Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Blaðsíða 25
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 2010 21
Arngunnur með hollsystur sinni, Maríu Pétursdóttur, sem síðar varð formaður Hjúkrunarfélags Íslands
og skólastjóri Nýja hjúkrunarskólans.
Arngunnur Sigríður Ársælsdóttir
BANDARÍSKU
HJÚKR UNAR
NEMARNIR FENGU
FRÍ TIL AÐ GIFTA SIG
Það hlýtur að hafa þurft bæði djörfung og
dug til að leggja upp í ferð til Bandaríkjanna
árið 1943 þegar heimsstyrjöldin geisaði.
Það var þó einmitt það sem Arngunnur
Sigríður Ársælsdóttir gerði skömmu eftir
að hún útskrifaðist úr Hjúkrunarskólanum
í apríl.
Arngunnur hafði tekið að sér að fylgja
sjúklingi sem sendur var til lækninga í
Bandaríkjunum. Sjúklingar höfðu áður
farið vestur um haf, oftast með skipum
en í þetta skipti var annar háttur hafður
á. Ferðin var farin með herflugvél frá
Keflavíkurvelli. Í dag lætur Arngunnur lítið
yfir því að þetta hafi verið ógnvekjandi
ferðalag fyrir 25 ára gamla stúlku. Hún
notfærði sér svo að vera komin til
Bandaríkjanna og fór til náms og starfa
á Johns Hopkin´s Hospital í Baltimore í
Maryland. Arngunnur varð fyrsta íslenska
hjúkrunarkonan sem stundaði sérnám í
skurðstofuhjúkrun í Bandaríkjunum en
námið var bæði bóklegt og verklegt.
Enskan reyndist Arngunni ekki erfið
í Bandaríkjunum enda hafði hún náð
tökum á henni þegar hún dvalist í
Englandi hjá Ursulu, systur listakonunnar
Barböru Árnason sem gift var Magnúsi
Á. Árnasyni listmálara en hann var frændi
Arngunnar.
Ótæmandi lind
Í bréfi Arngunnar til systur sinnar
Þórgunnar í janúar 1944 lýsir hún því
hvað hún og Begga hafi verið kátar
þegar byrjaði að snjóa. Mest hafi þær
þó langað heim á skíði upp í fjöll. Begga
er Bergljót Lára Rútsdóttir sem ílentist
í Bandaríkjunum og starfaði síðar sem
deildarhjúkrunarkona í NorðurHollywood
í Kaliforníu og í New York. Þar stofnaði
hún elliheimilið Rut´s Nursinghome með
systur sinni.
Í bréfinu segir Arngunnur líka: „Þú trúir
ekki hvað við höfðum gaman af að fá
strákana, hann Óla og Friðrik hingað.
Friðrik er búinn að vera á Duke (í Norður
Karólínu, innsk. blm.) í hálft annað ár og
er orðinn aðstoðarlæknir á sinni deild.
Hann er svo áhugasamur að það er
heil unun að hlusta á hann. Hann þyrfti
bara að vera alltaf hér hjá okkur, því
fyrir fólk sem hefur einhvern áhuga að
ráði fyrir lækningum og slíku, þá er
þetta staðurinn, ef hann er þá einhvers
staðar. Þetta er alveg ótæmandi lind
fyrir slíkt fólk.“ (Friðrik var Kristófersson
og gerðist bandarískur ríkisborgari en
lést árið 1956. Óli var Ólafur Sigurðsson,
síðar yfirlæknir á Akureyrarspítala.)
Fengu frí til að gifta sig
Í bréfinu talar Arngunnur um samstarfs
konurnar á spítalanum. „Nýlega fórum við
saman í bíó með fjórum hjúkkum hérna
frá spítalanum og voru þær allar ágætar
og eiga allar mennina sína og kærasta
í hernum. Þær skildu ekkert í okkur að
vera hérna fyrst okkar kærastar væru
ekki líka í hernum! Hjúkrunarnemarnir
hérna eru líka margar giftar og fá þær
viku til að gifta sig og þykir alveg sjálfsagt
– ég sæi þær bara í anda heima ef maður
bæði um frí í viku af því að maður ætlaði
að gifta sig snöggvast. En þetta eru nú
líka stríðstímar og ástandið annað en
venjulega.“
Náminu og starfinu í Baltimore lauk í
júní 1944. Í mars segir Arngunnur í bréfi
og greinilega full af glettni enda farið að
styttast í prófin: „Heldurðu að við höfum
ekki þurft að standa í próflestri núna upp
á síðkastið, en það er nú eins og það
sé eina leiðin til þess að fá mann til að
lesa ...“
Frá Baltimore fór Arngunnur til fram
haldsnáms í skurðstofuhjúkrun við Duke
University Hospital í NorðurKarólínu og
var þar í eitt ár. Þar segist hún lifa
rólegheitalífi, vakna klukkan rúmlega sex
og vera að til klukkan fjögur. „Sú sem er
hér yfir á skurðstofunni er bara ágæt og
ætlast til þess af manni að maður lesi
heilmikið og gerir maður það stundum og
stundum ekki ...“
Arngunnur lét ekki Ameríkudvölina
nægja og segist hafa farið til Danmerkur
1947 á eftir væntanlegum eiginmanni
sínum, Árna Hafstað sem fór þangað í
framhaldsnám í verkfræði, þar sem þau
giftu sig. Hún vann þar bæði á Holbæks
Amts sygehus og á Frederiksbergs
hospital í Kaupmannahöfn og hér heima
síðar á Landspítalanum og á Hrafnistu.