Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 53
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 2010 49
um það hvernig verja á fjármunum
sem renna eiga til málaflokksins.
Undanfarna mánuði hefur starfshópur
á vegum heilbrigðisráðuneytisins farið
kerfisbundið yfir þá þjónustu sem
sjúkrahúsin á suðvesturhorni landsins
veita og samið tillögur um það hvernig
ná megi meiri rekstrarhagkvæmni
með endurskipulagningu (Heilbrigðis
ráðuneytið, 2009). Þau sjúkrahús, sem
skýrslan fjallar um, eru Landspítali
auk Kragasjúkrahúsanna fjögurra en
þau eru Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
í Reykjanesbæ, Heilbrigðisstofnun
Suður lands á Selfossi, Sjúkrahúsið á
Akra nesi og St. Jósefsspítali í Hafnar
firði. Starfshópurinn hafði það að
leiðarljósi að tryggja örugga og góða
heilbrigðisþjónustu en jafnframt að
styrkja nærþjónustu þar sem slíkt væri
faglega og fjárhagslega hagkvæmt.
Meginniðurstaða starfshópsins er sú að
hægt sé að spara um 1.400 milljónir
króna árlega með breyttri verkaskiptingu
sjúkrahúsa á suðvesturhorni landsins.
Tillögurnar fela í sér að þjónusta út af
fæðingum og skurðaðgerðum verði flutt
til Landspítalans en einnig að sjúklingar
flytjist fljótlega eftir fyrstu meðferð á
þann spítala sem næst er heimabyggð
hvers og eins. Ekki verður annað séð en
að þær tillögur, sem fram eru settar af
starfshópi heilbrigðisráðuneytisins, séu
vel unnar og skynsamlegar. Við þær
þjóðfélagsaðstæður, sem hér ríkja, verður
að huga að rekstrarlegri hagkvæmni í
heilbrigðiskerfinu og oftast er betra að
reka fáar og vel nýttar einingar en margar
illa nýttar. Þetta á sérstaklega við um
einingar með háan fastan rekstrarkostnað
eins og skurðstofur.
Ráðherra heilbrigðismála hefur, þegar
þetta er skrifað, ekki enn tekið ákvörðun
um það hvort farið verði eftir þessum
hagræðingartillögum. Öllum er ljóst að
draga þarf úr útgjöldum ríkisins á þessum
erfiðu tímum. Mikilvægt er að tímabundnir
erfiðleikar í íslensku efnahagslífi verði
ekki til þess að stoðunum sé kippt
undan heilbrigðiskerfinu til lengri tíma.
Leiðarljósið þarf að vera að tryggja gæði
og öryggi þjónustunnar.
Bylgja Kærnested er hjúkrunarfræðingur
á hjartadeild og formaður hjúkrunarráðs
Landspítala.
Heimildir
Aiken, L.H., Clarke, S.P., Sloane, D.M., Sochalski,
J., og Silber, J.H. (2002). Hospital nurse staff
ing and patient mortality, nurse burnout, and
job dissatisfaction. Journal of the American
Medical Association, 288, 19871993.
Heilbrigðisráðuneytið (2009). Endurskipulagning
sjúkrahúsþjónustu á suðvesturhorninu:
Greining á kostnaði og ábata af tilfærslu verk-
efna. Reykjavík: Heilbrigðisráðuneytið.
Needleman, J., Buerhaus, P., Mattke, S., Stewart,
M., og Zelevinsky, K. (2002). Nurse staffing
levels and quality of care in hospitals. New
England Journal of Medicine, 346, 17151722.
Person, S.D., Allison, J.J., Kiefe, C.I., og Weaver,
M.T. (2004). Nurse staffing and mortality for
Medicare patients with acute myocardial
infarction. Medical Care, 42 (1), 412.