Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 31

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 31
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 2010 27 og hún taldi sig vera verkfæri Guðs. Með árunum fjarlægðist Florence æ meiri mótmælendakirkjuna og hugleiddi reyndar að gerast katólsk en henni var þá tjáð að trúarskoðanir hennar væru allt of róttækar. Florence Nightingale veiktist alvarlega á Krím 1855 og lá raunar við dauðans dyr um tíma. Árið eftir að hún kom heim frá Krím veiktist hún aftur og var vart hugað líf. Hún átti samt eftir að lifa í 55 ár. Þessum árum varði hún að mestu leyti innanhús, oftast í einu herbergi og þá gjarnan í rúminu. Åsa Moberg segir að flestir haldi nú á tímum að hún hafði fengið öldusótt, bakteríusjúkdóm sem berst með geitamjólk og kemur og fer. Þessi sjúkdómur, þó alvarlegur sé, var á sinn hátt blessun sem leysti Florence Nightingale undan kvöðum samfélagsins um að hún ætti að giftast og lifa hefðbundnu lífi hefðarkvenna. Hún gat nú fengið frið til þess að hugsa og skrifa. Aðalboðskapurinn í bók Åsu Moberg er að mínu viti að Florence Nightingale var alls ekki ljúfi engillinn með lampann eins og almenningur er látinn halda. Þetta er ekkert nýtt fyrir flesta hjúkrunarfræðinga. Ég held samt að fáir hafi gert sér fulla grein fyrir hver Florence var í raun en hún var kona mjög nútímaleg á öllum sviðum. Skoðanir hennar á málum eins og fátækt, kynfræði og sjúkrahússkipulagi voru svo framúrstefnulegar að fáir hafa komist eins langt í hugsun nú 150 árum seinna. Þó að hún háði ævilanga baráttu fyrir að endurskipuleggja sjúkrahús var það hennar trú að þau væru sögulegt hliðarspor og að heimahjúkrun og forvarnir ættu að vera grunnurinn að heilbrigðisþjónustu. Hún spáði því að sjúkrahús myndu að mestu hverfa á tuttugustu öld. Einnig hafa fáir gert sér grein fyrir hversu vel Florence Nightingale var undir það búin að taka að sér hlutverk stríðshjúkrunarfræðingsins í Krímstríðinu. Hún hafði þá í mörg ár, jafnvel áður en hún fór í hjúkrunarnám, kynnt sér sjúkrahúsrekstur í Bretlandi og á meginlandi Evrópu. Hún var því tilbúin þegar óhugnanlegar stríðslýsingar fréttamanna birtust í blöðum og í ljós kom að herskipulagið var í rúst og aðstæður á sjúkrahúsinu í Skutari afleitar. Åsa Moberg skrifar ýtarlega um framlag Florence Nightingale til þeirrar aðferðafræði sem við nú köllum tölfræði. Florence var framúrskarandi tölfræðingur, tók virkan þátt í að móta fagið og var fyrsta konan sem fékk inngöngu í breska tölfræðifélagið. Hún barðist alla tíð fyrir því að koma mönnum í skilning um nauðsyn þess að safna og greina tölulegar upplýsingar. Sjálf gerði hún það strax sem unglingur. Í Krímstríðinu voru hennar tölur um fjölda slasaðra og veikra eina tölfræðin sem til var. (Þegar Florence mætti á svæðið dóu 44% þeirra sem lögðust á sjúkrahúsið en 2% ári seinna.) Herlæknarnir höfðu takmarkaðan áhuga á sjúklingum sínum og gerðu enga tilraun til þess að skrá hjá sér upplýsingar um fórnarlömb Krímstríðsins. Florence Nightingale skrifaði varnarmálaráðherra á meðan hún lá veik í öldusóttinni og benti á að ekkert hefði verið gert til þess að læra af Krímstríðinu. Åsa Moberg gerir sér vel grein fyrir því, án þess að segja það með þeim orðum, að Florence Nightingale hafi sem tölfræðingur lítið fengist við það sem við nú köllum hjúkrunarfræði og læknisfræði. Tölfræðin hennar og skrif hennar um heilbrigðismál fjölluðu gjarnan um óþrifnað, menntunarskort, fátækt og glæpi. Það var í slíkum atriðum sem hún sá orsakir vanheilsu. Åsa Moberg bendir á að Florence hafi seinna verið gagnrýnd fyrir að trúa ekki á kenningar um sýkla. En þessar kenningar spruttu úr hugmyndafræði sem hún aðhylltist ekki. Á nútímamáli má segja að Florence hafi verið ljóst að varanlega lausnin á til dæmis veirufaraldri eins og flensu sé ekki veirulyf og ekki einu sinni bólusetning heldur hreinlæti og forvarnir. Bók Åsu Moberg er vel skrifuð og á köflum spennandi eins og reyfari. Sænskan á bókinni er auðveld aflestrar og allir sem geta lesið dönsku ættu að geta lesið bókina. Þó væri ekki verra ef hún yrði þýdd á íslensku. Allir í hjúkrunarnámi ættu að lesa hana, ekki bara til þess að kynnast Florence Nightingale heldur einnig til þess að fá yfirsýn yfir stóru málin í heilbrigðisþjónustunni. Eftir tæplega 200 ára framþróun eru baráttumál Florence Nightingale enn í brennidepli. Åsa Moberg er væntanleg til Íslands og mun halda fyrirlestur um Florence Nightingale í tilefni alþjóðadags hjúkrunarfræðinga 12. maí næstkomandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.