Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 13

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Blaðsíða 13
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 2013 9 virðingu stéttarinnar en ræðir annars um efnið frá sjónarhóli stéttabaráttu og hvort sú barátta skili á endanum fleiri krónum í launaumslagið. Þótt ekki megi draga of víðtækar ályktanir af skrifum þessara tveggja kennara tel ég að þau gefi svolitla innsýn í hversu grunnt opinber umfjöllun um siðferðileg álitamál hefur rist hér á landi – fyrr og síðar. Nýja fagmennskan James L. Muyskens (1988) heldur því fram að það þurfi ekki að felast þversögn í því að hjúkrunarfræðingar leggi niður störf til þess að knýja á um bætt kjör. Hann segir verkfall geta samræmst faglegum skyldum hjúkrunarfræðinga gagnvart sjúklingum, meðal annars vegna þess að hjúkrunarfræðingar skilgreina sig sem málsvara sjúklinga og fremsta í flokki þegar kemur að því að standa vörð um hagsmuni sjúklinga. Hann telur það engum vafa undirorpið að það sé hluti af starfsskyldum hjúkrunarfræðinga að stuðla að bættum gæðum hjúkrunar. Verkfallsrétturinn sé þeirrar náttúru að honum verði ekki beitt í tíma og ótíma (Muyskens, 1988). Þá telur Muyskens það beinlínis óraunsætt að tengja ekki saman gæði þjónustunnar og kjör fagmannsins. Að áliti hans er hin óleysanlega þversögn, sem lýst var hér að ofan, ekki til: Baráttan fyrir hærri launum og betra starfsumhverfi er órjúfanlegur hluti hinnar sameiginlegu ábyrgðar fagstéttarinnar (Muyskens, 1988). Að lokum er vert að gaumgæfa umfjöllun Sigurðar Kristinssonar um hina nýju fagmennsku. Samkvæmt orðanna hljóðan er þar rætt um nýjustu hugmyndir fræði manna um fagmennskuhugtakið og þýðingu þess í samtímanum. Þær endur- spegla þróun fagmennskunnar frá hinum sjálfstæða fagmanni til hugmynda um hinn samvirka fagmann sem gerir liðsheild og samvinnu að lykilatriði í störfum sínum. Hinn nýi fagmaður er sjálfsgagnrýninn, stundar faglega ígrundun og finnur til ábyrgðar gagnvart samfélaginu (Sigurður Kristinsson, 2011). Hér virðist mér skilgreining fagmennskunnar hafa verið löguð að nýjum vinnubrögðum sem felast í samvinnu fagmanna, oft í svokallaðri teymisvinnu, þar sem fagmenn með ólíka menntun og færni leggja krafta sína saman skjólstæðingunum til hagsbóta. Slík samvinna krefst þess væntanlega að látið sé af titlatogi, til dæmis í heilbrigðisþjónustunni, og fagmenn séu fullfærir um að vinna saman á jafnréttisgrundvelli. Ekki verður annað ráðið af þessari lýsingu en að fagmanneskja, sem tileinkar sér viðhorf og gildi af þessu tagi, sé afar meðvituð um ábyrgð sína gagnvart faginu, skjólstæðingunum og samfélaginu, hafi til að bera faglegan metnað og öðlist með verkum sínum traust og trúnað samfélagsins. Niðurstaða Ég tel litlum vafa undirorpið að verkfalls rétturinn geti verið fagstéttum jafn nauðsynlegur og öðrum starfs- stéttum í samfélaginu. Í fyrsta lagi telst verkfallsrétturinn til almennra mann- réttinda. Í öðru lagi er frumskylda fagmann eskjunnar ekki aðeins við skjólstæðing sinn heldur einnig við að efla gæði fag mennskunnar fyrir samfélagið allt. Þess vegna felst engin þversögn í því að fagmaðurinn leggi niður störf til þess að knýja á um betri kjör. Með öðrum orðum er krafan um betri kjör í fullu samræmi við faglega ábyrgð stéttarinnar. Í þriðja lagi rennir hugmynd Koehns um siðferðilegt lögmæti sem forsendu trausts í garð fagstéttar enn styrkari stoðum undir það sem þegar hefur verið nefnt. Fagmanneskja sýnir í verki umhyggju sína fyrir skjólstæðingnum, hefur sjálfræði til að forgangsraða með hagsmuni skjólstæðingsins að leiðarljósi og ber sanna ábyrgðartilfinningu og samfélagsvitund í brjósti. Í ljósi þessa getur hún vafalítið staðið frammi fyrir því að telja nauðsynlegt tímabundið að fórna minni hagsmunum til þess að tryggja meiri þegar til lengri tíma er litið með því að leggja niður störf. Fagstéttir starfa ekki í tómarúmi. Þær hafa skyldur við samfélagið, skjólstæðinga og framþróun fagsins. Hið skuldbundna lífsstarf kann að bera í sér nauðsyn þess að leggja niður störf tímabundið í dag svo að skjólstæðingum verði betur sinnt í framtíðinni. Í ljósi þess að fagstéttir inna af hendi þjónustu sem er samfélaginu lífsnauðsynleg kann almannahagsmuna, til lengri tíma litið, að vera betur gætt með því að beita verkfallsvopninu. Heimildir Eiríkur Brynjólfsson (1997). Athugasemd við þversögn. Ný menntamál, 15 (4), 47. Elín Blöndal (2003). Vernd verkfallsréttarins skv. 74. grein stjórnarskrárinnar. Tímarit lögfræðinga, 53 (3), 273-306. Koehn, D. (1995). The Ground of Professional Ethics. Abingdon: Routledge. Muyskens, J.L. (1988). The Nurse as an Employee. Í Joan C. Callahan (ritstj.), Ethical Issues in Professional Life, bls. 309-314. Oxford: Oxford University Press. Sigurður Kristinsson (1993). Skyldur og ábyrgð starfsstétta. Í Róbert H. Haraldsson (ritstj.), Erindi siðfræðinnar. Reykjavík: Rannsóknastofnun í siðfræði. Sigurður Kristinsson (9. des. 2011). Fagmennska sem siðfræðilegt hugtak. Fyrirlestur á fundi Siðfræðistofnunar. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands (1995). Reykjavík: Forsætisráðuneytið. Þorbjörn Broddason (1997). Verkfallsréttur kennara: Óleysanleg þversögn? Ný menntamál, 15 (2-3), 20-21. Þórunn Sveinbjarnar- dóttir er meistaranemi í hagnýtri siðfræði.   
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.