Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 56

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 56
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 201052 AÐFERÐ Notað var eigindlegt rannsóknarsnið til að greina mat hjúkrunarfræðinganna á störfum sínum. Þar sem ekki hefur verið gerð könnun á afstöðu hjúkrunarfræðinga til starfa sinna var ákveðið að hefja rannsóknina með viðtölum við rýnihóp. Notkun rýnihópa er tilvalin þegar ætlunin er að skoða reynslu fólks, skoðanir þess og óskir. Í rýnihópum gefst þátttakendum tækifæri að ræða þá þætti sem þeim finnst mikilvægast að fjalla um með sínum eigin orðum (Bloor o.fl., 2001). Það að hlusta á hugmyndir og viðhorf hinna hjálpar þeim að móta skoðanir sínar (Krueger, 1994) og þegar einn þátttakandi segir sögu sína geta hinir gefið frásögninni aukna vídd með því að inna hann eftir frekari upplýsingum og bæta við úr eigin reynslubrunni (Sorrell og Redmond, 1995). Myndaður var einn rýnihópur með tíu kvenkynshjúkrunar­ fræðingum frá átta deildum á skurðlækningasviði. Hópurinn hittist tíu sinnum og greindi hver þátttakandi nákvæmlega frá vakt í starfi sínu og atvikum sem þar höfðu gerst. Þrátt fyrir að algengast sé í rýnihóparannsóknum að hópar þátttakenda séu þrír eða fleiri sem hittast jafnvel aðeins einu sinni eru þess einnig dæmi að um sé að ræða einn hóp sem hittist margsinnis með ákveðnu millibili (Krueger, 1994). Þátttakendur voru valdir eins og gjarnan er gert í rýnihóparannsóknum (Krueger, 1994) og því um tilgangsúrtak að ræða. Haft var samband við deildarstjóra á skurðdeildum Landspítala og þeir beðnir að senda hjúkrunarfræðing af sinni deild í hópinn. Meginskilyrðið var að þeir hefðu áhuga á að deila reynslu sinni í hópi. Hjúkrunarfræðingarnir höfðu eins til 30 ára reynslu af hjúkrun aðgerðasjúklinga, tveir þeirra höfðu minna en fimm ára starfsreynslu, fjórir um eða yfir 20 ára starfsreynslu og hinir þar á milli. Engir deildarstjórar eða aðrir yfirmenn voru í hópnum. Í hópnum var svo einnig aðstoðarmaður sem sá um fundaboðun, upptöku og skráningu frásagna hjúkrunarfræðinganna. Tveir hjúkrunarfræðingar gegndu hlutverki stjórnenda og stýrðu umræðum líkt og Sóley S. Bender (2003) bendir á að heppilegt sé að gera. Rýnihópurinn kom saman á um það bil mánaðarfresti frá 2006­2007, alls tíu sinnum. Ekki voru þó alltaf allir þátttakendur mættir. Umræðurammi með fyrirframákveðnum spurningum var ekki álitinn heppilegur hér enda takmörkuð vitneskja fyrir hendi um það efni sem skoða átti (Goodman og Evans, 2006). Því var ákveðið að í hvert skipti, sem hópurinn hittist, skyldi einn þátttakandi greina nákvæmlega frá síðustu vakt í starfi sínu og atvikum sem þar höfðu komið upp. Staldrað var við ákveðin atriði og kafað dýpra í þau með því að stjórnendur og aðrir þátttakendur inntu frekari skýringa. Á tveimur fundum sögðu hjúkrunarfræðingarnir svo frá minnisstæðum atvikum úr starfinu. Hver fundur stóð í tæpa klukkustund. Viðtölin voru tekin upp á segulband, afrituð og þemagreind. Þess var gætt að ekki væri unnt að rekja ummæli til ákveðinna þátttakenda. Að lokinni greiningu voru niðurstöður bornar undir þátttakendur. Fengin voru leyfi frá sviðsstjóra hjúkrunar á skurðlækningasviði, framkvæmdastjóra hjúkrunar á Landspítalanum og tilkynning send Persónuvernd (S3598). NIÐURSTÖÐUR Greind voru 5 meginþemu (sjá mynd 1) og stendur yfirþemað „Í hringiðu faglegrar færni“ fyrir fjölbreytt starf hjúkrunarfræðingsins sem unnið er af fagmennsku í síbreytilegu starfsumhverfi. Beinar tilvitnanir í orð og frásagnir hjúkrunarfræðinga hér á eftir eru hafðar í gæsalöppum eða inndregnar í texta. Mynd 1. Í hringiðu faglegrar færni. Fyrsta þemað, að vinna margslungin verk af færni, lýsir margs konar líkamlegri og andlegri aðhlynningu sem hjúkrunarfræðingar sinna. Það væri að æra óstöðugan að telja upp öll verkefni þeirra, og það sem gerir flokkun þeirra erfiða er hversu margslungin þau eru. Þar rennur til dæmis verkleg athöfn annars vegar og fræðsla um sjúkdóm og lífsstíl hins vegar saman í eitt því eitt leiðir af öðru. Sjúklingi er kennt um lyf um leið og lyfjatiltekt fer fram og andlegri aðhlynningu og mati á ástandi er sinnt um leið og „skolað er í dren“. Annað dæmi er þegar lyfjagjöf um miðnætti leiðir til hálftíma samveru þar sem hjúkrunarfræðingur er til staðar, „spjallar og hlustar“. Þá birtist umhyggja einnig í lýsingu á því þegar sjúklingur, sem verið hefur langdvölum á deildinni, er baðaður dag hvern, sama hvernig á stendur. Í lýsingum þátttakenda á verkum, sem unnin eru af færni, virðast flókin viðfangsefni leikur einn og stundum tók vart að minnast á þau að fyrra bragði. En hjúkrunarfræðingum á öðrum deildum, sem höfðu ekki unnið slíkt verk lengi, gat fundist það flókið og ekki á hvers manns færi. Annað þemað, að finna hið sérstæða meðal hins almenna, lýsir því hvernig hjúkrunarfræðingar forgangsraða tíma sínum og kröftum. Þeir gera sér fljótt grein fyrir þörfum hvers einstaklings og sjá í hvaða „farveg“ sjúklingurinn er að fara og þekkja þannig úr þá sem bregða út af eðlilegu bataferli og velja þá sem þeir „ætla í raun og veru að verja tíma sínum í“ þá vaktina. Einnig ræddu þeir muninn á verklagi sínu eftir því hvort sjúklingurinn var að greinast með alvarlegan sjúkdóm eins og krabbamein eða að koma í eina smáaðgerð til að fá bót meina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.