Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 41
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 2010 37 sækja sína grunnþjónustu til þessara stöðva þar sem ófæddir jafnt sem aldraðir fá hjúkrunarþjónustu. Margþætt þjónusta er veitt á heilsugæslustöðvunum, í grunnskólum og á heimilum fólks. Verði frumvarpið að lögum og velji forstjóri HH að leggja niður stöður yfirhjúkrunarfræðinga einstakra heilsugæslustöðva verður framkvæmastjóri hjúkrunar eini stjórnandinn sem getur skipulagt og stýrt daglegri hjúkrunarþjónustu heilsugæslunnar á þessum 15 stöðvum. Stjórn FÍH telur slíkt óhugsandi og að það myndi kippa grundvellinum undan heilsugæslunni, þessari veigamiklu grunnþjónustu sem stjórnvöld leggja áherslu á að styrkist. Að lokum Í umsögn fjárlagaskrifstofu Fjármála ráðuneytisins kemur fram að frumvarpinu sé „ætlað að auka möguleika á að einfalda skipulag og ná fram aukinni hagræðingu og sveigjanleika í starfsemi heilbrigðisstofnana.“ Frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu er því í þessu tilviki augljóslega lagt fram af fjárhagslegum ástæðum en ekki faglegum. Stjórn FÍH mótmælir því að fagleg rök víki þannig fyrir fjárhagslegum. Þá vill stjórn FÍH vekja athygli á ákvæðum 33. greinar tilskipunar Evrópu þingsins og ­ráðsins 2005/36/EC um viður kenningu á faglegri hæfni. Þar er kveðið á um fullt stjórnunarlegt forræði hjúkrunarfræðinga yfir hjúkrunarþjónustu, að hjúkrunarfræðingar verði að bera fulla ábyrgð á skipulagi og stjórnun þjónustu við skjólstæðinga hjúkrunar. Stjórn FÍH hvetur heilbrigðisnefnd Alþingis til að falla frá þeim breytingum sem lagðar eru til í umræddu frumvarpi. Eru deildarstjórar og yfirhjúkrunarfræðingar óþarfir á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum? Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunar­ fræðinga verður haldinn 27. maí næstkomandi. Þá verður kosið í stjórn og nefndir samkvæmt lögum félagsins. Í ár verða sjö fulltrúar fagdeilda og þrír fulltrúar sem hvorki eru fulltrúar fagdeilda né svæðisdeilda, kosnir til tveggja ára stjórnarsetu. Einnig verða kosnir þrír fulltrúar til tveggja ára setu í ritnefnd. Kjörnefnd auglýsir því eftir: framboðum til þriggja fulltrúa í stjórn, framboðum til þriggja fulltrúa í ritnefnd. Framboð þurfa að berast kjörnefnd á skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir 12. apríl næstkomandi. Lög félagsins eru birt á heimasíðu félagsins, www.hjukrun.is. Upplýsingar veitir kjörnefnd: Guðrún Jónasdóttir, gudrujo@landspitali.is, s. 8629693, Hildur Rakel Jóhannsdóttir, hildurjo@gmail.com, s. 6997364, Ragna Dóra Rúnarsdóttir, ragnadr@landspitali.is, s. 8666234, Sigríður Lóa Rúnarsdóttir, svalt@simnet.is, s. 8612352. Atkvæði talin á aðalfundinum 2009. Framboð í stjórn og nefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.