Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Side 18

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Side 18
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 201314 NÚ GET ÉG ALLT Pælingar og útúrdúrar um hjúkrun eftir sumarstarf á Grænlandi Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, annagydagunn@gmail.com Ég var svo lánsöm að læra hjúkrun og lauk námi frá HÍ 1982. Ég tók eitt hliðarspor í náminu og hætti í eitt ár því einn kennari gaf mér vonda einkunn. Fór í ljósmyndanám í lýðháskóla í Svíþjóð. Kom aftur og útskrifaðist með næsta árgangi. Lánsöm skrifaði ég. Hjúkrunarnámið er frábært og opnar ótrúlega margar leiðir. Ég ákvað að fara í hjúkrun því mig langaði að starfa í framandi löndum. Fljótlega eftir útskrift fór ég til Eþíópíu með Ollu og Gyðu. Og í fyrra var ég eitt sumar á Grænlandi. Ég hef unnið í Noregi, Svíþjóð, Englandi, lært til meistara í henni Ameríku, unnið í Vestmannaeyjum, á Ísafirði, í Keflavík, í Þúfuveri, í Stykkishólmi, á Kirkjubæjarklaustri, á Akureyri, í Reykjavík á Bogganum og Lansanum og í Háskólanum. Næst er það Tromsö eða Færeyjar! Ég hef unnið á slysó, á gjörgæslunni, í öldrun, við endurhæfingu, í heimahlynningu, við stjórnun, í verkjateyminu, í heimahjúkrun, við kennslu, á lyfjadeild, á skurðlækningadeild og svo hef ég selt verkjalyf. Ég hef verið almennur hjúkrunarfræðingur, aðstoðardeildarstjóri, deildarstjóri, hjúkrunarforstjóri, sérfræðingur í hjúkrun, hjúkrunarstjóri í afleysingum, sölufulltrúi, lektor og algert nóboddí á Grænlandi. Nóboddí skrifaði ég. Á Grænlandi þekkti enginn minn bakgrunn eða hafði áhuga á að nýta sér hann. Ég var á Dronning Ingrids Hospital (DIH) í þrjá mánuði sumarið 2011 í höfuðborginni Nuuk en þar búa um 15.000 manns. Ég vann á einu lyfjadeildinni á Grænlandi en þar þarf að vera geta til að taka við öllum sjúklingum og öllum vandamálum. Ef málin gerast flókin eru sjúklingarnir sendir á gjörgæsluna á spítalanum, til Danmerkur eða jafnvel til Íslands. Deildin, sem ég var á, er líka eina barnalegudeildin á Grænlandi svo við vorum oft með fyrirbura, geðveik ungmenni og allt þar á milli. Stundum voru 14 á ganginum en það var leyst þannig að sjúklingarnir voru innskrifaðir og svo sendir á hótelin í bænum. Það gat verið flókið að hafa yfirsýn yfir hvar sjúklingarnir voru sem maður bar ábyrgð á! Á Grænlandi eru úrlausnarefnin önnur og leyst á annan hátt en ég hef áður þekkt en þau litast mikið af samgöngumálum. Stundum þurfti að innskrifa 6-8 manns í einu því það kom flugvél frá ákveðnum stað og þá var ferðin nýtt. Það verður að taka við öllum sem koma, hvort sem það er pláss og mannskapur eða ekki, og oft er enginn fyrirvari. Heilbrigðisvandamálin eru í öðrum mæli á Grænlandi en á Íslandi. Þar er mikið um áfengisvandamál eins og allir virðast vita, þar eru reykingar gríðarlega algengar, félagsleg vandamál eru mikil, svo sem misnotkun, sjálfsmorð og ofbeldi. Þessi vandamál eru meiri í þorpunum um Grænland en landið er byggt fjölda þyrpinga þar sem engir vegir eru á milli. Hægt er að fljúga milli stærstu bæja og þorpa, annars eru það bátssiglingar sem eru ekki einu sinni alltaf til staðar. Er því ljóst að það skapast oft mikil einangrun. Heilbrigðisyfirvöld hafa brugðist við þessu með því að hafa heilbrigðisstarfsfólk í stærstu kjörnum landsins og nota fjarlækningar eða fjarhjúkrun (telemedicine). Þar er mikil þróun og gætum við lært af. Ég var í höfuðstaðnum sem er álíka stór og Akureyri og að mörgu leyti eru þetta áþekkir staðir. Þarna býr fólk sem er að kljást við sína tilveru rétt eins og við á Íslandi, hvar á að hafa flugvöllinn, rifist er um sorpmál, leikskóla, bíómyndir og fleira. Grænlendingar hafa háan blóðþrýsting, þvagtregðu, ofnæmi og hreyfa sig ekki nóg. Þeir eru venjulegt fólk, ekki bara fyllibyttur eins og allir halda. Grænlendingar eru stórkostlegt fólk og það voru forréttindi að fá að kynnast þeim og hjúkra. Fyrir þá sem hafa áhuga á að víkka sjóndeildarhringinn og vinna á Grænlandi bendi ég á heimasíðu hér fyrir neðan. Á DIH ganga hjúkrunarfræðingar í öll störf; þeir eru ritarar, raða þvotti og sjúkraskrám, deila út kaffi, sjá um skolið auk þess að

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.