Lifandi vísindi - 04.04.2016, Blaðsíða 51

Lifandi vísindi - 04.04.2016, Blaðsíða 51
| Lifandi vísindi | 4 · 2016 Hinn 14. september 2000 voru þrír trésmiðir bundnir og skotnir til dauða í ráni sem framið var í borginni Lakeville í Indiana-fylki í Bandaríkjunum. Fljótlega var Phillip Stroud, maðurinn sem seinna meir var dæmdur í lífs- tíðarfangelsi fyrir morðin, tekinn fastur en fyrst í stað gekk treglega að sanna að hann hefði verið á morðstaðnum. Það var ekki fyrr en rannsóknarlögreglumennirnir fengu þá snilldarhugmynd að kanna skósóla manns- ins sem botn fékkst í málið. Þeir báru það sem greindist undir skóm mannsins saman við sambærileg sýni umhverfis bygginguna þar sem trésmiðirnir höfðu verið skotnir og í ljós kom að skítur úr sama hundinum greindist í báðum sýnum. Phillip Stroud hlaut fyrir vikið að hafa verið á morðstaðnum. DÝR SKÍTUR Í RANNSÓKNUM Saur kemur upp um glæpamenn SKORDÝR SEGJA TIL UM HVENÆR NAUÐÞURFTUM VAR SINNT Vísindamenn geta tímasett af mikilli ná- kvæmni hvenær einhver gekk örna sinna, til dæmis í tengslum við glæpamál. Ýmis skor- dýr éta saur ellegar þau verpa eggjum í hann. Við þetta má svo bæta ránskordýrum og sníklum sem sérhæfa sig í að ráðast á dýr sem éta úrgang annarra dýra. Öll þessi dýr ráðast til atlögu við kúamykju, hjartartað, hrossa- og hundaskít í tiltekinni röð og fylgja þar ákveðnum reglum. Með því að telja hversu mörg egg, lirfur, púpur og fullorðin dýr tiltekinna tegunda er að finna í sýni geta vís- indamennirnir greint nákvæmlega hvenær viðkomandi hafði hægðir. Sumar bjöllur og flugur velja helst kúamykju á meðan hún er heit, hefur nýlega gengið niður af dýrinu og er safarík. Önnur bíða þar til skán hefur myndast á mykjuna. Meindýraeyðar eru háðir því að vita nákvæmlega hvaða meindýr hafa ráðist á uppskeruna sem í húfi er. Þegar laufmaðkur liggur undir grun kemur úrgangurinn upp um dýrið. Lirfurnar lifa á þröngu svæði milli efri og neðri hluta laufblaða og éta innan úr laufunum. Úr- gangurinn (frass) myndar sérstakt mynstur sem minnir á perlur á þræði, þykk strik eða stórar kless- ur. Mynstrið gagnast sérfræðing- um til að ákvarða um hvaða tegund laufmaðks er að ræða og hvernig best sé að ráða niðurlög- um hans. Alþjóðlegt vísindamannateymi hefur komist að raun um að í til- tekinni jarðvegsbakteríu (Myc- obacterium vaccae), sem greindist í kúamykju, sé að finna efni sem m.a. gagnist í meðhöndlun gegn þunglyndi. Þegar upplausn bakt- eríunnar var sprautað niður í háls- inn á músum virkjaðist sá hluti heilans sem hefur hvað mest áhrif á virknistig dýranna. Vísindamenn gera því skóna að bakterían geti haft sömu jákvæðu áhrifin á menn og þar með stytt eða mildað þunglyndistímabil. Unnt er finna meindýr út frá úrgangi þeirra Þunglyndi læknað með kúamykju Mykjubjöllur og mykjuflugur koma í skítinn innan fimmtán mínútna. Þær lifa annað hvort sjálfar á skítnum eða þá lirfurnar gera það. Rándýrin fylgja fljótt í kjölfarið, meðal annars ránflugur sem laðast að öllu þessu samsafni af flug- um og bjöllum sem háma í sig skítinn. Að lokum mæta á svæðið alls kyns sníkjudýr sem verpa eggj- um sínum í lirfur eða púpur hinna skordýranna. Lirfur sníkjudýranna éta síðan lirfur þessar og púpur. 321 ZO ON AR G M BH & B LI CK W IN KE L & F .Z H EC KE R/ AL AM Y/ AL L OV ER , S H UT TE RS TO CK PAUL HOBSON/NATUREPL EXPLORINGTHEINVISIBLE.COM/ Úrgangur lauf- maðksins er skilinn eftir í sérstöku mynstri. Kúamykjubaktería hefur hressandi áhrif á heilann. Útataður hunda- skítur undir skósól- um getur tengt glæpamenn við staðinn sem glæpur var framinn á. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Lifandi vísindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lifandi vísindi
https://timarit.is/publication/1174

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.