Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Page 41

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2010, Page 41
Tímarit hjúkrunarfræ›inga – 1. tbl. 86. árg. 2010 37 sækja sína grunnþjónustu til þessara stöðva þar sem ófæddir jafnt sem aldraðir fá hjúkrunarþjónustu. Margþætt þjónusta er veitt á heilsugæslustöðvunum, í grunnskólum og á heimilum fólks. Verði frumvarpið að lögum og velji forstjóri HH að leggja niður stöður yfirhjúkrunarfræðinga einstakra heilsugæslustöðva verður framkvæmastjóri hjúkrunar eini stjórnandinn sem getur skipulagt og stýrt daglegri hjúkrunarþjónustu heilsugæslunnar á þessum 15 stöðvum. Stjórn FÍH telur slíkt óhugsandi og að það myndi kippa grundvellinum undan heilsugæslunni, þessari veigamiklu grunnþjónustu sem stjórnvöld leggja áherslu á að styrkist. Að lokum Í umsögn fjárlagaskrifstofu Fjármála ráðuneytisins kemur fram að frumvarpinu sé „ætlað að auka möguleika á að einfalda skipulag og ná fram aukinni hagræðingu og sveigjanleika í starfsemi heilbrigðisstofnana.“ Frumvarp til laga um heilbrigðisþjónustu er því í þessu tilviki augljóslega lagt fram af fjárhagslegum ástæðum en ekki faglegum. Stjórn FÍH mótmælir því að fagleg rök víki þannig fyrir fjárhagslegum. Þá vill stjórn FÍH vekja athygli á ákvæðum 33. greinar tilskipunar Evrópu þingsins og ­ráðsins 2005/36/EC um viður kenningu á faglegri hæfni. Þar er kveðið á um fullt stjórnunarlegt forræði hjúkrunarfræðinga yfir hjúkrunarþjónustu, að hjúkrunarfræðingar verði að bera fulla ábyrgð á skipulagi og stjórnun þjónustu við skjólstæðinga hjúkrunar. Stjórn FÍH hvetur heilbrigðisnefnd Alþingis til að falla frá þeim breytingum sem lagðar eru til í umræddu frumvarpi. Eru deildarstjórar og yfirhjúkrunarfræðingar óþarfir á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum? Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunar­ fræðinga verður haldinn 27. maí næstkomandi. Þá verður kosið í stjórn og nefndir samkvæmt lögum félagsins. Í ár verða sjö fulltrúar fagdeilda og þrír fulltrúar sem hvorki eru fulltrúar fagdeilda né svæðisdeilda, kosnir til tveggja ára stjórnarsetu. Einnig verða kosnir þrír fulltrúar til tveggja ára setu í ritnefnd. Kjörnefnd auglýsir því eftir: framboðum til þriggja fulltrúa í stjórn, framboðum til þriggja fulltrúa í ritnefnd. Framboð þurfa að berast kjörnefnd á skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir 12. apríl næstkomandi. Lög félagsins eru birt á heimasíðu félagsins, www.hjukrun.is. Upplýsingar veitir kjörnefnd: Guðrún Jónasdóttir, gudrujo@landspitali.is, s. 8629693, Hildur Rakel Jóhannsdóttir, hildurjo@gmail.com, s. 6997364, Ragna Dóra Rúnarsdóttir, ragnadr@landspitali.is, s. 8666234, Sigríður Lóa Rúnarsdóttir, svalt@simnet.is, s. 8612352. Atkvæði talin á aðalfundinum 2009. Framboð í stjórn og nefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.