérfræðingarnir höfðu rétt fyrir sér í 2,1% atvika en forritið í 4,7% þeirra á svæði sem var um 100 metrar sinn- um 100 metrar. Kennsl borin á mynstur Forritin geta einungis sagt fyrir um hættuna á því að afbrot eigi sér aftur stað eftir tilteknu mynstri. Tilfallandi glæpi eins og ástríðumorð er ekki enn hægt að segja fyrir um þar sem al- grímin hafa ekki nægjanlegt magn gagna til að styðjast við. Auk þess er ekki hægt að handtaka glæpamenn heima fyrir áður en þeir hafa framið glæpinn. Á þessu kann þó að verða breyting í framtíðinni. Sérfræðingar við m.a. MIT í BNA vinna nú að nýrri gerð algríma sem er ætlað að finna sjálfan afbrotamanninn. Þessi nýju algrím fara í gegnum gagna- banka yfir afbrot og þjálfa sig í að finna einkennandi vana afbrotamannsins, t.d. að tiltekinn innbrotsþjófur leiti uppi skart- gripi í einhverju húsi. Í einni greiningu á innbrotum í borginni Cambridge, Massachussetts í BNA tókst algrími frá sér- fræðingum við MIT að finna mynstur út frá röð vana eins og val á innbrotsstað – aðaldyr, bakdyr eða gluggar – vikudegi innbrotsins, íbúðargerð og fjarlægðir til annarra innbrota. Algrímið reyndist betra en sérfræðingar lög- reglunnar í að tengja saman mynstur við af- brotamenn og þannig að finna líklegan inn- brotsþjóf. Það var einnig fært um að útiloka menn sem sérfræðingarnir höfðu ranglega bent á sem mögulega innbrotsþjófa. Núna stendur til að betrumbæta algrímið með öflugri tölvu og stafrænum ummerkjum frá t.d. sam- félagsmiðlum þannig að til lengri tíma litið verði kannski hægt að stöðva afbrotamanninn áður en hann fremur nýtt lögbrot. Algrímið aðlagar sig sjálft Búnaðurinn getur aðlagað sig nýjum gögnum og orðið þannig nákvæmari. Það gerir hann með því að taka mið af breytingum sem eiga sér stað í borginni, t.d. ný- byggingum og flutningum. Svokallað tækjanám (e. machine learning) gerir tölvuforritum kleift að „læra“ án þess að það þurfi að forrita þau upp á nýtt. Lögregla send á staðinn Búnaðurinn sendir frá sér afbrotaspá og lögreglan sendir út bíl og vaktar viðkom- andi staði. Forritin geta enn sem komið er ekki sagt fyrir um afbrot með tilteknum fórnarlömb- um eða afbrotarmönnum – einungis stað og tíma þar sem hættan á að tiltekið afbrot er yfirvofandi. Forritið tekur nú mið af opnun nýrrar verslunar í Aðalstræti. Samþykkir þú þessa breytingu? JáNei Það eru ekki bara t ölvur sem geta ben t á glæpamenn framtí ðar. Minnstu byggi ngar- steinar líkama þíns afhjúpa einnig glæ p- samlegar tilhneigin gar samkvæmt ran n- sókn frá Karólínska Institutet. Vísinda mennirnir g reindu erfðamassa hjá 895 finnskum föng um sem samanlag t höfðu framið 1.154 afbrot; morð, líkam s- árásir eða morðtilr aunir. Þeir uppgötv uðu að erfðamassi þeir ra sýndi frávik þann ig að ýmist ensímið mon oaminoxidasea eð a genið cadherin 13 voru vitlaust tengd sem ekki fannst hjá lögh lýðnum viðmiðun- arhópum. Gallinn b endir til að líkamin n bregðist verr við bo ðefninu dópamíni s em m.a. tengist sæluti lfinningu. Ensímið virkaði verst hjá þeim mön num sem höfðu fra mið verstu afbrotin. 6 7 DE AN J. K OE PF LE R/ AP /P OL FO TO SHUTTERSTOCK Gen þín af- hjúpa hvort þú verðir glæpamaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Lifandi vísindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lifandi vísindi
https://timarit.is/publication/1174

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.