Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 38

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 38
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 201034 grein fyrir því við innlögn að viðkomandi sjúklingur heyri illa og það sé rætt hvernig best sé að haga samskiptunum. Sjálfsagt er að taka fram hvort viðkomandi notar heyrnartæki eða annan búnað og ræða hvernig best sé að nýta hann og geyma meðan á dvölinni stendur. Það er því miður nokkuð oft sem heyrnartæki tapast á stofnunum og því er sjálfsagt að hafa merkt box á náttborði til að geyma tækin í þegar þau eru ekki í notkun. Til eru handhægar leiðbeiningar um samskipti sem sjálfsagt er að nýta sér. Einnig má benda á merkingar sem upplýsa um aðgengi fyrir heyrnarskerta. Víða erlendis eru sett upp smekkleg spjöld við rúm sem benda á að hér liggi sjúklingur sem heyrir illa og bent á æskilegar samskiptaleiðir. Slík ábending gerir starfsfólk meðvitaðra, hentar vel þar sem margir vinna og er einföld og skilvirk leið til að koma mikilvægum upplýsingum á framfæri. Það auðveldar líka þeim heyrnarskerta að hefja samskipti, hann þarf ekki sífellt að upplýsa um heyrnarskerðingu sína. Stundum kemur upp sú staða að vegna veikinda reynist sjúklingi erfitt að nota heyrnartækin sín eða veikindi hafa áhrif á áður þokkalega heyrn þannig að samskipti milli sjúklings og starfsmanna reynast erfið. Þá gætu lítil og einföld samskiptatæki, sem magna upp hljóðið, Heyrnarhjálp er félag heyrnarskertra á Íslandi. Það var stofnað 14. nóvember 1937. Félagið er hagsmunafélag sem rekur þjónustuskrifstofu, gefur út fréttabréf, heldur ráðstefnur og sinnir fræðslu á stofnunum og í skólum. Markmið félagsins er að kynna fötlunina og baráttumál félagsins sem víðast. komið að góðum notum. Æskilegt væri að sjúkrastofnanir ættu slík tæki til afnota fyrir sjúklinga en þarna er ekki um dýran búnað að ræða. Eins og minnst var á hér að framan byggist samfélagsleg þátttaka heyrnar­ skertra að hluta á samfélagslegri ábyrgð. Undir það fellur meðal annars uppsetning tónmöskva. Í gildandi byggingareglugerð (441 frá 23. júní 1998, gr. 107.6 og 107.1) stendur að tónmöskvi eða annað sambærilegt kerfi með tilliti til. heyrnarskertra skuli vera í byggingum ætluðum til almenningsnota. Þannig hefur það verið í meira en áratug. Það er engum blöðum um það að fletta að sjúkrastofnanir falla undir þessa reglugerð og ættu því að vera komnar með tónmöskva fyrir löngu. Það er eins og fólk geri sér ekki grein fyrir mikilvægi tónmöskvans og æði margir vita ekki enn þá hvað tónmöskvi er eða hvernig hann vinnur. En hvað er þá tónmöskvi? Tónmöskvi er einfalt tæki, magnari og snúra, sem bætir aðgengi heyrnarskertra að töluðu máli. Rafsegulsvið myndast innan snúrunnar en hún er lögð í hring. Í heyrnartæki notandans þarf að vera innbyggður móttakari, svo kölluð T­spóla, sem notandinn stillir á þegar hann vill nýta sér tónmöskvann. Talað er í hljóðnema og skilar hljóðið sér beint og ótruflað í T­spólu heyrnartækisins. Umhverfishljóð eru útilokuð og trufla því ekki. Tónmöskva er einnig hægt að tengja við aðra hljóðgjafa, svo sem sjónvarp og útvarp. Þeir geta ýmist verið þráðlausir eða tengdir með snúru við tæki notandans. Hægt er að leggja tónmöskva í öll rými, stór og smá. Tónmöskvar eiga skilyrðislaust að vera í öllum móttökum á sjúkrastofnunum. Móttökur eru iðulega afmarkaðar með glerveggjum sem skerða flutning hljóðs og bakgrunnshávaði biðstofunnar truflar einnig talgreiningu þess er stendur handan glersins. Auk þess eiga tónmöskvar að vera í öllum sjónvarpsherbergjum, viðtalsherbergjum og fundarsölum sjúkrastofnana. Lausir færanlegir tónmöskvar eru til sem henta einstaklingum sem komast til dæmis ekki í sjónvarpsherbergi og horfa á sjónvarp á sjúkrastofu. Hér hefur verið stiklað á stóru og komið inn á ýmislegt sem bætt getur aðgengi og vellíðan heyrnarskertra á sjúkrastofnunum. Félagið Heyrnarhjálp er fúst til samstarfs við allar sjúkrastofnanir um málefni er snerta aðgengismál heyrnarskertra. Grein þessari er ætlað að vekja fólk til umhugsunar og hvetja þá er málið varðar til að leita sér frekari upplýsinga. Heyrnarhjálp rekur þjónustuskrifstofu á Langholtsvegi 111 og er þjónustan gjaldfrjáls og öllum opin. Hægt er að fá nánari upplýsingar í síma og á heimasíðu Heyrnarhjálpar. Málfríður D. Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri Heyrnarhjálpar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.