Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Side 29

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Side 29
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 2013 25 landi. En hvernig sér Helga Sæunn fyrir sér að hægt væri að nota þessa menntun á Íslandi? „Ég held að núna sé akkúrat tíminn til þess að nýta þetta,“ segir hún. „Fyrst eftir útskrift sá ég fyrir mér að þetta nám myndi nýtast best úti á landsbyggðinni – úti í sveitum og jafnvel á virkjunarsvæðum eða heilsugæslustöðvum þar sem er bara einn hjúkrunarfræðingur sem verður að geta unnið sjálfstætt. Núna sé ég fyrir mér að þetta nýtist á öllu landinu.“ Hún bendur á læknaskortinn í heilsugæslu eins og kom berlega í ljós um jólin. Þá gengu svo margir pestir og fólk leitaði á læknavaktina, heilsugæslustöðvar og bráðamóttökur. Færri komust að en vildu. Veirusýkingar eru í mörgum tilfellum ekki flókin vandamál að sögn Helgu Sæunnar. „Alltaf er talað um læknaskort og að læknar séu að fara úr landi. Af hverju þurfa þá læknar með svona mikla menntun að sinna þessum einföldum vandamálum? Ég sé alveg fyrir mér að hjúkrunarfræðingar með „nurse practitioner“-menntun geti nýst á heilsugæslustöðvum, bæði í bókaða tíma og í bráðatíma. Þeir geta þá greint og sent flóknari vandamál til lækna.“ Helga Sæunn bendir á að heilbrigðisþjónustan verði æ flóknari og læknar þurfi að sinna flóknari vandamálum. Því þarf að færa til verkefni milli heilbrigðisstétta. „Þetta er að gerast í löndunum í kringum okkur. Svona tilfærsla á verkefnum á sér stað til dæmis í Svíþjóð, Finnlandi, á Nýja-Sjálandi, í Ástralíu og Kanada og á Írlandi og Bretlandseyjum. Mesta reynslan er í Bandaríkjunum og Kanada. Einhver Afríkulönd hafa líka tekið þetta upp. Á Írlandi geta hjúkrunarfræðingar fengið leyfi til að skrifa lyfseðil eftir að hafa fengið ákveðna menntun,“ segir Helga Sæunn. Breytinga er þörf Helga Sæunn myndi vilja sjá hjúkrunar fræðinga vinna meira sjálfstætt á Íslandi. Til þess þarf hins vegar lagabreytingu. „Samkvæmt lyfjalögum mega bara læknar, tannlæknar og dýralæknar skrifa lyfseðla. Ég myndi halda að það þyrfti að stofna þverfaglegan vinnuhóp þar sem væri einhver úr ráðuneytinu, einhver úr háskólanum, læknir, hjúkrunarfræðingur frá heilsugæslu og frá sjúkrahúsi og fleiri starfsstéttir. Hópurinn myndi fjalla um tilfærslu verkefna og hvað þarf til. Einnig þarf hópurinn að kynna sér hvað er að gerast í öðrum löndum og ákveða út frá því hvað hægt er að gera og hvernig við viljum gera það hér á Íslandi. Ætlum við að mennta hjúkrunarfræðinga hér til þess að vinna meira sjálfstætt eða viljum við senda þá út í sérnám? Ég tel reyndar líka mjög gott að fara til útlanda, kynnast þar öðru umhverfi og koma heim þaðan með nýja þekkingu. Mér finnst ekki að það eigi bara að gera lagabreytingu og svo geta allir hjúkrunarfræðingar farið að vinna svona. Þeir þurfa að mennta sig og fá réttindi til þess. Það á við bæði um að skrifa lyfseðla og um frekari greiningu á sjúkdómum. Í Svíþjóð var byrjað á því fyrir um 18 árum að gefa hjúkrunarfræðingum leyfi til þess að skrifa lyfseðla. Þá sendu yfirvöld hjúkrunarfræðinga á námskeið í því og þeir fengu réttindi í því. Það var til að byrja með ekki þetta heildarnám eins og ég fór í. Þetta hefur svo þróast og fyrirmyndin er nú þetta „nurse practitioner“-nám.“ Mjög misjafnt er, að sögn Helgu Sæunnar, hvað læknum finnst um þetta. „Sumir sem hafa menntað sig í Bandaríkjunum á síðustu áratugum virðast vera mjög jákvæðir, af því að þeir þekkja þetta. Þeir hafa séð slíka hjúkrunarfræðinga í vinnu og þá eru þeir jákvæðari. Þeir eldri eru meira í venjunum og gömlu gildunum. Heilsugæslulæknar í Reykjavík virðast ekki vera hlynntir þessu. Það vantar lækna og það er erfitt að fá tíma hjá lækni í heilsugæslunni í Reykjavík en samt vilja sumir þeirra halda í einföld verk eins og að fara í skólana að sprauta börnin,“ segir Helga Sæunn. Heilsugæslan í framtíðinni Aðspurð hvað hún myndi gera ef hún væri velferðarráðherra segir Helga Sæunn að breyta þurfi heilbrigðiskerfinu þannig að grunnþjónustan fengi miklu meira vægi en núna og efla hjúkrunarfræðinga í móttöku. „Ég myndi fjölga hjúkrunar- fræðingum á heilsugæslustöðvum í móttökustarfi. Ungbarna- verndin og skólaheilsugæslan eru í góðum málum en hjúkrunar- fræðingar gætu nýst betur í að taka á móti sjúklingum og fylgja þeim eftir. Þeir hjúkrunarfræðingar, sem myndu gera meira, greina sjúkdóma og veita meðferð, þyrftu þá að mennta sig til þess. Það þarf nýja stefnu hér í þessum málum og það þarf að breyta lögunum. Ég vil sjá fleiri svona hjúkrunarfræðinga og helst marga. Í Bandaríkjunum eru hjúkrunarfræðingar með POWERCARE A/S Sønderhøj 16 DK-8260 Viby J Tlf.: (+45) 45 540 540 www.powercare.dk Hjúkrunarfræðingar á skurðdeild Hjúkrunarfræðingar á lyflækningadeild Svæfingahjúkrunarfræðingar Hjúkrunarfræðingar á skilunardeild Hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeild Hjúkrunarfræðingar á nýburðardeild Hjúkrunarfræðingar á blóð- og krabbameinslækningadeild Hjúkrunarfræðingar á skurðlækningadeild Ljósmæður Við borgum fyrir allt og skipuleggjum ferð þína og dvöl. Við erum félagi þinn! Með jöfnu millibili verðum við með ráðningarviðtöl í danska sendiráðinu í Reykjavík. Nánari upplýsingar: Sími: (+45) 45 540 540 Hægt er að fylla út umsóknar- eyðublað á heimasíðu okkar: www.powercare.dk Leitað er að hjúkrunar- fræðingum og ljósmæðrum til Noregs – á mjög eftirsóknarverðum kjörum

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.