Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 26
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 201022
Eins og hjúkrunarfræðingum er kunnugt
var samþykkt á aðalfundi Félags íslenskra
hjúkrunarfræðinga, sem haldinn var
12. maí sl., „að fela stjórn félagsins að
ganga frá úrsögn félagsins úr Bandalagi
háskólamanna (BHM)“. Með bréfi dag
settu 21. september 2009 tilkynnti félagið
formlega úrsögn úr BHM. Úrsögnin tók
gildi um nýliðin áramót.
Uppgjör við BHM
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hafði
nokkra sérstöðu innan BHM, ekki aðeins
sem langfjölmennasta félagið og það félag
sem greiddi margfalt á við önnur félög til
bandalagsins, heldur einnig vegna þess
að rekstrarreikningur FÍH er umtalsvert
Úrsögn FÍH úr BHM
Úrsögn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga úr BHM
tók gildi um áramótin. Eftir er þó fjárhagslegt uppgjör
og deilt er um aðild félagsins í styrktar og sjúkrasjóði.
Hér er sagt frá stöðu mála í janúar 2010.
Elsa B. Friðfinnsdóttir, elsa@hjukrun.is
stærri en rekstrarreikningur BHM og
FÍH hefur sinnt félagsmönnum sínum
að öllu leyti utan þess að njóta ráðgjafar
lögfræðings BHM. Þá skapaði það einnig
FÍH mikla sérstöðu að félagið hefur rekið
sjálfstæðan orlofssjóð og sjálfstæðan
starfsmenntunarsjóð. Félagsmenn í FÍH
hafa hins vegar átt rétt til styrkja úr
styrktarsjóði BHM og sjúkrasjóði BHM.
Nú í kjölfar úrsagnarinnar þarf að fara
fram fjárhagslegt uppgjör en um það gildir
21. gr. laga BHM. Í greininni segir meðal
annars:
Félag sem hefur sagt sig löglega úr
BHM getur gert kröfu um hlutdeild
félagsins í eignamyndun BHM, að
frátöldum eignum Vinnudeilusjóðs og
Orlofssjóðs, þann tíma sem félagið var
í BHM þó ekki lengra aftur í tímann en
aftur til áramótanna 1987/1988. Sömu
kröfu getur BHM gert á aðildarfélagið
ef miðstjórn ákveður slíkt. Báðir aðilar
skulu gera slíka kröfu fyrir áramótin
sem úrsögn miðast við. Þegar slík krafa
kemur fram frá aðildarfélagi eða BHM
skal fela löggiltum endurskoðanda
BHM að reikna hlutdeild hlutaðeigandi
félags í hreinni eignamyndun hvers
starfsárs sem félagið var innan BHM.
Sá aðili sem kröfu gerir greiðir kostnað
af útreikningi. Skal greiða félaginu
verðtryggða hlutdeild þess í eignum
innan þriggja ára. Verðtrygging miðast
við áramótin sem gengið er úr BHM.
Komi í ljós neikvæð eignamyndun skal
félagið gera upp með sama hætti við
BHM. Aðilar geta krafist gerðardóms í
málinu og greiðist kostnaður af báðum
aðilum að jöfnu.
Allt frá aðalfundi FÍH hafa starfsmenn
félagsins, endurskoðandi og lögfræðingur
unnið ötullega að því að undirbúa úrsögnina
og fjárhagsuppgjörið, og í samræmi við
lög BHM lagði FÍH fram kröfu um slíkt
fjárhagsuppgjör áður en úrsögnin tók
gildi. Um fjárhagsuppgjörið er hins vegar
ágreiningur milli FÍH og BHM og snýr hann
að styrktarsjóði BHM og sjúkrasjóði BHM.
Stjórn FÍH telur meðal annars að
aðild félagsins að samkomulagi við
fjármálaráðherra um stofnun Fjölskyldu
og styrktarsjóðs frá 24. október 2000
tryggi félagsmönnum FÍH aðild að
styrktarsjóðnum óháð aðild að BHM.
Þeirri kröfu félagsins hefur verið hafnað
og einnig því að FÍH eigi að öðrum kosti
rétt til hlutdeildar í eignamyndun beggja
sjóðanna. Ekki hefur verið fallist á þá kröfu
FÍH að setja ágreininginn í gerðardóm í
samræmi við 21. gr. og átti félagið því
ekki annarra kosta völ en að óska eftir því
við Héraðsdóm Reykjavíkur að dómurinn
tilnefni þrjá menn í gerðardóm til lausnar
ágreiningi um fjárhagsuppgjörið. Þar er
málið statt nú.
Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga
telur að hér sé um mikið réttlætismál að
Hjúkrunarfræðingar hafa áður gengið úr heildarsamtökum. Hér er kjörstjórn að telja atkvæði í júní 1983
þegar kosið var um úrsögn Hjúkrunarfélags Íslands úr BSRB. Á myndinni sjást Steinunn Einarsdóttir,
Anna Stefánsdóttir, Ólafur K. Guðmundsson, fulltrúi BSRB, og Sigríður Skúladóttir.