Lifandi vísindi - 04.04.2016, Blaðsíða 55
HEILINN
Lausrifin
prótín tæra
heilann
Jafnvel smávægilegt högg á
höfuðið getur skaðað heilann.
Við endurtekin högg safnast
skaðarnir upp og geta þeir
haldið áfram að magnast upp
mörgum árum eftir síðasta
heilahristing. Með tímanum
deyr heilavefurinn og skilur eftir
sig stór göt sem minna á
alzheim er. Afleiðingarnar geta
m.a. falist í þunglyndi, skertri
greind og mikilli vanlíðan.
3 Í frumuvegg taugungsins er að finna sameind sem nefnist APP en hún inniheldur prótínið beta–amyloid.
1 Langir taugaþræðir í taugungum heilans eru styrktir af innri grind sem nefnast frymispíplur.
Þetta eru langir prótínþræðir sem samanstanda af litlum
byggingareiningum en þeim er haldið saman af svo-
nefndum tauprótínum.
Styrkjandi
tauprótín
Frymispípla
APP–sameind
Taugungur
Southwestern, með skönnun rúmmálið á
drekanum hjá hópi aldraðra sem voru allir
fyrrum íþróttamenn. Þá kom í ljós að drekinn
var fjórðungi minni hjá þeim sem höfðu lent í
alvarlegum heilahristingi. Minnistap og náms-
hæfni þeirra hafði einnig minnkað um 27%.
Líkindi með CTE og alzheimer
CTE minnir um margt á alzheimer. Auk stórra
holrýma þar sem heilavefurinn hefur einfald-
lega horfið er að finna einkennandi uppsöfn-
un á próteini sem nefnist tau. Prótein þetta er
að jafnaði einn byggingarsteina í löngum
frymispíplum taugunganna. En endurtekin
höfuðhögg slíta taugungunum svo mikið að
tauprótínin losna sem verður til að mikilvægir
hlutar taugunganna losna einnig í sundur.
Taugungarnir deyja, meðan þessi lausu tau-
prótín virka nánast eins og eitur sem eykur
mjög á vandann.
Þau klístrast saman í klumpa og festast í
heilavefinum þar sem þau tæra umlykjandi
taugunga svo mikið að þeir taka einnig að
deyja. Afleiðingin er því sami sjálfstyrkjandi
vítahringur eins og sést við alzheimer og
dregur verulega úr andlegri getu sjúklinga.
Ný rannsókn hefur sýnt að CTE og
alzheim er eiga einnig annað eitrað prótín
sameiginlegt, nefnilega beta–amyloid. En pró-
tínin safnast saman með einkennandi mynstri
hjá sjúklingum með þessa tvo sjúkdóma.
Tauprótínið greinist í blóðsýnum
Einn helsti vandinn við CTE var að örugg grein-
ing var ekki fáanleg án þess að skera heilann í
þunnar skífur og skoða þær undir smásjá. Það
var því fyrst mögulegt að slá því föstu að
manneskja væri veik eftir að hún var dáin. Þess
vegna vissu vísindamenn harla lítið um hvern-
ig sjúkdómurinn myndast og eins hvernig
frekari þróun á sér stað. En árið 2014 uppgötv-
aði Bashtun Shahin við Sahlgrenska háskóla-
spítalann í sænsku borginni Mölndal að næstu
daga eftir heilahristing losnar um svo mikið
tauprótín hjá taugungunum að sum þeirra fara
út í blóðið. Þess öflugri sem heilahristingurinn
Heilahristingur
knýr íþróttamenn
til sjálfsmorðs
Amerískur fótbolti er svo ofbeldisfullur
að allt að 96% íþróttamanna í efstu
deildinni NLF hafa samkvæmt rannsókn
frá árinu 2015 fengið króníska
heilaskaðann CTE eftir endurtekinn
heilahristing. Meiðslin hafa m.a. leitt til
þunglyndis sem hefur knúið marga til
sjálfsmorðs. Í apríl 2015 þurfti NLF að
reiða fram einn milljarð dala í bætur til
5.000 leikmanna sem höfðu kært
deildina fyrir að vernda ekki heilbrigði
sitt í nægjanlegum mæli.
EÐLILEGT ÁSTAND
EÐLILEGT ÁSTAND
CL
AU
S
LU
N
AU