Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 32

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 32
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 201028 Hugræn atferlismeðferð (HAM) er skipulögð, vandamálamiðuð aðferð til meðferðar á einstaklingum með sálfélagsleg vandamál og fellur vel að vinnu hjúkrunarfræðinga. Aaron T. Beck geðlæknir setti fram þá kenningu að á bak við þunglyndi liggi grunntrú (cognitive schemes) sem verður til snemma á lífsleiðinni. Þar sé um að ræða skýringar sem barnið reynir að finna vegna atburða sem það verður fyrir. Af grunntrúnni koma síðan upp ósjálfráðar neikvæðar hugsanir (automatic thoughts) sem valda tilfinningalegri vanlíðan. Sem dæmi má nefna að ef einstaklingur hefur grunntrúna að engum sé treystandi, þá kemur hann fram og bregst við samkvæmt því. Viðbrögðin, sem hann fær til baka, eru oft neikvæð og styrkja hann enn frekar í grunntrúnni þannig að vítahringur skapast (Hawton o.fl., 2000; Beck o.fl., 1979). Meðferðin, sem byggð er á kenningum Becks, hefur skilað árangri hjá sjúklingum með margvísleg geðræn vandamál, svo sem þunglyndi, kvíða, geðklofa og persónuleikaröskun. Unnið er með atferli eins og nafnið bendir til, en einnig er unnið með hugsanir sem stuðla að vanlíðan. Sjúklingnum er kennt að bera kennsl á hugsanirnar og skoða réttmæti þeirra, ásamt samspili hugsana, tilfinninga og hegðunar. Meðferðarárangur hefur mikið verið rannsakaður síðustu ár og almennt er álitið að meðferðin sé gagnreynd. Meðferðin skilar árangri og er hún hagkvæm. Hér á eftir fer umfjöllun um sex rann­ sóknir á árangri af HAM þar sem meðferðaraðilar eru hjúkrunarfræðingar. Í þremur rannsóknanna eru bornar saman ólíkar fagstéttir eða meðferðaraðilar með ólíka menntun og kunnáttu. Einnig verður fjallað um íslenska rannsókn þar sem skoðaður var árangur sjúklinga þar sem hjúkrunarfræðingar veittu meðferðina annars vegar og aðrir fagaðilar hins vegar, en rannsóknin var lokaverkefni mitt í meistaranámi við HÍ. Þá er fjallað um stöðu náms í hugrænni atferlismeðferð fyrir hjúkrunarfræðinga nú um stundir og það sem er á döfinni varðandi hugræna atferlismeðferð á Landspítalanum. Hjúkrunarfræðingar og HAM-nám á Íslandi Mikilvægt er fyrir hjúkrunarfræðinga, sem sinna sálrænum þáttum veikinda, að efla klíníska færni og tileinka sér viðurkennd meðferðarform. Hér á landi hafa hjúkrunarfræðingar haft takmörkuð tækifæri til að læra og tileinka sér sértæk meðferðarform eins og hugræna atferlismeðferð. Þessu er mikilvægt að breyta, en hér á landi höfðu hjúkrunarfræðingar ekki lært HJÚKRUNARFRÆÐINGAR OG ÁRANGUR HUGRÆNNAR ATFERLISMEÐFERÐAR Margir íslenskir hjúkrunarfræðingar hafa lært hugræna atferlismeðferð og veitt hana í meira en tíu ár. Sylvía Ingibergsdóttir skrifar hér um árangur af meðferðinni hjá hjúkrunarfræðingum hérlendis og erlendis. Sylvía Ingibergsdóttir, sylviai@landspitali.is Sylvía Ingibergsdóttir er hjúkrunarfræðingur, BS, MS, og starfar sem sérfræðingur í geðhjúkrun á Landspítala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.