Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Qupperneq 16

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Qupperneq 16
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 201312 KJARAKÖNNUN 2012 Cecilie Björgvinsdóttir, cissy@hjukrun.is Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur nú í fjórða sinn gert kjarakönnun meðal félagsmanna sinna. Í ljós komu áhugaverðar upplýsingar um laun, starfshlutfall og menntun hjúkrunarfræðinga. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga stóð fyrir kjarakönnun á meðal félagsmanna sinna í nóvember 2012. Stærð úrtaksins var 3.713 hjúkrunarfræðingar, heildarfjöldi svarenda var 665 eða 17,9% en það er betri þátttaka en á fyrri árum og er það ánægjulegt. Markmið könnunarinnar var að kanna launakjör hjúkrunar- fræðinga. Könnunin var lokuð vefkönnun þar sem þátttakendur fengu sendan póst með aðgangsorði að svarsíðu á netinu. Samkvæmt könnuninni hækka grunnlaun um 2,5% á milli ára. Þegar spurt var um eftir hvaða kjarasamningi viðkomandi starfaði kom í ljós að 84,6% svarenda voru á kjarasamningi FÍH við fjármálaráðherra, 4% á kjarasamningi við Samband íslenskra sveitarfélaga, 4,7% voru á kjarasamningi við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu, 3,1% á kjarasamningi við Reykjavíkurborg og 3,6% voru á öðrum kjörum. 15,7% svarenda voru á aldrinum 25-34 ára, 25,9% svarenda voru 35-44 ára, 27,6% svarenda 45-54 ára og 30,9% svarenda á aldrinum 55-71 ára. Þegar spurt var um ábyrgðarsvið í starfi reyndust 65,3% svarenda vera almennir hjúkrunarfræðingar, 6,3% voru aðstoðar deildarstjórar, 7,6% deildarstjórar og 8,8% verkefna- stjórar. Þá voru 2,9% yfirhjúkrunarfræðingar eða hjúkrunar- forstjórar, 2,6% hjúkrunarstjórar en 6,6% í öðru óskilgreindu starfi. Flestir svarendur starfa á höfuðborgarsvæðinu eða 71,3%. Fyrsta könnun félagsins staðfesti þá tilfinningu að hjúkrunar- fræðingar hefðu aukið við sig starfshlutfall frá því sem var 2008 en þetta starfshlutfall hefur haldist nær óbreytt frá 2009. Meðalstarfshlutfall þeirra sem þátt tóku í könnuninni er 82,5%. Eins ber að geta þess að það er einkar ánægjulegt að sjá hversu vel menntuð stéttin er eins og sjá má af fjölda þeirra sem hafa lokið formlegu viðbótarnámi. Þegar þessi grein er rituð ríkir mikil óánægja á meðal hjúkrunarfræðinga hvað varðar launakjör og vinnuálag. Það er mat félagsins að um sé að ræða annars vegar ráðuneytisbundinn og hins vegar kynbundinn launamun. Þetta má lesa út úr gögnum á vef fjármálaráðuneytisins þar sem veittar eru upplýsingar um meðaltalslaun allra starfsmanna ríkisins. Hinn 22. janúar 2013 samþykkti ríkisstjórnin á fundi sínum tillögu fjármála- og efnahagsráðherra og velferðarráðherra um að grípa þegar til aðgerða til að minnka launamun kvenna- og karlahópa og verður það gert áður en endurnýjun miðlægra kjarasamninga á sér stað. Verið er að vinna að endurskoðun stofnanasamninga þessa dagana. Til þess að leiðrétta kjör hjúkrunarfræðinga nú þegar þarf að endurskoða alla stofnanasamninga, þar sem hjúkrunarfræðingar starfa, með sérstaka áherslu á betri röðun stéttarinnar inn í launatöflu. Raunveruleikinn er sá að „vinstra, efra horn“ launatöflunar er sá staður þar sem flestir hjúkrunarfræðingar raðast nú. Taka þarf meira tillit til menntunar og ábyrgðar í starfi. Vinna við miðlæga kjarasamninga hefst svo á haustmánuðum 2013 en þeir renna út 2014. Kannanir af þessu tagi eru félaginu afar mikilvægar svo standa megi vörð um kjör og réttindi okkar félagsmanna. Cecilie B.H. Björgvinsdóttir er sviðstjóri kjara- og réttindasviðs hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.