Lifandi vísindi - 04.04.2016, Blaðsíða 21
1 2 3 4
VITVÉLAR
Slys verður
Vitvélin fer af stað
á 25 metra hraða á
sekúndu. Fótur fellur af og
göngulagið skekkist.
Gang-
skekkja.
Valin
göngu-
tegund
Leiðrétt
göngulag
Nýjar
gang-
tegundir
Fótur
fellur af.
Göngulag prófað
Meðal 13.000
gangtegunda í
gagnagrunni finnur tækið
nokkrar sem má prófa.
Göngulag valið
Á aðeins 40 sek-
úndum er fundin
rétt aðferð til að ganga
beint en fer aðeins hægar
en fyrr.
Vitvélin lærir
Gervigreindar-
algoriþminn að-
lagar göngulagið í gagna-
grunninum að þessari nýju
reynslu.
Vitvél reiknar
nýtt göngulag
án aðstoðar
Köngulóartækið notar
algoriþma til að prófa mis-
munandi göngulag og velur
það sem best hentar að-
stæðum.
LÍKAMSLENGD:
30 sentimetrar.
ÞYNGD:
3 kg.
VIÐFANG:
Þróun algoriþma sem
finnur rétta gang-
tegund miðað við
aðstæður.
TILGANGUR:
Björgunartæki sem
geta starfað áfram
þrátt fyrir áföll.
Björgunartæki heldur
áfram með brotinn fót
Fótbrot stöðvar ekki köngulær náttúrunnar. Franskir vísinda-
menn hafa nú líkt eftir þessu og smíðað tæki sem lætur fót-
brot ekki stöðva sig.
S jálfsagt þykir köngulóm betra að hafa alla fætur heila en þær lifa vandræðalítið af, þótt þær missi
óvart einn fótinn. Vísindamenn hjá franska Pierre og
Marie Curie-háskólanum hafa leikið þetta eftir með sex-
fættri vitvél.
Tækið notar gervigreindaralgoriþma og heldur áfram
göngunni þótt einn fótur fari af eða jafnvel tveir. Glatist
fótur, finnur tækið sér nýtt göngulag þannig að það t.d.
hallast ekki, þegar ferðinni er heitið beint áfram. Vitvélin
býr yfir gagnagrunni með nálægt 13.000 gönguaðferð-
um sem hún hefur sjálf reiknað út í tölvuhermi.
Sú hæfni að geta gengið áfram þrátt fyrir sköddun,
er gulls ígildi, t.d. við björgunaraðgerðir eftir jarðskjálfta,
þar eð eitt fótbrot breytir tækinu ekki sam-
stundis í ónothæft rusl.
Tölvan varðveitir gagna-
grunn með um 13.000
gangtegundum.
Sérstök myndavél leyfir
tækinu að ákvarða bæði
hraða og stefnu.
Rafhlaða sér tölvu,
rafeindatækjum,
myndavél og aflvélum
fyrir straumi.
18 aflvélar stýra
fótunum sex, þrjár
fyrir hvern fót.
AN
TOIN
E CULLY/PIERRE AN
D M
ARIE CURIE UN
IVERSITY, CLAUS LUN
AU
KÖNGULÓ
Innblástur: