Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Page 14
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 201310
HVERT VILL HEILSUGÆSLAN STEFNA?
Viðtal við Brynju Laxdal, hjúkrunar- og markaðsfræðing
Hrafnhildur Hreinsdóttir, hrafnhildur@velvakandi.is
Brynja Laxdal er hjúkrunarfræðingur en vinnur nú hjá Ráðstefnuborginni Reykjavík.
Hún hefur sterkar skoðanir á heilsugæslu eins og kom fram á hjúkrunarþinginu
í nóvember sl.
Brynja Laxdal tók á móti mér á kaffistofunni
í Sóltúni þar sem hún er að vinna að
markaðsmálum. Hún byrjaði strax að
lýsa fyrir mér hvernig heilsugæslan og
hjúkrunarfræðingar geta nýtt markaðsfræði
sér til framdráttar. Í orðum hennar og
látbragði var að finna þessa einstöku
ástríðu og kappsemi sem fólk hefur þegar
það talar um það sem hjartanu er næst.
Af hverju fórstu í markaðsfræði? var fyrsta
spurningin sem lögð var fyrir Brynju.
Hún taldi það nokkuð augljóst af hverju
markaðsfræðin hefði orðið fyrir valinu.
Hún er að mörgu leyti hinn mannlegi
angi viðskiptafræðinnar þar sem hlutirnir
eru skoðaðir í heildrænu samhengi.
Þjónusta og þjónustustjórnun er stór hluti
markaðsfræðinnar og heilbrigðisstofnanir
eru í eðli sínu þjónustufyrirtæki. Það
er líka sameiginlegt báðum fræðunum
að viðskiptavinurinn er drifkraftur
þjónustunnar og við viljum hafa áhrif á
hegðun fólks. Sömuleiðis er gagnrýnin
hugsun og vísindaleg vinnubrögð
mikilvæg en því miður halda of margir
að markaðsfræði snúist um auglýsingar
og sölumennsku. Það er bara gömul
þjóðsaga og í rauninni jafnfráleitt og að
halda því fram að læknisfræði snúist bara
um augnlækningar.
„Ég hef líka mikið unnið við fræðslu- og
útgáfumál og líklega er það skýringin á
því að ég fór í markaðsfræðina,“ segir hún
íhugul og vill gjarnan sjá markaðsfræði
kennda í hjúkrunarfræðinni. „Í markaðs-
fræði er að finna ákveðið hugarfar sem
er ákaflega hollt að tileinka sér,“ segir
hún svo einbeitt. Þar eru öll þjónustuverk
unnin út frá stefnu og markmiðum og
þjónustustíllinn er greyptur í starfsemina
í gegnum fyrirtækjamenningu, þjálfun og
starfshvatningu. En reyndar má segja
að markaðshugsun sé til staðar hjá
mörgum því líkan hjúkrunarfélagsins í
Ontario í Kanada frá 2007, sem greinir
starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga
og áhrifaþætti, byggist algjörlega á
markaðsþríhyrningi þjónustu sem var
sett fram af Grönroos fyrst árið 1984.
Hvernig sérðu fyrir þér að hægt sé að
nota markaðsfræði í heilsugeiranum?
„Þetta er spurning um hugarfar eins og
ég sagði áður. Ef við skoðum bara heilsu-
gæsluna þá er nauðsynlegt að skoða
meginþættina þrjá en þeir eru: Í fyrsta lagi
stofnunin sjálf, stefna hennar og markmið.
Í öðru lagi uppbygging innviða og
verkferla, þjálfun og hvatning starfsfólks
svo og fyrirtækjamenning. Í þriðja lagi
samskipti og þjónusta við skjólstæðinga.
Allir þessir þættir verða að hljóma saman.
Nú heyri ég hjúkrunarfræðinga tala um
að þeim sé ekki gefinn möguleiki á að
vaxa og dafna og þróa sig áfram vegna
fjárskorts og tímaleysis. Maður kemst
bara ákveðið langt á hugsjóninni, það
verður að veita þeim brautargengi og
viðurkenningu sem vilja bæta sig og
þjónustuna,“ segir hún áköf.
„Markaðsfræði byggist mikið á
stjórnunar- og stefnumótunarfræðum
þannig að það er eðlilegt að skoða stefnu
heilsu gæslunnar. Það er til dæmis stefna
Heilsu gæslu höfuð borgarsvæðisins að
vera „fyrsta val almennings sem þarf á
almennri heilbrigðis þjónustu að halda og
hafa jákvæð áhrif á líf fólks“. Flott stefna
en því miður er heilsu gæslan alls ekki alltaf
fyrsta val fólks heldur sérfræðilæknar,
slysa- og bráðadeild og svo læknavaktin.
Hérna myndi ég líka vilja sjá hvernig
hugtakið almenn heilbrigðis þjónusta er
skilgreint. Til að stýra fólki þykir læknum
og ráða mönnum hentugast að nota
tilvísunar kerfi. Hyggilegra væri að byggja
upp starf semi heilsu gæslunnar þannig að
fólk sækist eftir þjónustu hennar,“ segir
Brynja hugsi.