Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 52

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 52
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 201048 Fjárlög ríkissjóð voru samþykkt rétt fyrir jól og þar fékk Landspítali ekki leiðrétt það gengistap sem hann hefur orðið fyrir vegna lyfja­ og birgðakaupa og fylgir því sá halli þessu ári. Nýlega sendi hjúkrunarráð Landspítala opið bréf til heilbrigðisráðherra þar sem athygli var vakin á áhrifum þess að skerða svo mikið fjárframlög til Landspítala. Hjúkrunarráð Landspítala hefur verulegar áhyggjur af því að áframhaldandi niðurskurður muni draga úr gæðum og ógna öryggi sjúklinga. Landspítali er og verður spítali allra landsmanna og er helsta öryggisnet alvarlega veikra einstaklinga á Íslandi. Árum saman hefur Landspítali þurft að hagræða og reynt á sama tíma að vernda þjónustuna við sjúklinga. Nú þegar hefur verið gripið til margvíslegra sparnaðaraðgerða á Landspítala og hefur allra leiða verið leitað til að láta þær ekki koma niður á þjónustu við sjúklinga. Sólarhringsdeildir hafa verið sameinaðar og víða hefur deildum verið breytt í FJÁRFRAMLÖG TIL LANDSPÍTALA Boðaður er mikill niðurskurður í heilbrigðiskerfinu á þessu ári. Landspítala er gert að draga saman um 9% árið 2010 eða um 3200 milljónir króna. Það er svipað og fyrir árið 2009 sem var spítalanum mjög strembið. Bylgja Kærnested, bylgjak@landspitali.is dagdeildir og göngudeildarþjónusta aukin. Gífurlega hefur verið dregið úr fastri og breytilegri yfirvinnu starfsmanna og vegna þess er reynt að halda starfsemi spítalans í lágmarki utan dagvinnutíma. Í bréfinu til ráðherra varaði hjúkrunarráð við þeim væntingum að þjónustan haldist óskert og hvetur til þess að opin umræða fari fram um það hvernig þjónustan verði og hvaða afleiðingar það muni hafa í för með sér. Víða er verið að draga saman í heilbrigðiskerfinu og það veldur áhyggjum að þegar þjónusta er skert annars staðar í heilbrigðiskerfinu leita sjúklingar í auknum mæli á Landspítala vegna veikinda sinna. Vert er að benda á að íslenska heilbrigðis­ kerfið hefur komið vel út í samanburði við heilbrigðiskerfi annarra landa. Harkalegur niðurskurður mun stefna þeim árangri í hættu. Þá kom fram í bréfinu að ráðið kallaði eftir skýrari stefnu varðandi hvernig eigi að forgangsraða og skera niður án þess að valda óafturkræfu tjóni á jafn viðkvæmu kerfi og heilbrigðiskerfið er. Ljóst er að Landspítali þarf að fækka störfum og grípa til uppsagna til að halda sig innan fjárheimilda. Nýútskrifaðir hjúkrunarfræðingar gætu því átt erfitt með að fá vinnu og einnig verður verulega dregið úr sumarafleysingum. Þetta getur leitt til atgervisflótta meðal hjúkrunarfræðinga og tafið nauðsynlega endurnýjun innan stéttarinnar. Fækkun hjúkrunarfræðinga er mikið áhyggjuefni og vert er að benda á að sá árangur, sem náðst hefur í heilbrigðiskerfinu, er ekki síst vegna góðrar menntunar heilbrigðisstétta. Hjúkrunarfræðingar eru lykilstarfsmenn þegar kemur að því að byggja upp göngudeildir, dagdeildir og sérhæfða heimahjúkrun. Rannsóknir hafa sýnt að sérþekking meðal hjúkrunarfræðinga stuðlar ekki aðeins að betri þjónustu heldur getur fyrirbyggt innlagnir, stytt legutíma og komið í veg fyrir fylgikvilla og er þannig þjóðhagslega hagkvæm. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að aðgengi að hjúkrunarfræðingum og hátt menntunarstig þeirra hefur veruleg áhrif á afdrif sjúklinga (Aiken o.fl., 2002; Needleman o.fl., 2002; Person o.fl., 2004). Gæði heilbrigðisþjónustunnar og öryggi eru nátengd. Í rannsókn Needleman o.fl. (2002), sem náði til liðlega 800 sjúkrahúsa í Bandaríkjunum, voru skoðuð tengsl á milli samsetningar starfsmanna í hjúkrun. Óhöpp (failure to rescue), lengd sjúkrahúsdvalar, hjartastopp, lost og sýkingar reyndust færri þar sem betra aðgengi var að hjúkrunarfræðingum. Á tímum samdráttar og endurskipu­ lagningar í heilbrigðiskerfinu, þegar jafnframt er krafist gæðaþjónustu, verður sífellt mikilvægara að skoða með gagnrýnum huga starfsumhverfi og skipulag þjónustunnar með tilliti til mistaka sem geta orðið. Það er mikilvægt að taka skynsamlegar ákvarðanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.