Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 7

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 7
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 2010 3 Í nóvember 2004 hélt Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga málþing um öryggi sjúklinga og heilbrigðisstarfsmanna í samstarfi við Læknafélag Íslands. Það málþing var haldið í skugga niðurskurðar á Landspítala en það ár var ársverkum á spítalanum fækkað um 100. Ef horft er lengra aftur í tímann og umræða um öryggi sjúklinga skoðuð kemur í ljós að kveikjan að slíkri umræðu er alla jafna stjórnvaldsákvarðanir um fjármögnun, breytingar á skipulagi þjónustunnar eða breytingar á lögum er varða heilbrigðisþjónustuna. Því miður verður að segja að margar þessara ákvarðana stjórnvalda virðast lítt ígrundaðar, framtíðarsýn og heildarstefnu vantar. Þegar heilbrigðisráðuneytið færist milli stjórnmálaflokka er segin saga að flest það sem ráðherrann á undan var búinn að boða, og breytingaferli jafnvel þegar hafið, það afturkallar hinn nýi ráðherra og jafnvel gjörbreytir um stefnu. Dæmi um slíka 15 ára gamla „umpólun“ er tilvísanakerfið sem heilbrigðisráðherra Alþýðuflokks var að hrinda í framkvæmd árið 1995 en heilbrigðisráðherra Framsóknarflokks lét vera sitt fyrsta embættisverk að afturkalla. Á síðasta ári sátu þrír heilbrigðisráðherrar við völd! Slíkt er óviðunandi og óboðlegt þegar jafn viðkvæm þjónusta og heil­ brigðis þjónustan á í hlut. Þegar slíkt pólitískt umrót bætist ofan á fjárhagslegt umrót er ekki von á góðu enda hafa nú komið fram tvær tillögur sem eru fráleitar með tilliti til öryggis sjúklinga. Í heilbrigðisráðuneytinu er nú til skoðunar að sameina Landlæknisembættið og Lýðheilsustöð í þeim tilgangi, að því er sagt er, að styrkja eftirlitshlutverk Landlæknisembættisins. Rétt er að minna á að aðeins tæp sjö ár eru liðin frá því forvarnirnar voru teknar frá Landlæknis­ embættinu og færðar í nýstofnaða Lýðheilsustöð. Þá átti að efla forvarnirnar. Þegar ný lög um heilbrigðsþjónustu voru sett árið 2007 voru jafnframt sett ný lög um landlækni. Lagaleg skylda embættisins hvað varðar eftirlit með heilbrigðisþjónustu var stóreflt. Það vakti athygli þegar lögin voru sett að fjármálaráðuneytið taldi embættið ekki þurfa viðbótarfjármagn til að sinna þessu aukna hlutverki. Það hefur hins vegar sýnt sig að Landlæknisembættið er allt of fáliðað til að geta sinnt lögboðnu eftirlitshlutverki sínu. Í stað þess að efla embættið og gera því þannig kleift að rækja hlutverk sitt og tryggja öryggi sjúklinga þá á endanlega að draga úr því tennurnar með því að hverfa til skipulags sem aflagt var fyrir tæpum sjö árum. Sýnu alvarlegra fyrir öryggi sjúklinga eru ákvæði frumvarps til laga um heilbrigðisþjónustu sem nú liggur fyrir Alþingi. Á árabilinu 2003 til 2006 vann hópur fagfólks og stjórnmálamanna að endurskoðun á þágildandi lögum um heilbrigðisþjónustu og smíði nýs frum ­varps. Það frumvarp varð að lögum 1. júlí 2007. Einn meginstyrkur heilbrigðislaganna er að þar er skýrt kveðið á um faglega ábyrgð á heilbrigðisþjónustu. Þar er kveðið á um að á hverri heilbrigðis­ stofnun beri framkvæmdastjóri hjúkrunar faglega ábyrgð á hjúkrun og deildarstjórar hjúkrunar og yfirhjúkrunarfræðingar ábyrgð á sínum einingum. Skýr lagaleg ákvæði um ábyrgð á heilbrigðisþjónustu eru aldrei mikilvægari en á niðurskurðartímum þegar fjárhagsleg rök verða gjarnan faglegum rökum yfirsterkari. Nú bregður hins vegar svo við að heilbrigðisráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um að fella úr lögum um heilbrigðisþjónustu ákvæðin um deildarstjóra og yfirhjúkrunarfræðinga. Eingöngu fjárhagsleg rök eru færð fram, engin fagleg rök. Í umsögn fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins segir: „Frumvarpinu er ætlað að auka möguleika á að einfalda skipulag og ná fram aukinni hagræðingu og sveigjanleika í starfsemi heilbrigðisstofnana.“ Fagleg rök víkja fyrir hinum fjárhagslegu. Nú, þegar verið er að sameina stofnanir, þegar skipulagi Landspítala hefur verið breytt, þegar heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast undir einn hatt, er mikilvægara en nokkru sinni að tryggja dreifstýringu í heilbrigðisþjónustunni, að tryggja að faglega hæfur stjórnandi stýri og sé hluti af þeim hópi sem veitir þjónustuna. Til að tryggja öryggi sjúklinga þarf að setja fram heildstæða stefnu í heilbrigðismálum hér á landi, stefnu sem hafin er yfir dægurþras stjórnmálanna, stefnu sem stæðist í megindráttum þó skipti verði á heilbrigðisráðherrum. Heilbrigðisáætlun til ársins 2010, sem samþykkt var samhljóða á Alþingi 20. maí 2001, er vísir í þessa átt. Nú, á tímum niðurskurðar og stórtækra breytinga á heilbrigðiskerfinu, er mikilvægara en nokkru sinni að sett verði fram ítarleg heilbrigðisáætlun sem tryggi gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga. ÁKVARÐANIR STJÓRNVALDA ÓGNA ÖRYGGI SJÚKLINGA Öryggi sjúklinga hefur mikið verið til umræðu síðustu vikur og mánuði í kjölfar boðaðs niðurskurðar í heilbrigðiskerfinu. Flestir hjúkrunarfræðingar hafa þegar fundið verulega fyrir samdrætti í mannafla og þjónustu. Margir þeirra efast um að unnt verði að tryggja öryggi sjúklinga og starfsmanna ef fjárveitingar til heilbrigðisstofnana verða minnkaðar jafn mikið og stefnir í. Formannspistill Elsa B. Friðfinnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.