Lifandi vísindi - 04.04.2016, Blaðsíða 9
| Lifandi vísindi | 4 · 2016
Vísindamenn læra pöndumál
DÝRAFRÆÐI Þegar panda-
björn í kynlífshug nálgast birnu, rym-
ur hann svipað og hrútur á fengitíma
„baaah“. Svangur húnn, sem kallar á
mömmu, segir hins vegar „gí-gí“.
Þetta sýna rannsóknir kín-
verskra dýrafræðinga sem í fimm ár
hafa fylgst með og hlustað á panda-
birni í friðlandi í Sichuanhéraði í Suð-
ur-Kína.
Í þeim tilgangi að skilja betur
tjáskipti dýranna tóku vísinda-
mennirnir upp hljóð sem þau gáfu
frá sér við hinar fjölbreyttustu
athafnir, svo sem át, mökun, eða
umönnun húnanna.
Alls hafa vísindamennirnir greint
merkingu 13 mismunandi hljóða og
vinna nú að gerð eins konar pöndu-
orðabókar sem einnig byggist á
einstaklingsbundnum raddkennsl-
um. Þetta er ekki bara til gamans
gert, heldur er nauðsynlegt að skilja
betur þessi dýr sem eru í alvarlegri
útrýmingarhættu.
MINNI ÍS GREIÐIR
FÖR SJÁVARDÝRA
Hafísinn kringum norður-
pólinn hefur skilið Atlants-
hafið og Kyrrahafið að en minni ís-
þekja opnar ýmsum dýrum nú
ferðaleiðir milli hafanna. Vísinda-
menn í Flórída telja tilflutning
tegunda mögulegan. T.d. hafa hvalir
þegar sést í „röngu“ hafi.
AMERÍSKUR VÍSUNDUR
LIFÐI ELDINGU AF
„Sparky er á lífi og hefur
það ágætt.“ Þessi frétt
barst frá friðlandinu þar sem þessi
vísundur var svo ólánsamur að
verða fyrir eldingu 2013. Hann fékk
mikil brunasár í kjölfarið. Dýr verða
fyrir eldingum ekkert síður en
menn. Það er bara svo örsjaldan
skrásett. Síðast sást það gerast
þegar verið var að telja sæljón við
Ástralíu 2014.
ÁHRIF FÆÐUNNAR
AFAR MISMUNANDI
Það sem er hollt fyrir einn
er ekki þar með hollt fyrir
annan. Ísraelskir vísindamenn
mældu blóðsykur 800 einstak-
linga í viku, eftir að allir höfðu
fengið nákvæmlega sama
morgunmat. Áhrifin reyndust æði
misjöfn. Banani skilaði einum
þátttakanda gríðarmiklum blóð-
sykri en hjá öðrum einstaklingi
mældust engin áhrif.
– Júpíter
75 km
uppi yfir jörðu sneri Falcon 9-eldflaugin við og lenti örskömmu
síðar heilu og höldnu. Þessi eldflaug frá Space-X er endurnýtanleg
og markar þannig mikil tímamót.
Aðeins 2.000 pöndur lifa villtar, allar í Kína. 300 eru í umsjá
manna, helmingur þeirra í Sichuan-friðlandinu.
PÖNDUORÐABÓK
Baah: Mig langar í þig.
Gi-gi: Mamma, gefðu mér
að sjúga.
Wow-wow: Mér líður illa.
Ku-ku: Mikið líður mér vel
núna.SHU
TT
ER
ST
OC
K
N
AS
A/
ES
A
SH
UT
TE
RS
TO
CK
ÚT Í GEIM
Rauði bletturinn á Júpíter fer minnkandi
Í samtals tíu klukkustundir tók Hubble-sjónaukinn gleiðlinsumyndir af gasrisanum Júpíter.
Myndirnar sýna að rauði bletturinn á Júpíter hefur dregist gríðarmikið saman og er nú að verða
appelsínugulur að lit. Bletturinn sýnir í raun feiknarlegt óveður og þetta er því til marks um að
þessum ofboðslega fellibyl sé að slota.
8
NÝ ÞEKKING
Ótrúle
gt
en sat
t!