Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Side 44

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Side 44
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 201040 sjúklingurinn þurfi, það er hvað þarf að gera fyrir þennan sjúkling á meðan hann er á bráðamóttökunni. Inngripin eða úrræðin eru skilgreind af kerfinu og taka mið af því hversu víðtæk meðferð sjúklings getur orðið (sjá töflu 2). Mynd 1 sýnir ferli forflokkunar í grófum dráttum. Í upphafi þarf hjúkrunarfræðingur að meta hvort sjúklingurinn þarf tafarlausa meðferð (flokkur 1). Því næst er metið hvort um er að ræða sjúkling sem má bíða. Þeir sem geta ekki beðið eru þeir sem eru með yfirvofandi hættuástand, svæsna verki eða eru undir mikiu andlegu álagi (flokkur 2). Næst spyr hjúkrunarfræðingurinn sig hversu mörg inngrip sjúklingurinn þurfi og hver lífsmörk hans séu. Sjúklingur, sem þarfnast tveggja eða fleiri inngripa en er með lífsmörk innan viðmiðunarmarka, fer í flokk þrjú. Í fjórða flokk fara sjúklingar sem þarfnast eins inngrips en þeir sem engin skilgreind inngrip þurfa samkvæmt kerfinu fara í fimmta flokkinn. Til þess að hjúkrunarfræðingur geti flokkað eftir þessum lykilspurningum verður hann að hafa víðtæka þekkingu á ESI­kerfinu sem og starfsemi stofnunarinnar. Hann verður auk þess að geta metið aðdraganda veikinda eða slysa, ástand sjúklingins og heilsufarssögu hans (Gilboy o.fl., 2005). Byrjað var að vinna eftir ESI­kerfinu á slysa­ og bráðadeild 14. apríl 2009. Undirbúningur fyrir upptöku þess hófst nokkrum mánuðum fyrr. Hann fólst fyrst og fremst í að kenna hjúkrunarfræðingum, að uppfæra skráningar og að semja og útbúa fræðsluefni. Allt starfsfólk slysa­ og bráðadeildar fékk fræðslu um breytingu á vinnulagi og hvað fælist í því. Frá heilbrigðisráðuneytinu fékkst 250.000 króna gæðastyrkur sem notaður var til tölvukaupa. Innleiðing kerfisins fólst í miklum breytingum á verklagi við móttöku sjúklinga á slysa­ og bráðadeild. Í fyrstu voru helstu vandamál tengd skráningu á forflokkun sjúklinga og aðlögun hjúkrunarfræðinga að erfiðri starfsaðstöðu við forflokkun. Með samstilltu átaki þeirra sem vinna að forflokkun sjúklinga hefur tekist að yfirstíga þessa þröskulda. Innleiðingin hefur gengið vel en krafist mikils af starfsfólki sem unnið hefur hörðum höndum að þeim góða árangri sem náðst hefur. ESI-kerfið ESI, Emergency severity index, er fimm flokka forgangsröðunarkerfi fyrir bráðamóttökur sem var upphaflega útbúið af bráðahjúkrunarfræðingum og bráðalæknum í Bandaríkjunum. Það hefur náð víðtækri útbreiðslu frá því það var fyrst tekið upp 1999. Rannsóknir hafa sýnt á að ESI­kerfið er marktækt og Tafla 2. Leiðbeiningar um forgangsröððun handa hjúkrunarfræðingi í móttöku. áræðanlegt samanborið við önnur fimm flokka kerfi (Eitel o.fl., 2003). ESI­kerfið miðar að því að tryggja réttum sjúklingi rétt úrræði á réttum stað og á réttum tíma. Sérstaða ESI­kerfisins miðað við önnur fimm flokka kerfi er að hjúkrunar­ fræðingurinn þarf að taka tillit til fjölda þeirra inngripa sem reiknað er með að I. Þarf tafarlausa meðferð? Er sjúklingur dauðvona? < 1 mín. að meðferð eða endurmati. Eitthvað af eftirtöldu: Barkaþræðing Andar ekki Púlslaus Svæsin andnauð SpO2 undir 90% Bráð breyting á andlegu ástandi eða meðvitundarleysi. Meðvitundarleysi er skilgreint þannig að sjúklingurinn svarar ýmist engu áreiti (U/AVPU) eða eingöngu sársaukaáreiti (P/AVPU). Eftirtalin atriði teljast EKKI björgunarinngrip: Uppsetning æðaleggs, O2 í nös/maska, hjartarafsjá, EKG, blóðprufur. II. Á þetta við? Yfirvofandi hætta: < 10 mín. að meðferð og endurmati. Er þetta sjúklingurinn sem fær síðasta rúmið? Skert meðvitund eða rugl. Bráð breyting á meðvitund. Mikið andlegt álag, t.d. eftir nauðgun, heimilisofbeldi. Er ógnandi í hegðun. Verkir ≥7 á verkjakvarða 0­10. III. Fjöldi inngripa? Hvers má vænta út frá kvörtunum sjúklings? Endurmat eftir 30 mín. 0 Saga og skoðun, strimlapróf, stix, uppsetning æðaleggjar, lyf um munn, Tetavax, lyfseðill, símtal/ávísun til heilsugæslu, gifs, umbúðir og umbúðaskipti, hækjur, fatli, spelkur. 1 Blóð­ og þvagprufur, hjartalínurit, röntgen, sneiðmynd, segulómun, ómun, æðamynd, vökvagjöf í æð, lyf í æð eða í vöðva, úðalyf, álit sérfræðings, sárasaumur, þvagleggur. 2 Slævingar, rétting brota. Annað: Öll börn 13 ára og yngri flokkast a.m.k. í forgang 3. Allir eldri en 80 ára flokkast a.m.k. í forgang 3. IV. Lífsmörk og hættumerki: Íhuga að flytja í forgang 2 ef lífsmörk teljast við hættumörk. Hiti hjá börnum – mæla alltaf öll börn yngri en 3 ára: Öll börn 28 daga gömul og yngri með hita yfir 38,0° C flytjast í flokk 2. 28 daga til 3 mánaða börn með hita yfir 38,0° C – þá hugleiða að flytja í flokk 2.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.