Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Page 36

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Page 36
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 201032 Heyrnarskerðing er algengari en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Meðal vestrænna þjóða má gera ráð fyrir að um það bil 15­20% manna hafi skerta heyrn og að um 10% þeirra séu það heyrnarskertir að heyrnartækja sé þörf. Samkvæmt þessu gerum við ráð fyrir að á Íslandi séu um 30 þúsund manns sem þurfa að nota heyrnartæki. Ef við skoðum rannsóknir sem eingöngu ná til elstu borgaranna finnum við ógnvekjandi háar tölur sem ættu þó ekki að koma á óvart því að heyrnarskerðing er einn algengasti heilsufarsvandi efri áranna. Nýjar rannsóknir sýna að 80% þeirra sem eru 85 ára og eldri eru með meira en 35 dB heyrnartap og ættu því að vera í hópi heyrnartækjanotenda. HEYRNARSKERTIR OG HEILBRIGÐISKERFIÐ Fáir gera sér grein fyrir að tíundi hver Íslendingur sé verulega heyrnarskertur. Heilbrigðisstarfsfólk er þar ekki undanskilið. Ýmislegt er hægt að gera til að sinna þörfum heyrnarskertra og auka vellíðan þeirra og öryggi í samskiptum við heilbrigðiskerfið. Málfríður D. Gunnarsdóttir, mg@heyrnarhjalp.is Algengast er að heyrn skerðist hægt og sígandi þannig að sá sem missir heyrn áttar sig iðulega seinna en aðrir á heyrnarskerðingunni. Það er yfirleitt fjölskyldan sem áttar sig á ýmsum breytingum í fari þess heyrnarskerta, hann stillir hátt útvarp og sjónvarp, hváir og misskilur, fer að forðast fjölmenni og dregur sig gjarnan í hlé, því hann ræður ekki lengur við samskipti á sama hátt og áður. Heyrnarskerðing er fötlun sem ekki sést en setur þann heyrnarskerta sífellt í vanda vegna þess að hann heyrir sumt en ekki allt og missir því samhengið. Þetta á líka við þó að viðkomandi noti heyrnartæki. Þessar aðstæður valda óöryggi og vanlíðan. Þó heyrnarskertir geri sér grein fyrir þessum vanda er hætta á að þeir reyni að leyna vandamálinu og beri sig vel út á við. Hógværð þeirra gengur stundum of langt og því þarf starfsfólk að hafa þetta í huga þegar upplýsingum er komið á framfæri. Tillitssemi við heyrnarskerta er oft minni en sanngjarnt er og staða þeirra er oft og tíðum erfið. Til eru ýmsar lausnir sem taka á vandanum. Sumum lausnum hefur sá heyrnarskerti vald til að stjórna sjálfur, eins og heyrnartækjanotkun sinni, en aðrar lausnir eru á valdi samfélagsins. Samfélagslegar lausnir eru til dæmis textun sjónvarpsefnis, rittúlkun þegar hennar er þörf, tónmöskvi og annar

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.