Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Side 10

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Side 10
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 20136 Oft velta menn því fyrir sér hvort heppilegt sé af siðfræðilegum ástæðum að hjúkrunarfræðingar geti farið í verkfall. Hér er farið yfir málið og færð rök fyrir því að verkfall grafi ekki undan fagmennsku. FAGSTÉTTIR OG VERKFÖLL Fagstéttir starfa ekki í tómarúmi. Þær hafa skyldur við samfélagið, skjólstæðinga sína og framþróun fagsins og gegna sem slíkar mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Þær gegna því sem dr. Broddi Jóhannesson kallaði „skuldbundið lífsstarf“ (Sigurður Kristinsson, 2011). Margt bendir til þess að skyldur fagstétta, eins og þær birtast til dæmis í siðareglum þeirra, geri beitingu verkfallsvopnsins langsótta, jafnvel fráleita. Við nánari skoðun má finna ýmis Þórunn Sveinbjarnardóttir, ths26@hi.is rök sem hníga að því að verkfall grafi ekki undan fagmennsku starfsstétta. Verkfall kann að vera nauðsynlegt þegar allar aðrar leiðir hafa verið reyndar til þess að bæta kjör eða starfsumhverfi stéttarinnar. Að leggja niður störf við slíkar aðstæður snýst um fleira en kaup og kjör, t.d. faglegan metnað og sjálfsmynd stéttar. Verkfall getur því samrýmst því að gegna starfi sem skuldbindur mann í skilningi fagmennskunnar fyrir lífstíð. Siðfræðilegur grunnur fagstétta Á ensku heitir fagstétt profession en sögnin to profess þýðir að lýsa einhverju yfir opinberlega. Hún lýsir skuldbindingu eða loforði sem gefið er opinberlega. Loforðið um hollustu við tiltekin gildi er hjartað í líkama fagstéttarinnar, ef þannig má að orði komast. Án þess væri fagstéttin ekki réttnefnd profession og án þess væri vart hægt að leggja grunn að trausti í samskiptum fagmanna og skjólstæðinga þeirra. Sigurður Kristinsson heimspekingur segir fagstéttir ekki standa undir nafni sem slíkar nema þær hafi kerfisbundna tilhneigingu til að setja almannahag ofar sérhagsmunum. Þetta krefst þess

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.