Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Side 40

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Side 40
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 201336 HVAÐ ER AÐ GERAST Á LANDSPÍTALANUM? Christer Magnusson, christer@hjukrun.is Landspítala hefur síðustu ár verið gert að skera niður talsvert í rekstri. Samtals hefur spítalinn hagrætt fyrir um 32 milljarða króna á árunum 2008 til 2012 miðað við verðlag 2011, samkvæmt útreikningum sem forstjóri LSH hefur birt. Spítalinn fær nú árlega um 9 milljörðum minna úr ríkissjóði en hann fékk 2007. Því hefur verið nauðsynlegt að fækka starfsfólki, beita aðhaldi í innkaupum og gera róttækar breytingar á skipulagi spítalans. Á þessum tíma hafa laun allra starfsmanna spítalans lækkað. Starfsmenn hafa lengi vel látið sig hafa það til þess að þjónusta við sjúklinga myndi ekki versna í hlutfalli við niðurskurðinn. Tekist hefur á þessum erfiðu tímum að reka Landspítala innan fjárlaga tvö ár í röð. 2012 lýstu margar starfsstéttir á Landspítala óánægju með kjör sín og kom það skýrast fram með uppsögnum hjúkrunarfræðinga. Staðan er því grafalvarleg. Í vetur hefur Landspítalinn mátt sæta sannkallaðri orrahríð. Um áramót höfðu 280 hjúkrunarfræðingar sagt upp störfum á Landspítalanum og síðustu vikur hefur óánægjan magnast. Starfsmenn fleiri stétta hafa einnig sagt upp eða tilkynnt að þeir hugi að því. Ástæða er því að velta fyrir sér hverju sætir.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.