Lifandi vísindi - 04.04.2016, Blaðsíða 26
frostmark vatns og hækkar að sama skapi
suðumarkið og fyrir vikið getur vatn leynst á
yfirborðinu þó svo að hitastigið fari niður fyrir
frostmark og upp fyrir 10 gráður.
Vatn hefur fundist í votum söltum
Enn sem komið er hafa vísindamenn ekki bein-
línis barið vatnið augum. Það eru hins vegar
svonefnd vetnisbundin sölt, þar sem vatn kem-
ur fyrir inni í saltkristöllum, sem hafa vakið
Í Utah í Bandaríkjunum er að finna Bonneville saltsléttuna,
svæði sem felur í sér allt að 90 hundraðshluta salts. Þar
hafa vísindamenn rannsakað hvort líf geti þrifist. Þeir tóku
sýni úr saltsléttunni og komu þeim fyrir í petrískál á rann-
sóknarstofu. Vísindamönnunum til mikillar furðu sáust
margar bakteríuþyrpingar í skálunum viku seinna sem
leiddi í ljós að líf leyndist á saltsléttunni. Það að líf skyldi
greinast í sýnunum eykur til muna möguleikann á að líf
kunni að leynast í söltu vatninu á Mars, óháð því hversu lítið
fljótandi vatn kann að fyrirfinnast í svörtu rákunum þar.
Saltslétta gefur von um að
lífverur leynist á Mars
Saltvatnið í Great Salt Lake í
Utah í Bandaríkjunum er
nánast mettað en það kemur
ekki í veg fyrir að bakteríur
geti lifað í vatninu.
Saltkærar frumbakteríur
(haloarcula og haloru-
brum) lifa á svæð-
um sem nánast
eingöngu inni-
halda salt.
Til eru nokkrar mismunandi samsætur vetnis.
Sú algengasta þeirra er með eina jákvætt
hlaðna róteind í kjarna og rafeind með nei-
kvæða hleðslu sem er á sveimi umhverfis
kjarnann. Ein af þyngri samsætum
vetnis nefnist tvívetni.
Auk róteindarinnar er tvívetni
með nifteind í kjarna sem hefur
enga hleðslu. Tvívetni líkist vetni
hvað efnafræðilega samsetningu áhrærir en
efnafræðilegir eiginleikar efnis ráðast af fjölda
rafeinda. Tvívetni er hins vegar helmingi
þyngra en vetni, því nifteindin og róteindin
vega næstum það sama en raf-
eindin er massalaus. Á Mars er
hlutfallið af tvívetni hærra en
hér á jörðu og fyrir vikið verður
vatnið á Mars þungt.
Vatnið á Mars er þyngra
gríðarmikla athygli. Sölt þessi geta einungis
komið fyrir ef fljótandi vatn er fyrir hendi.
Saltkristallar samanstanda af jónagrind-
um, þar sem agnir með jákvæða og neikvæða
hleðslu sameinast og mynda jónasambönd.
Örlítið vatn getur í sumum tilvikum komið fyr-
ir inni í jónagrindinni þegar saltkristallarnir
myndast og sest fyrir á milli jónanna. Þegar
Lujendra Ojha og samstarfsmenn hans túlk-
uðu litrófssjárgögnin frá MRO fundu þeir vís-
bendingar um að magnesíum-, natríum- og
kalsíumperklórat-söltin sem fundust í Garni-
gígnum væru vetnisbundin. Þetta eru þau sölt
sem halda vatninu á Mars fljótandi.
Leyndardómurinn skýrist fyrst 2019
Hvort líf kunni að finnast á Mars ræðst af salt-
styrknum í vatninu. Hvort líf leynist í saltrík-
um dropunum í brekkunum mun ekki skýrast
alveg á næstunni. Curiosity jeppinn er ekki
nema 50 km frá næsta halla með svörtu rák-
unum. Færanlega efnarannsóknarstofan fær
hins vegar ekki leyfi til að nálgast vatnið. Vís-
indamenn hjá NASA óttast að jeppinn kunni
að hafa flutt með sér lífverur frá jörðu og muni
fyrir vikið menga vatnið á Mars: Bakteríur frá
jörðu eru nefnilega lífseigar lífverur og þær
gætu myndað enn seiglífari gró sem gætu
hugsanlega lifað af, þrátt fyrir afskaplega
strangar reglur um sótthreinsun, gífurlega erf-
iða ferð um geiminn, svo og sterka óljóssíaða
útfjólubláa geisla sólarinnar.
Þess í stað verður ExoMars-jeppi Geimvís-
indastofnunar Evrópu fyrsta farartækið sem
notað verður til að rannsaka vatnið frekar. Ætl-
unin er að farartækið lendi á plánetunni rauðu
árið 2019 og hafi meðferðis útbúnað sem getur
greint líf og rannsakað betur salta straumana.
Jeppinn verður jafnframt útbúinn tæki sem
getur síað saltið úr vatninu. Vonir eru bundnar
við að menn í bækistöðvum á Mars geti í fram-
tíðinni lifað af vatninu sem þar
fyrirfinnst.
SALT100 %Forn-
bakteríur
Saltkærar
fornbakteríur
Róteind Róteind
Nifteind Rafeind Rafeind
VETNI TVÍVETNI
H 2H
Hlutfallið á mill
i vetnis
og tvívetnis
MARS: 900 : 1
JÖRÐIN: 6.250
: 1
SENNILEGAS
T
Lífverurnar lifa á
ófrjóum stöðum
þar
sem nánast ein
ungis er að finn
a salt.
SPL/SCANPIX,
SHUTTERSTOCK
SP
L/
SC
AN
PI
X
Print: m
ea Status: 750 - Sprog godkendt Layout:M
EA Red.sek:BAV