Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 17
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 2010 13
Höfðar til mín
Hjúkrunarfræðingar fara ýmsar leiðir í
stjórnunarnámi. Margir hafa til dæmis
farið í MBAnám þar sem áhersla er
lögð á viðskiptagreinar og stjórnun. Anna
Sigríður valdi hins vegar EMPHnámið.
„Þetta var kynnt sem nám fyrir framsækna
stjórnendur í heilbrigðisþjónustu og þar vil
ég starfa. Guðjóni heitnum Magnússyni,
sem hafði umsjón með þessu námi,
hafði ég kynnst í gegnum námið Stjórnun
og rekstur heilbrigðisstofnana og þar
sem ég er stjórnandi og starfandi í
heilbrigðiskerfinu þá höfðaði þetta nám
mjög vel til mín. Ég fór á kynninguna sem
var haldin í Háskólanum í Reykjavík. Eftir
umhugsun hvað varðar peninga og tíma
ákvað ég að sækja um og eftir að hafa
komist inn varð ekki aftur snúið. Þeir
sem ég þekki til og hafa farið í MBA
námið hafa talað um það hversu gott
sé að horfa út fyrir heilbrigðiskerfið og
það er auðvitað hin hliðin á teningnum.
Ég ákvað hins vegar að fara þessa
leið og sé ekki eftir því,“ segir Anna
Sigríður sem finnst námið vera í góðum
tengslum við daglegan veruleika og störf
á heilbrigðisstofnunum.
Í tengslum við raunveruleikann
„Mér finnst námið vera mjög raunveru
leikatengt en þau tengsl byggjast til
dæmis á verkefnum sem við gerum en
þau eru ýmist valin fyrir okkur eða við
veljum sjálf, til dæmis vann hópurinn,
sem ég var í á síðustu önn, verkefni sem
snérist um sameiningu Lýðheilsustöðvar
og landlæknisembættisins, í breytinga
stjórnun tók ég fyrir lokun einnar deildar
á Kleppi og í mannauðsstjórnun tóku
hóparnir fyrir starfagreiningu, minn hópur
tók fyrir starfagreiningu hjúkrunarfræðings
á geðsviði Landspítalans, svo einhver
dæmi séu nefnd. Hópurinn er í sjálfu
sér mikill áhrifavaldur á námið þar sem
samvinna einstaklinga er rauði þráðurinn
í gegnum allt námsefnið, og við lærum
einnig mikið hvert af öðru. Slíkt er líka
lykilatriði í öllu því sem snýr að daglegu
starfi: samstarf og teymisvinna.“
„Þegar maður sest á skólabekk leiðir það
ósjálfrátt til sjálfsskoðunar. Margt breytist
þegar námið hefst og fyrst í stað er
heildarmyndin óljós. En hún glöggvast
með tímanum. Í náminu er fylgst með
námsframvindu hvers og eins og lögð fyrir
verkefni sem tengjast sjálfsskoðun. Því verður
maður að skoða sín eigin gildi og væntingar
og það eykur aftur sjálfstraustið,“ segir Sigríður
Bryndís Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og
MBAnemi við Háskólann í Reykjavík.
LANGAÐI AÐ SKAPA MÉR NÝ TÆKIFÆRI
segir Sigríður Bryndís Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur og MBA-nemi
„... að maður sjálfur taki
þátt og þroski hæfileika
sína sem stjórnandi.“
Sigríður Bryndís er meðal þeirra fjölmörgu
hjúkrunarfræðinga sem á seinni árum
hafa farið út í frekara nám. „Hjúkrun
er mjög krefjandi og skapandi starf og
viðfangsefnin margvísleg. Sérhæfingin er
hins vegar mjög mikil og kannski fann
ég fyrir þekkingarskorti og vöntun á
sjálfstrausti sem ýtti mér út í það að
ráðast í frekara nám,“ segir hún.
Mig langaði að læra meira
Tólf ár eru liðin síðan Sigríður Bryndís
útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur
frá Háskóla Íslands. „Það sama vor,
1998, hóf ég störf á gjörgæsludeildinni
í Fossvogi. „Mér leið mjög vel í því
starfi en á gjörgæsludeildunum báðum
vinnur frábært fólk sem er alltaf tilbúið
að miðla af þekkingu sinni og reynslu.
Ég er stolt af því að hafa tilheyrt þeim
metnaðarfulla hópi. Ég lauk diplómanámi
í gjörgæsluhjúkrun jólin 2005. Ég vann
á gjörgæslunni í 10 ár en ákvað þá að
Sigríður Bryndís hefur starfað sem hjúkrunar
fræðingur í tólf ár. MBAnáminu, sem er tvö ár,
lýkur hún í vor.