Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 49

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 49
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 2010 45 Nefnd um opinbera stefnu er ráð­ gefandi, annast eftirlit með og gerir tillögur um viðbrögð við stefnu ESB. Meginábyrgðarsvið nefndarinnar er vinna við opinbera stefnu fyrir hönd aðalfundar í samræmi við stefnu­ og starfsáætlun EFN. Nefndin gerir verkefnisáætlanir til lengri og skemmri tíma, fylgist með og kannar hvaða áhrif athafnir ESB, svo sem stefna, samþykktir og tilskipanir tengdar opinberri stefnu, hafa á hjúkrun og hjúkrunarfræðinga. Nefndinni er ætlað að tryggja að vinna EFN á þessu sviði sé alltaf í samræmi við þróun mála hjá framkvæmdastjórn, Evrópuþingi og ráðherraráði ESB. Nefndin á í stöðugum samskiptum við framkvæmdanefnd EFN og er henni og framkvæmdastjóra samtakanna til ráðgjafar. Nefnd um opinbera stefnu annast hagsmunagæslu fyrir hönd aðalfundar samkvæmt umboði framkvæmdanefndarinnar og er í samvinnu við fjölda óopinberra félagasamtaka um sameiginleg hagsmunamál. Paul de Raeve, framkvæmdastjóri EFN, á hafnarbakkanum í Nýhöfn í Kaupmannahöfn. Skrifstofa hans er í Brussel nálægt Evrópuþinginu. AÐALFUNDUR FÉLAGS ÍSLENSKRA HJÚKRUNARFRÆÐINGA 27. MAÍ 2010 Árlegur aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunar­ fræðinga verður haldinn 27. maí 2010 á Grand hóteli í Reykjavík. Rétt til setu á fundinum eiga félagsmenn með fulla aðild og fagaðild en þeir einir hafa atkvæðisrétt sem hafa skráð sig á fundinn með minnst viku fyrirvara. Síðasti dagur skráningar á aðalfundinn er 20. maí 2010. Til fundarins verður boðað skriflega með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara eða í síðasta lagi 12. maí 2010. Félagsmönnum er heimilt að senda inn tillögur til lagabreytinga en þær verða að berast stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir 29. apríl 2010. Málefni, sem félagsmenn óska að tekin verði fyrir á fundinum, þurfa einnig að berast stjórn félagsins fyrir 29. apríl 2010. Fundargögn aðalfundar verða birt á vefsvæði félagsins eigi síðar en 20. maí 2010. Félagsmenn er hvattir til að kynna sér þessar dagsetningar og mæta á aðalfundinn. Mikilvægar dagsetningar fyrir aðalfund Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 2010 25. mars Aðalfundur auglýstur 29. apríl Tillögur til lagabreytinga þurfa að hafa borist stjórn 29. apríl Málefni, sem óskast tekin fyrir á aðalfundinum, þurfa að hafa borist stjórn 12. maí Skriflegt fundarboð skal hafa borist félagsmönnum 20. maí Fundargögn skulu komin á vefsvæði félagsins 20. maí Síðasti dagur skráningar félagsmanna á aðalfundinn 27. maí Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga á Grand hóteli Reykjavík Það er gaman á aðalfundi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.