Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 35

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 35
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 2010 31 Niðurlag Niðurstöður ofangreindra rannsókna gefa vísbendingar um að hjúkrunarfræðingum, sem nota hugmyndafræði hugrænnar atferlismeðferðar, gengur vel að tileinka sér hana. Miðað við niðurstöður njóta sjúklingar góðs af þessari viðbót við aðra meðferð hjúkrunarfræðinga. Í nokkrum rannsóknanna veita hjúkrunarfræðingar hugrænna atferlismeðferð meðfram venjubundinni vinnu og sýna rannsókn­ irnar að slíkt ber árangur. Það gefur vísbendingar um gagnsemi þess að hjúkrunarfræðingar læri og veiti þessa meðferð samhliða annarri meðferð. Gefur einnig auga leið að sá kostur hlýtur að vera fjárhagslega hagkvæmur fyrir þjóðfélagið þar sem meðferðin er samtvinnuð við aðra þjónustu (Doorenbos o.fl. 2005; Cooper o.fl., 2003). Í flestum rannsóknanna, þar sem skoðuð var hæfni meðferðaraðilanna, eru vísbendingar um að nám og reynsla skipti máli við árangur meðferðar. Því er mikilvægt að huga að námi þeirra sem stunda meðferðina (Cooper o.fl., 2003; Kingdon o.fl., 1996; Brosan o.fl., 2006). Hins vegar kemur á óvart hve litla þjálfun hjúkrunarfræðingar virðast þurfa til að skila marktækum árangri í meðferð, jafnvel hjá sjúklingahópum sem þjást af geðklofa (Turkington o.fl., 2006; Durham o.fl., 2003). Eins kemur á óvart hve litla meðferð þarf til að ná árangri (Doorenbos o.fl., 2005; Turkington o.fl., 2006). Hins vegar vantar frekari rannsóknir til að styðja þessar niðurstöður. Í rannsóknunum, þar sem bornir eru saman ólíkir fagaðilar, er þjálfun mjög Mynd 1. Upphafs­ og lokamæling á þunglyndiskvarða Becks og vonleysiskvarða Becks hjá þeim sem hjúkrunarfræðingar veittu meðferð annars vegar og meðferð sem aðrir fagaðilar veittu hins vegar, ásamt mismun á mælingum við upphaf og lok meðferðar. ólík í hugrænni atferlismeðferð og virðast meðferðaraðilar hafa mismunandi nám og kunnáttu að baki. Vantar fleiri rannsóknir þar sem allir meðferðaraðilar hljóta svipaða þjálfun í meðferðinni þannig að hægt sé að skoða mun á árangri og hvort munur geti átt sér skýringu í grunnnámi eða aðferðum hvers faghóps fyrir sig. Áreiðanlegar niðurstöður um hæfni faghópa til að veita ákveðna meðferð fást eingöngu ef þeir hafa hlotið svipaða þjálfun og reynslu í viðkomandi meðferð. Niðurstöður rannsóknanna hér að framan benda til þess að það er til hagsbóta fyrir sjúklinga að sem flestir fagaðilar geti beitt aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar. Það má því hugleiða hvort ekki sé full þörf á að koma á fót þverfaglegu námi í hugrænni atferlismeðferð á vegum Háskóla Íslands og Landspítalans. Án þess að lasta nám á vegum Félags um hugræna atferlismeðferð og Endurmenntunar mætti nýta þá miklu reynslu og þekkingu sem er fyrir hendi til að byggja upp þverfaglegt nám á háskólastigi. Aðgangur að náminu hefur verið takmarkaður og einnig er það gífurlega kostnaðarsamt og í raun á fárra færi á sparnaðartímum eins og nú eru. Æskilegt er að efla klínískt nám innan HÍ og auka þannig hæfni heilbrigðisstarfsfólks enn frekar. Nú eru að opnast tækifæri fyrir fleiri hjúkrunarfræðinga til að læra gagnreynd meðferðarform, eins og hugræna atferlismeðferð, sem þeir geta nýtt við hjúkrun skjólstæðinga sinna. Það er því mikilvægt að þeir hjúkrunarfræðingar, sem þess óska, geti haldið áfram námi og öðlast viðurkennd réttindi. Heimildir Beck, A.T., Rush, A.J., Shaw, B.F., og Emery, B. (1979). Cognitive therapy of depression. New York: Guilford Press. Brosan, L., Reynolds, S., og Moore, R.G. (2006). Factors associated with competence in cog­ nitive therapists. Behavioural and Cognitive Psychotherapy, 35, 179­190. Cooper, P.J., Murray, L., Wilson, A., og Romaniuk, H. (2003). Controlled trial of short­ and longterm effect of psychological treatment of post­partum depression. 1. Impact on maternal mood. British Journal of Psychiatry, 182, 412­419. Doorenbos, A., Given, B., Given, C., Verbitsky, N., Cimprich, B., og Mecorkle, R. (2005). Reducing symptom limitations: A cognitive behavioural intervention randomized trial. Psycho-Oncology, 14, 574­584. Durham, R.C., Guthrie, M., Morton, R.V., Reid, D.A., Treliving, L.R., Fowler, D., og MacDonald, R.R. (2003). Tayside­Fife clinical trial of cognitive­behavioural therapy for med­ ication­resistant psychotic symptoms. British Journal of Psychiatry, 182, 303­311. Hawton, K., Salkovskis, J.K., Kirk, J., og Clark, D.M. (2000). Cognitive behavior therapy for psychiatric problems. Oxford: Oxford University Press. Kingdon, D., Tyrer, P., Seivewright, N., Ferguson, F., og Murphy, S. (1996). The Nottingham study of neurotic disorder: Influence of cogni­ tive therapists on outcome. British Journal of Psychiatry, 169, 93­97. Murray, L., Cooper, J.P., Wilson, A., og Romaniuk, H. (2003). Controlled trial of the short­ and longterm effect of psycho­ logical treatment of post­partum depression 2. Impact on the mother­child relation­ ship and child outcome. British Journal of Psychiatry,182, 420­427. Pétur Hauksson (2000). Hugræn atfelismeðferð á sjúkrahúsi. Geðvernd, 29 (1), 26­30. Sylvía Ingibergsdóttir (2007). Rannsókn á árangri hugrænnar atferlismeðferðar eftir fagaðilum. Óbirt meistararitgerð: Háskóli Íslands. Turkington, D., Kingdon, D., Rathod, S., Hammond, K., Pelton, J., og Mehta, R. (2006). Outcomes of an effectiveness trial of cognitive­behavioral intervention by mental health nurses in schizophrenia. British Journal of Psychiatry, 189, 36­40. 45 40 35 30 25 20 15 10 5 0 34,4 32,8 13,5 13,2 21,0 19,6 Hjúkrunarfræðingar Aðrir M eð al ta l Upphafsmæling Lokamæling Mismunur á upphafs- og lokamælingu ÞUNGLYNDISKVARÐI 14 12 10 8 6 4 2 0 10 12 5 6 6 6 Hjúkrunarfræðingar Aðrir M eð al ta l Upphafsmæling Lokamæling Mismunur á upphafs- og lokamælingu VONLEYSISKVARÐI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.