Lifandi vísindi - 04.04.2016, Blaðsíða 60
INN Í LÍKAMANN
Drekafelling96% fólks
Hve algeng er endurupplifun?
Þótt maður einskorði skilningarvitin t.d. við sím-
ann, skynjar heilinn umhverfið ósjálfrátt. Þegar
einbeitingunni er hætt reynist allt eins og það
var og manni finnst allt endurtaka sig. Endur-
upplifun eða „deja-vu“-tilfinningu þekkja um
DREKAFELLINGARNAR
eru heilastöðvar beggja
vegna drekans. Þær tengjast
varðveislu minninga og skrá
m.a. ómeðvitaða skynjun.
4 · 2016 | Lifandi vísindi |
Hafa kolkrabbar meiri
greind en önnur dýr?
Átta arma kolkrabbi hefur mjög stórt höfuð. Er
hann greindari fyrir vikið?
Ýmsar atferlisrannsóknir hafa sýnt að sumir kol-
krabbar eiga auðvelt með að læra, t.d. átta arma
kolkrabbi. Kolkrabbarnir geta leyst ýmsar völ-
undarhúsaþrautir, hafa gott minni og góðan þrí-
víddarskilning. Kolkrabbar geta líka lært að skrúfa lok
af íláti með fæðu. Sumum kolkröbbum dugar að sjá
aðra kolkrabba beita tiltekinni aðferð en sú lær-
dómslist er tiltölulega sjaldgæf í dýraríkinu. Átta
arma kolkrabbi virðist mjög höfuðstór en þetta höfuð
er í raun líkami dýrsins og í því eru líffærin, svo sem
magi, þarmar, hjarta, tálkn og sjálfur blekkirtillinn.
Heilinn er að mestu staðsettur kringum vélindað og
í honum eru 100-200 milljón taugafrumur. Til sam-
anburðar eru um 100 milljarðar taugafrumna í
mannsheilanum.
Vísindamönnum ber ekki saman um greind kol-
krabba. Sumir telja þá hafa greind á við rottur, hunda
og smávaxna apa. Allir eru þó sammála um að kol-
krabbar séu greindastir lindýra en til þeirra flokkast
líka sniglar og skeldýr.
Kolkrabbar geta
lært af því að
horfa á aðra.
HEILINN STÝRIR
FELULITUM
Hluti af heila kolkrabbans er
undir vélindanu. Sá hluti
stýrir t.d. vöðvahreyfingum
arma og höfuðs ásamt lita-
skiptum á yfirborði dýrsins.
RE
UT
ER
S/
SC
AN
PI
X,
S
H
UT
TE
RS
TO
CK
SPL/SCANPIX
Átta arma
kolkrabbi
getur opnað
krukku
59
Print: steenh Status: 750 - Sprog godkendt Layout:SH
Red.sek:ALY