Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Side 22
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 201318
Brynja Ingadóttir, brynjain@landspitali.is
Það er áhugavert að sjá hvernig þróun
hugmyndafræði um sjúklingafræðslu
endurspeglast í fjórðu útgáfu þessarar
rótgrónu bókar Falvo sem fyrst kom út árið
1984. Markmið bókarinnar hefur verið skýrt
frá upphafi en það er að veita leiðsögn um
árangursríka sjúklingafræðslu sem leiðir til
bættrar meðferðarheldni (e. compliance)
sjúklinga. Í gagnrýninni umræðu undan-
farinna áratuga um samskipti sjúklinga
og heilbrigðisstarfsmanna og tilgang
sjúklingafræðslu hefur enska orðið
„compliance“ þótt endurspegla forræðis-
hyggju og ætlaða „hlýðni“ sjúklinga. Þetta
orð er nú að mestu horfið úr skrifum
fræðimanna og í þess stað komið orðið
„aðheldni“ (e. adherence) sem þykir
endurspegla meiri virðingu við sjálfræði
sjúklinga. Það orð birtist nú fyrst í titli
þessarar bókar. Í formála hennar kynnir
höfundur nýjar áherslur þar sem lykilorðin
eru sjúklingamiðuð nálgun og samráð við
sjúklinga. Markmið sjúklingafræðslu er
jafnframt skilgreint og lögð er áhersla á að
bókin byggist á viðurkenndum kenningum.
Jafnframt er henni ætlað hagnýtt hlutverk,
það er að fjalla um þá þætti og viðfangsefni
sem blasa við heilbrigðisstarfsfólki sem
fræða sjúklinga annars vegar og hins vegar
það sem sjúklingar þurfa að glíma við
þegar þeir reyna að fylgja ráðleggingum
heilbrigðisstarfsmanna. Þessi nýja nálgun
höfundar kemur vel í ljós þegar þriðja og
fjórða útgáfa bókarinnar eru bornar saman.
Það sést á kaflaheitum og hvernig höfundur
hefur breytt efnistökum og orðanotkun.
Sjónarhorn höfundar er þannig vel kynnt
í upphafi, tilgangur bókarinnar er skýr og
segja má að vel takist til með að ná þeim
tilgangi.
Donna R. Falvo er bandarískur hjúkrunar-
fræðingur, sálfræðingur og endur hæfingar-
ráðgjafi og hefur starfað víðs vegar sem
sérfræðingur á vettvangi sjúklinga- og
fjölskyldufræðslu, þar á meðal við Picker
Institute. Eftir hana liggja margar ritrýndar
greinar um sjúklinga fræðslu auk bókarinnar
Medical and psychosocial aspects of
chronic illness and disability. Hún er nú
prófessor við háskólann í Norður-Karólínu
í Banda ríkjunum.
Bókinni er skipt í 18 kafla, hún er
yfirgripsmikil og efnistök spanna allt frá
ítarlegri umfjöllun um einstaklingsbundin
einkenni sjúklinga til skipulagningar,
mats og rannsókna á sjúklingafræðslu.
Fjallað er um hugtakið aðheldni, mikilvægi
einstaklingsmiðaðrar nálgunar í kennslu
og hið flókna samspil sálfélagslegra
þátta sem hafa áhrif á nám, viðhorf og
hegðun sjúklinga. Þar má nefna kafla
um áhugahvöt og mismunandi aðferðir
í fræðslu eftir þroska og aldri sjúklinga,
um lífslok, siðfræði, heilsulæsi og áhrif
menningar. Einn kafli fjallar um hjálpargögn
í kennslu (e. instructional aids) og annar
um viðbótarmeðferð (e. complementary
and alternative medicine), sem sjúklingar
velja sér, og fræðslu henni tengda. Að
lokum er umfjöllun um mat og rannsóknir á
árangri sjúklingafræðslu og stjórnunarlegir
þættir, eins og uppbygging faglegra teyma
heilbrigðisstarfsmanna. Í flestum köflum er
samofin umræða um sjónarhorn sjúklings
annars vegar og heilbrigðisstarfsmanns
hins vegar og leiðbeint um samskipti og
samskiptatækni. Dæmisögur eru mikið
notaðar til að styðja mál höfundar og
útskýra. Bókin er skipulega og rökrétt
sett upp og með ágætu letri. Efnisyfirlit er
greinargott, heimildalisti er í lok hvers kafla
og atriðaorðaskrá í lok bókar.
Styrkleiki bókarinnar liggur í því hversu
yfirgripsmikil hún er. Hér má finna
umfjöllun um nær hvaðeina sem snertir
sjúklingafræðslu og hún gefur góða mynd
af því hversu margslunginn, flókinn og
BÓKARKYNNING
SJÚKLINGAFRÆÐSLA Í NÝJUM BÚNINGI
Margir hjúkrunarfræðingar þekkja bók Donnu Falvo um sjúklingafræðslu en hún
kom nýlega út í fjórðu útgáfu.
Effective Patient Education – a guide
to increased adherence (4. útgáfa).
Höfundur: Donna R. Falvo. Útgefandi:
Jones and Bartlett Publishers. Útgáfuár:
2011. ISBN: 978-0-7637-6625-2. Bókin
er 494 bls.