Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Síða 25

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Síða 25
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 2013 21 Styrktarsjóður: mánaðargreiðsla: 2.851 kr., ársgreiðsla 34.215 kr. Sjúkrasjóður: mánaðargreiðsla: 3.097 kr., ársgreiðsla 37.163 kr. Úthlutanir úr sjóðunum hafa hins vegar verið mun meiri en iðgjöld frá því sjóðirnir voru stofnaðir árið 2010. Svipuð þróun hefur verið hjá styrktar- og sjúkrasjóðum nokkurra annarra stéttarfélaga. Megin ástæðan er að mikill munur er á þeim styrkjum, sem úthlutunarreglurnar heimila til sjóðsfélaga, og tekjum sjóðsins. Þar sem fjöldi sjóðsfélaga, sem sótt hefur um styrki úr sjóðnum, hefur aukist síðustu ár hafa þessir veikleikar í úthlutunarreglunum komið í ljós. Gerðar voru breytingar á úthlutunarreglunum 1. júlí 2012 til að bregðast við tapi sjóðanna en þá voru felldir niður styrkir vegna tannlækninga, glasafrjóvgunar og laseraðgerða úr styrktarsjóði og tannlækninga úr sjúkrasjóði. Þessar breytingar skiluðu ekki tilætluðum árangri, auk þess sem úthlutanir vegna sjúkradagpeninga hafa aukist um 48% milli áranna 2011 og 2012 og 122% milli áranna 2010 og 2012. Tap sjóðanna árið 2012 nam samtals 16,7 milljónum króna. Sjóðirnir hafa ekki getað greitt félagssjóði FÍH fyrir umsýslu vegna sjóðanna frá stofnum sjóðanna árið 2010. Heildarskuldir sjúkra- og styrktarsjóðs við vinnudeilusjóð og félagssjóð FÍH eru því nú um 89 milljónir króna. Nauðsynlegt er að greiða niður þessar skuldir hratt til þess að vinnudeilusjóður og félagssjóður FÍH hafi úr að spila öllum sínum fjármunum. Stjórn styrktar- og sjúkrasjóðs og stjórn FÍH töldu nauðsynlegt í ljósi viðvarandi tapreksturs sjóðanna og mikilla skulda að bregðast við þessari stöðu með breyttum úthlutunarreglum. Tilgangur breytinganna er að rétta af fjárhagsstöðu sjóðanna og greiða niður skuldir við vinnudeilusjóð og félagssjóð FÍH. Markmið breytinganna er að viðhalda styrkjum vegna ólaunaðrar fjarveru frá vinnu og fæðingarstyrk. Stjórn styrktar- og sjúkrasjóðs og stjórn FÍH gera sér grein fyrir því að breytingar á úthlutunarreglum með svo skömmum fyrirvara koma sér illa fyrir sjóðsfélaga. Við viljum biðja sjóðsfélaga um að sýna þessum breytingum skilning og er það von okkar að hægt verði að auka aftur styrki úr sjóðunum hið allra fyrsta. Guðbjörg Pálsdóttir er formaður styrktar- og sjúkrasjóðs og Gunnar Helgason ritari sjóðsins. Þau sitja bæði í stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Kosningar til formans Efnt verður til formannskosninga í byrjun mars. Formanns- kosningar eru haldnar annað hvert ár en síðustu fimm skiptin hefur Elsa B. Friðfinnsdóttir sigrað í kosningunum eða verið ein í kjöri. Hún getur samkvæmt lögum félagsins ekki boðið sig fram aftur en í staðinn hafa eftirfarandi félagsmenn ákveðið að sækjast eftir kjöri: Elín Hanna Jónsdóttir Herdís Gunnarsdóttir Margrét Guðjónsdóttir Ólafur G. Skúlason Ragnheiður Gunnarsdóttir Vigdís Hallgrímsdóttir. Framboðsfrestur rann út 31. janúar. Síðan tölublaðið fór í prentun hafa frambjóðendur fundað með kjörnefnd og hafið kynningar sínar. Um miðjan febrúar eða í síðasta lagi 18. febrúar munu kynningar birtast á kosningavef félagsins. Kynningarfundur verður haldinn á Grand hóteli 21. febrúar og verður hægt að fylgjast með útsendingu frá fundinum á vef félagsins. Upptökur frá fundinum verða einnig settar á vefinn. Á fundinum mun hver frambjóðandi fá tíu mínútur til þess að kynna sig og svo verður hægt að spyrja frambjóðendur spjörunum úr. Kosningar fara fram 1. til 11. mars. Á þessum tíma er opið fyrir rafræna kosningu en þeir sem vilja frekar skila kjörseðli á pappír þurfa að póstleggja hann eða skila á skrifstofu í síðasta lagi 8. mars kl. 16. Kjörnefnd tilkynnir úrslit kosninga 18. mars og nýr formaður verður að sjálfsögðu kynntur á aðalfundinum 3. maí. Fr ét ta pu nk tu r

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.