Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 57

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 57
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 2010 53 Ritrýnd fræðigrein sinna því „maður leggur ekki svo mikla áherslu á að setja sig inn í öll hans mál“. Þá skipar eftirlit með hugsanlegum fylgikvillum aðgerða stóran sess í störfum hjúkrunarfræðinganna. Þeir eru sífellt á verði og segja má að þeir hafi auga á hverjum fingri: „Þá náttúrlega horfir maður á sjúklinginn: litarháttur og hérna horfir á allar línur, dren, þvag. Maður horfir í rauninni á hvernig manneskjan lítur út, hvort allt sé rétt tengt og allt þetta ...“ Jafnvel það sem á yfirborðinu virðist almennt spjall felur í sér markvissari tilgang þar sem andlegt eða líkamlegt ástand, svo sem mæði, er metið um leið. Eftirlitið er hluti af klínískri ákvarðanatöku sem fylgja þarf eftir með ákveðnum viðbrögðum; þannig segjast hjúkrunarfræðingarnir þurfa að treysta túlkun sinni og kalla til lækni þegar þarf að láta fyrirskipa lyfjatöku eða rannsóknir: Hann þurfti óeðlilega mikið súrefni, fannst mér, miðað við svona aldur og sögu og allt þetta. Enda kom það í ljós klukkan þrjú, áður en ég fór af vaktinni, þá talaði ég við deildarlækninn, að hann þyrfti nú að fá lungnamynd. Þriðja þemað, að fást við flæði upplýsinga og samskipti, er ekki síður veigamikill hluti starfsins. „Rapportið“ er fastur punktur í tilverunni enda talið nauðsynlegt að setja sig vel inn í málin. Hins vegar mikla hjúkrunarfræðingarnir skráninguna ekki fyrir sér og virðist hún ekki umfangsmikill hluti starfsins eins og hér kemur fram: „Að skrifa rapport ... maður vill fá að vera í friði og vera snöggur að því.“ Samstarf við aðra hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða virðist yfirleitt ganga „eins og smurt“. Þeir voru sammála um að kennsla nema tæki drjúgan tíma og yki vinnuálagið og viðurkenndu að nemarnir yrðu stundum út undan á álagstímum. Ekki var alltaf gert ráð fyrir kennsluhlutverki hjúkrunarfræðinga í mönnun og fyrir kom að vegna kennslunnar gátu þeir ekki lokið vaktinni á tilsettum tíma. Annað dæmi um venjubundið upplýsingaflæði eru morgunfundir og stofugangur með læknum. Sumir töluðu um að „ákveða meðferð með lækni“ en aðrir töldu samráð skorta. Allir töldu þeir hlutverk sitt þarna mikilvægt og oft þurfti að „tala máli sjúklings, mótmæla og rökstyðja“ svo sem varðandi fyrirhugaðar útskriftir sem þeir telja óraunhæfar. Þrátt fyrir þessa hnökra var mat flestra að samstarf við lækna gengi vel. Greinilegt er að samskipti við ættingja og sjúklinga er þungamiðja starfsins, en í samskiptum við sjúklinga og fjölskyldu bjó oft meira undir en virtist í fyrstu. Samtal við ættingja sjúklings, sem hefur nýlega greinst með krabbamein og brugðist við því með pirringi og æsingi í garð hjúkrunarfræðinga, þróast þannig frá hversdagslegu spjalli yfir í umræður um blóðprufusvör og loks yfir í að hjúkrunarfræðingur útskýri hver séu eðlileg viðbrögð við því að fá slíka greiningu. Ég fann á henni að hún var svona svolítið tens í kringum hann ... segir eitthvað svona: „Þú hefur ekki verið á vaktinni þegar hann var sem verstur,“ eitthvað svona, var svona að ýja að þessu. Þannig að það