Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Síða 50

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Síða 50
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 201046 Stefnumál, sem nefndin vinnur að nú, eru: • Að mæla fyrir öryggi sjúklinga og gæðum í hjúkrun. • Að yfirfara þær afleiðingar sem tilskipun um heilbrigðismál fæli í sér og undirbúa umsögn til ESB. • Að hvetja til pólitískrar forystu hjúkrunar fræðinga. • Að hafa áhrif á ESB varðandi opinbera stefnu jafnt sem stefnu um heilsumál og félagsleg málefni. • Að auka á sýnileika EFN innan Evrópu. Nefnd um vinnuafl er ráðgefandi, fylgist með og gerir tillögur um aðgerðir um mál sem snúa að vinnumarkaði í samræmi við starfsáætlun EFN. Nefndin sér um stefnumótun varðandi vinnuafl fyrir hönd aðalfundar og gerir áætlanir um þá vinnu til lengri og skemmri tíma. Hún kynnir sér hvaða áhrif stefna ESB, samþykktir og tilskipanir um vinnumarkað hafa á hjúkrun og hjúkrunarfræðinga. Auk þessa tryggir nefndin að stöðug samskipti séu milli framkvæmdanefndar, framkvæmdastjóra og hennar sjálfrar um málefni vinnu­ markaðar. Nefndin á í samvinnu við fjölda óopinberra félagasamtaka um sameiginleg hagsmunamál varðandi vinnumarkað. Stefnumál sem nefndin vinnur að nú eru: • Að hafa áhrif á ESB um stofnun starfshóps til að rannsaka málefni nýliðunar og viðhald ráðningar­ sambands innan hjúkrunar þar sem sérstök áhersla er lögð á þá manneklu sem nú er allsráðandi og þær aðferðir sem ráðningaraðilar þróaðra ríkja beita. • Að mæla fyrir öryggi sjúklinga og gæðum í hjúkrun. • Að yfirfara þær afleiðingar sem ný frumvörp um tilskipanir og verkefni fela í sér og undirbúa umsagnir til ESB. • Að greina frekar vanda og vinna að mótun siðareglna um ráðningaraðferðir. • Að yfirfara afleiðingar stækkunar ESB og skýra ferla og kröfur varðandi fólks­ flutninga þannig að hjúkrunarfræðingar geti verið vel undirbúnir ef þeir vilja færa sig milli landa. • Að leiðbeina ESB um söfnun tölfræði­ legs efnis um hjúkrun. • Að gera skil á verkefninu „Svæðisbundið samráð vinnumarkaðarins innan sjúkra húsgeirans“ og ná þar í það minnsta réttindum áheyrnarfulltrúa. Eitt af meginmarkmiðum EFN er að stofna til og bæta tengsl við stefnumarkandi aðila innan stofnana ESB með það fyrir augum að auka trúverðugleika samtakanna sem fullgilds hagsmunaaðila varðandi ákvarðanir um stefnu ESB. Stefnuyfirlýsingar EFN hafa úrslitaþýðingu fyrir frekari vinnu með ýmsum stofnunum ESB, embættismönnum ýmissa framkvæmdastjórna og öðrum sem hagsmuna eiga að gæta á vettvangi Evrópumála. Stefnuyfirlýsingarnar nýtast í störfum aðildarfélaga EFN í heimalöndum þeirra. EFN hefur meðal annars gefið út stefnuyfirlýsingar um menntun, lækninga tæki, heilbrigðisþjónustu, öryggi sjúklinga, umönnun aldraðra og stofnanir ESB. Upplýsingar veitir: Kristín Agnarsdóttir Sölu- og markaðsstjóri Icepharma, Heilbrigðissvið Icepharma Lynghálsi 13 110 Reykjavík Sími 540 8000 Fax 540 8001 • Bayer framleiddi fyrsta blóðsykurmælinn árið 1969 • Að baki Contour er 60 ára rannsóknarvinna • Contour er söluhæsti mælirinn á Norðurlöndum Contour blóðsykurmælir

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.