Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 13
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 2010 9 um viðhorf heilbrigðisstarfsfólks til eigin úrræða og úrræða fjölskyldna. Í töflunni er spurningunum raðað í fyrrgreinda undirflokka en í spurningalistanum, sem þátttakendur svara, eru þær ekki í þessari röð. Viðhorfsspurningum er svarað á fjögurra punkta Likert­kvarða (ósammála, frekar ósammála, frekar sammála og sammála). Fyrir hverja spurningu er hægt að fá frá 1 og upp í 4 stig. Fleiri stig þýða jákvæðara viðhorf. Stigunum fyrir þriðja flokk er snúið við í greiningu gagna svo að fleiri stig endurspegli jákvæðara viðhorf eins og í hinum flokkunum (Benzein o.fl., 2008a). Notuð eru ýmis tölfræðipróf við úrvinnslu gagna, svo sem lýsandi tölfræði fyrir þátttakendur í heild og kíkvaðratpróf og stikalaust próf (e. non­parametric tests) til að bera saman hópa þátttakenda. Ef svar vantar við einstaka spurningu er notað þess í stað meðaltal svara annarra þátttakenda við þeirri spurningu. Aðhvarfsgreining (marktektarpróf) er notuð til að rýna í breytur sem tengjast viðhorfi til fjölskylduhjúkrunar (Benzein o.fl., 2008a). Þýðing og forprófun Hér á Íslandi var unnið að þýðingu og staðfærslu spurningalistans árið 2006. Að fengnu leyfi höfunda spurningalistans var leitað til skjalaþýðanda til að þýða listann yfir á íslensku úr sænsku og ensku. Höfundar greinarinnar aðlöguðu þessar tvær þýðingar með aðstoð höfunda listans og forprófuðu síðan. Til forprófunar var notuð aðferðin „cognitive interviewing“ (Drennan, 2003). Sú aðferð felst í því að einn þátttakandi í senn er beðinn um að lesa spurningalistann upphátt eins og hann væri að svara honum og nefna hvað kemur upp í huga hans á meðan. Tveir rannsakendur eru viðstaddir og skrifa hjá sér athugasemdir þess sem les. Síðan fara rannsakendur yfir athugasemdir, sem þátttakandi gerir, og breyta spurningalistanum í samræmi við þær áður en næsta prófun er gerð. Þessi leið segir til um skilning þátttakanda frekar en rannsakenda. Við forprófun var leitað til þriggja hjúkrunarfæðinga af barnasviði. Athugasemdir í forprófun voru helst tengdar skilningi á orðum og hugtökum og leiddu sumar þeirra til breytinga á orðalagi spurninganna. Þrátt fyrir að spurningalistinn sé gerður til að kanna viðhorf hjúkrunarfræðinga gátu höfundar hans mælt með því að nota hann fyrir fleiri starfsstéttir. Því var ákveðið að leggja sama lista fyrir lækna og sjúkraliða til að kanna viðhorf þeirra til fjölskyldumiðaðrar þjónustu enda fundust engir listar fyrir þær starfsstéttir. Leitað var til tveggja lækna að lesa yfir spurningalistann eftir að orðinu „hjúkrunarfræðingur“ hafði verið skipt út fyrir viðeigandi orð. Breytingar voru síðan gerðar í samræmi við athugasemdir. Það leiddi til þess að spurningunni um aldur þátttakenda var breytt í aldurshópa til að draga úr líkunum á að hægt væri að persónugreina gögnin. Forprófun á listanum fyrir lækna leiddi einnig til að tveimur spurningum var sleppt í þeirri útgáfu. Önnur var úr flokki 1 en það er spurningin „Ég gef fjölskyldu kost á að taka virkan þátt í umönnun sjúklings“ og hin úr flokki 2: „Ég gef fjölskyldu kost á að leggja sitt til málanna þegar ég er að gera hjúkrunaráætlun“. Spurningalistinn var ekki forprófaður fyrir sjúkraliða. Teknar voru 4 spurningar úr listanum áður en hann var lagður fyrir sjúkraliða. Það var ein spurning úr flokki 1, spurningin: „Gefa ætti fjölskyldu kost á að taka virkan þátt í áætlun um umönnun sjúklings“ og þrjár spurningar úr flokki 2 eða spurningarnar: „Þegar mér er falinn sjúklingur til umönnunar fer ég strax fram á það við fjölskyldu hans að hún taki þátt í samræðum“ og „Ég gef fjölskyldu kost á samræðum við útskrift“ og „Ég gef fjölskyldu kost á að leggja sitt til málanna þegar ég er að gera hjúkrunaráætlun“. Notkun listans á Íslandi Á barnasviði var spurningalistinn lagður fyrir hjúkrunarfræðinga og fengust svör frá 64 fyrir fræðslu og 84 eftir fræðslu í tengslum við átaksverkefnið um bætta þjónustu við fjölskyldur. Spurningalistinn var svo tekinn til notkunar á fleiri sviðum Eftir fjölskyldu ráð stefnuna í Kanada 2005 skrifuðu íslensku ferðalangarnir grein um fjölskylduhjúkrun hér í Tímarit hjúkrunar­ fræðinga. Greinin hét „Erum við föst í viðjum vanans – getum við veitt betri fjölskylduhjúkrun?“ og birtist í 4. tölublaði 2005. Höfundar voru þær Arna Skúladóttir, Auður Ragnarsdóttir og Elísabet Konráðs­ dóttir. Í framhaldinu fóru þær af stað með gæðaverkefnið sem rætt er um hér í þessari grein.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.