fór smá-umræða í gang um það. Ég tók fram að það hefði verið alveg eðlileg hegðun hjá sjúklingnum eftir að fá þessa greiningu. Fjórða þemað kallast „að hrærast í síbreytilegu umhverfi og láta hlutina ganga“ en í umhverfi sjúkrahússins hrærast hjúkrunarfræðingarnir í hringiðu breytileikans. Þrátt fyrir breytilegt ástand sjúklinga, manneklu og oft og tíðum bráðainnlagnir var athyglisvert að að minnsta kosti þrír töldu vaktina hafa verið „rólega eða þægilega“ og annríki er tekið með æðruleysi. Sums staðar valda ytri aðstæður, svo sem húsnæðismál eða plássleysi á öðrum deildum, erfiðleikum. Þannig olli lyfjaóhapp, sem rakið var til álags, því að sjúklingur veiktist mjög alvarlega og á meðan var ekki hægt að sinna verkjum annars sjúklings á deildinni: „Sá var alltaf að hringja og maður gat ekki sinnt honum almennilega. Sá tók þetta mjög nærri sér ... ég var bara föst inni á hinni stofunni.“ Hluti starfa hjúkrunarfræðinga snýr að verkstjórn og því að láta hlutina ganga. Vaktstjórar sjá um að raða og endurraða sjúklingum og starfsfólki á stofur og jafnvel kalla út starfsfólk vegna veikinda. Hjúkrunarfræðingar á nætur­ og helgarvöktum sjá einnig um að fara yfir og panta lyf og birgðir, umrita lyfjafyrirmæli, bæta nýjum eyðublöðum inn í sjúkraskrár, prenta út límmiða og sinna ritarastörfum. Þá eru flutningar sjúklinga til og frá öðrum deildum algengir. Áberandi var að þeir sem voru á öðrum vöktum en morgunvöktum á virkum degi eyddu meiri tíma í ýmis flutninga­ og móttökustörf. Hjúkrunarfræðingunum berst einnig fjöldi skilaboða og símtala og slíkt áreiti frá umhverfinu truflar þá við störf sín. Þá ganga hjúkrunarfræðingarnir á eftir öðrum starfsstéttum um að þær vinni sín verk. Þeir láta vita ef ekki er búið að fyrirskipa blóðþynningarmeðferð og fylgjast með rannsóknarniðurstöðum. Einn hjúkrunarfræðingurinn taldi þetta ekki vera í sínum verkahring en hinir tóku fram að „þetta er allt í þágu sjúklingsins, að honum batni sem fyrst“ og tóku fram að þetta væri nauðsynlegt til að tryggja öryggi og bata sjúklinganna. Vinnutilhögun, sem veldur fjarveru lækna af deildum, eykur vinnuálagið og tefur meðferð. Ef enginn læknir er til staðar til að fylgja því eftir sem ákveðið er á samráðsfundi að morgni, fer of mikill tími í að „elta þá með verkin“. Þær boðleiðir, sem í gildi eru, geta einnig reynst „tafsamar“: „Að sitja við hliðina á aðstoðarlækni og hann þarf að spyrja þig hvað hann á að segja við sérfræðinginn í símanum. Af því að hann þekkir ekki ... þá gæti ég bara alveg eins talað við hann sjálf.“ Í fimmta og síðasta þemanu, að nýta og njóta starfsþroskans, kemur þekking, reynsla og sýn á hjúkrunarstarfið í ljós. Hjúkrunarfræðingarnir leggja mikla áherslu á að öðlast „þroska í starfi“. Honum er til dæmis náð þegar þeir hafa lært að sía úr upplýsingar, sem skipta máli, en ekki síður að þora að taka völdin eins og þegar hjúkrunarfræðingur fjarlægði magaslöngu sem sett hafði verið í sjúkling þvert á vilja hans. Starfsþroski kemur einnig fram sem virðing fyrir sjálfstæði og sérkennum sjúklinga og aðstandenda. Hér er því lýst er einn hjúkrunarfræðinganna bjó í fyrsta skipti um lík með aðstandanda:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.