Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 46

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 46
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 201042 Nokkrir stofnendur settust með ritstjóra Tímarits hjúkrunarfræðinga til þess að rifja upp stofnun Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga (FHH). Það voru þær Jóhanna Bernharðsdóttir, Guðný Anna Arnþórsdóttir, Jóna Siggeirsdóttir, Guðrún Úlfhildur Grímsdóttir og Ingibjörg Einarsdóttir en þær voru allar í fyrstu stjórn félagsins. Allar nema Ingibjörg brautskráðust 1977 og voru því í fyrsta hópi hjúkrunarfræðinga sem útskrifaðist úr Háskóla Íslands. Ingibjörg Einarsdóttir útskrifaðist ári seinna og fór nánast beint úr skóla í stjórn. Það var fjölbreyttur hópur sem í október 1973 hafði byrjað í nýstofnaðri námsbraut í hjúkrunarfræði. Sumir höfðu alls ekki ætlað að fara í hjúkrun en aðrir höfðu nú þegar skráð sig í Hjúkrunarskóla Íslands. Guðrún Úlfhildur Grímsdóttir var ein af þeim. „Það gerðist mjög hratt að ég fór í háskólann,“ segir Guðrún Úlfhildur. „Bara nokkrum dögum áður en ég átti að byrja í Hjúkrunarskólanum heyrði ég háskólanám í hjúkrun auglýst í hádegisútvarpinu. Ég þurfti að ákveða mig mjög hratt hvort ég ætlaði að mæta í Háskólann eða í Hjúkrunarskólann en Háskólinn varð fyrir valinu.“ Námið var mjög spennandi að sögn fjórmenninganna en sumt skrautlegt. „Þetta var nýtt nám og alveg ómótað og varla til háskólamenntaðir kennarar í hjúkrunarfræðum á landinu,“ segir Jóna. Fengnir voru nokkrir erlendir kennarar og komu þeir með nýjar hugmyndir um hjúkrun. Einn þeirra var Heather Clark frá Vancouver í Kanada en hún kenndi heilsugæsluhjúkrun. Nemarnir tóku námskeið með læknanemum og í öðrum háskóladeildum. Stundum fannst þeim þeir vera hálfgerð tilraunadýr en þeir höfðu að sama skapi mikil áhrif á hvernig námið mótaðist. Mikill samhugur skapaðist í STOFNUN FÉLAGS HÁSKÓLAMENNTAÐRA HJÚKRUNARFRÆÐINGA Nú þegar samtök hjúkrunarfræðinga hafa starfað í 90 ár er ástæða til að rifja upp að um tíma voru til tvö hjúkrunarfélög. Félag háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga var stofnað 1978 og starfaði í 16 ár en 1994 sameinaðist það Hjúkrunarfélagi Íslands og til varð Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Christer Magnusson, christer@hjukrun.is hópnum. „Það var mikill stuðningur við námið meðal stjórnenda á spítölunum en við fundum fyrir mikilli andstöðu í verklega náminu úti á deildum,“ segir Guðný Anna. „Þetta fannst okkur erfitt og við ræddum um að vinna allar á sama staðnum eftir útskrift og koma þannig hugmyndum okkar í verk. Andstaða sú sem við mættum varð til þess að þétta hópinn verulega.“ Eftir útskrift stóð ekki annað til en að ganga í Hjúkrunarfélagið en upp kom ágreiningur um kjaramál sem reyndist ekki hægt að leysa úr. „Við háskólamenntuðu hjúkrunarfræðingarnir voru sem einn maður og vildum laun í samræmi við aðra háskólamenntaða en félagið var ekki tilbúið í þennan launamun,“ segir Guðný Anna. „Við vildum leggja eitthvað af mörkum í kjarabaráttunni, allri stéttinni til hagsbóta á endanum, með því að hækka launin,“ segir Jóhanna. Svanlaug Árnadóttir, sem þá var formaður Hjúkrunarfélags Íslands, bauð hinum nýútskrifuðu í kaffi á skrifstofu félagsins í Þingholtsstræti. „Búið var að ganga frá félagsnælum og við áttum bara eftir að ganga í félagið,“ segir Guðný Anna. „Upp kom hins vegar umræða um launamál. Nokkrar í kjaranefnd sátu einnig fundinn, þær treystu sér ekki til þess að vinna að því að háskólamenntaðir fengju hærri laun en aðrir hjúkrunarfræðingar. Ein í kjaranefnd sagði að læknisfræði væri akademískt nám en hjúkrunarnám yrði alltaf verkmenntun. Við stóðum þá upp og fórum.“ Háskólamenntuðu hjúkrunarfræðingarnir leituðu í framhaldinu til BHM. Þar var þeim tjáð að þeir væru svo fáir að ríkið myndi ekki semja við þá. Í ljós kom að innan BHM voru nokkrir hópar, til dæmis sálfræðingar og tæknifræðingar, sem ekki voru með samningsstöðu við ríkið vegna fámennis Nokkrir stofnendur Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga. Frá vinstri: Jóhanna Bernharðsdóttir, Guðný Anna Arnþórsdóttir, Jóna Siggeirsdóttir og Guðrún Úlfhildur Grímsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.