Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 40
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 201036 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til breytinga á lögum um heilbrigðis­ þjónustu. Frum varpið er afar stutt og athugasemdirnar einnig mjög fátæklegar. En afleiðingarnir fyrir hjúkrun geta orðið mjög alvarlegar. Lagt er til að taka út ákvæði um yfirlækna, yfirhjúkrunarfræðinga og deildarstjóra hjúkrunar. Engin fagleg rök eru sett fram heldur er talað um aukinn sveigjanleika og hugsanlega hagræðingu. Breytingin gefur því yfirstjórn á heilbrigðisstofnunum möguleika að velja hvort þeir vilja hafa hjúkrunarstjórnendur eða ekki. Gert er ráð fyrir að frumvarpið verði að lögum á vorþingi. Hér á eftir fylgir í heild sinni umsögn stjórnar FÍH. Millifyrirsagnir eru blaðsins. Dreifstýring og staða deildarstjóra Í athugasemdum við lagafrumvarpið segir meðal annars: „Skv. 1. mgr. 10. gr. laganna bera framkvæmdastjóri hjúkrunar og framkvæmdastjóri lækninga faglega ábyrgð á þjónustu stofnunar gagnvart forstjóra. Ekki verður séð að nauðsyn beri til að kveða nánar á um innra skipulag heilbrigðisstofnana í lögum.“ Stjórn FÍH heldur fram hinu gagnstæða og bendir á að undanfarin ár hefur fjöldi heilbrigðisstofnana verið sameinaður og starfsvæði þeirra verið stækkað. Um nýliðin áramót voru átta heilbrigðis­ stofnanir á Vesturlandi sameinaðar í eina stofnun, Heilbrigðistofnun Vesturlands. Starfssvæði þeirrar stofnunar nær frá Akranesi norður til Hvammstanga og Hólmavíkur. Heilbrigðisstofnun Austurlands nær yfir svæðið frá Vopnafirði suður til Djúpavogs og Heilbrigðisstofnun BREYTINGAR Á LÖGUM UM HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU MUNU VEIKJA STÖÐU HJÚKRUNARFRÆÐINGA OG ÓGNA ÖRYGGI SJÚKLINGA Frá stjórn FÍH Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sendi í janúar sl. Alþingi umsögn um frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu. Stjórn FÍH leggst alfarið gegn þeim breytingum á lögum um heilbrigðisþjónustu sem í frumvarpinu felast og hvetur heilbrigðisnefnd Alþingis til að falla frá þeim. Suðurlands þjónar íbúum allt vestur af Höfn í Hornafirði til Selfoss. Með stærra starfsvæði eykst þörfin fyrir dreifstýringu. Heilbrigðisþjónusta er í eðli sínu mjög breytileg, bráðaaðstæður skapast og þjónustuþörf skjólstæðinganna getur breyst skyndilega. Stjórnendur í hjúkrun þurfa að forgangsraða verkefnum frá degi til dags og jafnvel frá einni stundu til annarrar til að tryggja gæði þjónustunnar og öryggi sjúklinga. Því fjær vettvangi, sem stjórnandinn er, því erfiðari og ómarkvissari verður stjórnunin og þjónustan. Stjórn FÍH telur því mikilvægara en nokkru sinni að kveðið sé á um innra skipulag heilbrigðisstofnana í lögum þannig að fagleg ábyrgð deildarstjóra hjúkrunar eða annars skilgreinds hjúkrunar­ stjórnanda á einstökum starfsstöðvum stórra heilbrigðisstofnana sé skýr, með hagsmuni skjólstæðinga þjónustunnar að leiðarljósi. Skýr lagaákvæði um faglega ábyrgð deildarstjóra í hjúkrun á sjúkrahúsum eru nauðsynleg í ljósi stærðar þeirra stofnana, ekki hvað síst Landspítala (LSH). Stjórnskipulagi LSH hefur nú verið breytt á þann veg að framkvæmdastjórar hafa verið settir yfir stórar og mannfrekar einingar þar sem veitt er gríðarlega flókin og fjölbreytt þjónusta. Aðeins tveir framkvæmdastjórar sviða eru hjúkrunarfræðingar. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á LSH ber vissulega faglega ábyrgð á hjúkrun en hefur hvorki fjárhagslega ábyrgð né mannaforráð. Á þeim sviðum LSH, þar sem framkvæmdastjóri er ekki hjúkrunarfræðingur, gætu komið upp þær aðstæður, verði stöður deildarstjóra felldar brott úr stjórnskipulagi stofnunarinnar, að enginn hjúkrunarstjórnandi annar en framkvæmdastjóri hjúkrunar verði starfandi á viðkomandi sviði. Má þar nefna lyflækningasvið en undir það svið falla m.a. allar lyflækningadeildir spítalans, krabbameinsdeildir, endurhæfingardeildir og öldrunardeildir. Fjöldi skjólstæðinga sviðsins skiptir hundruðum á hverjum degi, sömuleiðis fjöldi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Deildir sviðsins þjóna bráðveikum, fólki með langvinna sjúkdóma og deyjandi fólki. Að mati stjórnar FÍH er algjörlega óhugsandi að reka viðunandi hjúkrunarþjónustu á sviðinu án hjúkrunarstjórnenda/deildarstjóra á einstökum deildum. Yfirhjúkrunarfræðingar á heilsugæslustöðvum Í 2. gr. frumvarpsins er lagt til að fella brott ákvæði um yfirhjúkrunarfræðinga heilsugæslustöðva. Á sameinuðum heilbrigðisstofnunum, eins og lýst var fyrr í umsögn þessari, eru reknar heilsugæslustöðvar sem miklar fjarlægðir eru á milli. Nefna má heilsugæsluna á Hólmavík og heilsugæsluna í Ólafsvík sem dæmi um heilsugæslustöðvar innan sömu heilbrigðisstofnunarinnar. Að mati stjórnar FÍH er óhugsandi að skipuleggja og veita örugga hjúkrunarþjónustu á þessum útstöðvum Heilbrigðisstofnunar Vesturlands án annarra hjúkrunarstjórnenda en framkvæmdastjóra hjúkrunar sem hefur aðsetur á Akranesi. Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) tilheyra nú 15 heilsugæslustöðvar í sex sveitarfélögum. Um 2/3 hlutar þjóðarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.