Lifandi vísindi - 04.04.2016, Blaðsíða 51
| Lifandi vísindi | 4 · 2016
Hinn 14. september 2000 voru þrír trésmiðir
bundnir og skotnir til dauða í ráni sem framið
var í borginni Lakeville í Indiana-fylki í
Bandaríkjunum. Fljótlega var Phillip Stroud,
maðurinn sem seinna meir var dæmdur í lífs-
tíðarfangelsi fyrir morðin, tekinn fastur en
fyrst í stað gekk treglega að sanna að hann
hefði verið á morðstaðnum. Það var ekki fyrr
en rannsóknarlögreglumennirnir fengu þá
snilldarhugmynd að kanna skósóla manns-
ins sem botn fékkst í málið. Þeir báru það
sem greindist undir skóm mannsins saman
við sambærileg sýni umhverfis bygginguna
þar sem trésmiðirnir höfðu verið skotnir og í
ljós kom að skítur úr sama hundinum
greindist í báðum sýnum. Phillip Stroud hlaut
fyrir vikið að hafa verið á morðstaðnum.
DÝR
SKÍTUR Í RANNSÓKNUM
Saur kemur upp um glæpamenn
SKORDÝR SEGJA TIL UM HVENÆR NAUÐÞURFTUM VAR SINNT
Vísindamenn geta tímasett af mikilli ná-
kvæmni hvenær einhver gekk örna sinna, til
dæmis í tengslum við glæpamál. Ýmis skor-
dýr éta saur ellegar þau verpa eggjum í hann.
Við þetta má svo bæta ránskordýrum og
sníklum sem sérhæfa sig í að ráðast á dýr
sem éta úrgang annarra dýra. Öll þessi dýr
ráðast til atlögu við kúamykju, hjartartað,
hrossa- og hundaskít í tiltekinni röð og fylgja
þar ákveðnum reglum. Með því að telja
hversu mörg egg, lirfur, púpur og fullorðin dýr
tiltekinna tegunda er að finna í sýni geta vís-
indamennirnir greint
nákvæmlega hvenær
viðkomandi hafði hægðir. Sumar bjöllur og
flugur velja helst kúamykju á meðan hún er
heit, hefur nýlega gengið niður af dýrinu og er
safarík. Önnur bíða þar til skán hefur myndast
á mykjuna.
Meindýraeyðar eru háðir því að
vita nákvæmlega hvaða meindýr
hafa ráðist á uppskeruna sem í
húfi er. Þegar laufmaðkur liggur
undir grun kemur úrgangurinn upp
um dýrið.
Lirfurnar lifa á þröngu svæði
milli efri og neðri hluta laufblaða
og éta innan úr laufunum. Úr-
gangurinn (frass) myndar sérstakt
mynstur sem minnir á perlur á
þræði, þykk strik eða stórar kless-
ur. Mynstrið gagnast sérfræðing-
um til að ákvarða um hvaða
tegund laufmaðks er að ræða og
hvernig best sé að ráða niðurlög-
um hans.
Alþjóðlegt vísindamannateymi
hefur komist að raun um að í til-
tekinni jarðvegsbakteríu (Myc-
obacterium vaccae), sem greindist
í kúamykju, sé að finna efni sem
m.a. gagnist í meðhöndlun gegn
þunglyndi. Þegar upplausn bakt-
eríunnar var sprautað niður í háls-
inn á músum virkjaðist sá hluti
heilans sem hefur hvað mest áhrif
á virknistig dýranna. Vísindamenn
gera því skóna að bakterían geti
haft sömu jákvæðu áhrifin á menn
og þar með stytt eða mildað
þunglyndistímabil.
Unnt er finna
meindýr út frá
úrgangi þeirra
Þunglyndi læknað
með kúamykju
Mykjubjöllur og
mykjuflugur
koma í skítinn innan
fimmtán mínútna. Þær
lifa annað hvort sjálfar á
skítnum eða þá lirfurnar
gera það.
Rándýrin fylgja
fljótt í kjölfarið,
meðal annars ránflugur
sem laðast að öllu
þessu samsafni af flug-
um og bjöllum sem
háma í sig skítinn.
Að lokum mæta á
svæðið alls kyns
sníkjudýr sem verpa eggj-
um sínum í lirfur eða púpur
hinna skordýranna. Lirfur
sníkjudýranna éta síðan
lirfur þessar og púpur.
321
ZO
ON
AR
G
M
BH
&
B
LI
CK
W
IN
KE
L
&
F
.Z
H
EC
KE
R/
AL
AM
Y/
AL
L
OV
ER
, S
H
UT
TE
RS
TO
CK
PAUL HOBSON/NATUREPL
EXPLORINGTHEINVISIBLE.COM/
Úrgangur lauf-
maðksins er skilinn
eftir í sérstöku
mynstri.
Kúamykjubaktería
hefur hressandi áhrif
á heilann.
Útataður hunda-
skítur undir skósól-
um getur tengt
glæpamenn við
staðinn sem glæpur
var framinn á.
50