Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Page 42
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 201338
ef túlkaðar sem hópuppsagnir, væru
ólöglegar og brot á kjarasamningi. Búið
var að skrifa undir samning í júní 2011
og því ríkti friðarskylda við endurskoðun
stofnanasamnings.
Svo fór að í lok nóvember 2012 sögðu
260 hjúkrunarfræðingar upp störfum og
í lok desember bættust 20 við. Þetta
eru um 20% af hjúkrunarfræðingunum
á Landspítala. Að óbreyttu munu því
flestir þeirra sem sagt hafa upp hætta
störfum 28. febrúar. Ljóst var að upp var
komin mjög alvarleg staða. Samkvæmt
lögum getur heilbrigðisstofnun, þegar
mikið liggur við, ákveðið einhliða að
framlengja uppsagnarfrestinn um þrjá
mánuði. Landspítali ákvað hins vegar að
nýta sér ekki þennan möguleika.
Launajafnrétti rætt
Fulltrúar FÍH áttu í nóvember sl. fundi með
fjármála- og efnahagsráðherra, velferðar-
ráðherra og þingflokkum Framsóknar-
flokksins, Hreyfingarinnar, Sam fylkingar-
innar og Sjálfstæðis flokksins. Þingflokkur
Vinstri grænna svaraði ekki óskum FÍH
um fund. Tilgangur fundanna var að veita
upplýsingar um kjör hjúkrunarfræðinga
og fá skilning stjórnvalda á nauðsyn þess
að fé verði veitt til stofnanasamninga. Á
fundunum kynntu fulltrúar FÍH samanburð
á þróun launa hjúkrunarfræðinga
og viðmiðunarstétta frá hruni, með
sérstakri áherslu á ráðuneytabundinn og
kynjabundinn launamun.
Í minnisblaði til velferðarráðherra, sem
kynnt var á þessum fundum, kom meðal
annars fram að dagvinnulaun hjúkrunar-
fræðinga höfðu hækkað að meðaltali
um tæp 22% 2007-2011. Á sama
tíma hækkuðu meðalheildarlaun hins
vegar aðeins um 13%. Til samanburðar
hækkuðu meðalheildarlaun viðskipta- og
hagfræðinga hjá ríkinu um 20% á sama
tíma og meðalheildarlaun starfsmanna
stjórnarráðsins hækkuðu um 21%.
Þrátt fyrir að vera dagvinnustétt fá
viðskipta- og hagfræðingar svipað
hlutfall af heildarlaunum sínum fyrir
annað en dagvinnu og vaktavinnustéttin
hjúkrunarfræðingar. Lögreglumenn,
sem vinna vaktavinnu á svipaðan
hátt og hjúkrunarfræðingar, fá nærri
tvöfalt meira greitt fyrir yfirvinnu en
hjúkrunarfræðingar og að meðaltali
nærri sex sinnum meiri „önnur laun“ en
hjúkrunarfræðingar.
Fram kom einnig að um helmingur
starfandi hjúkrunarfræðinga hefur formlega
viðbótarmenntun en sáralítil launahækkun
fæst fyrir aukna menntun. Athygli vekur
að fram til ársins 2020 munu um 950
hjúkrunarfræðingar fara á lífeyri en í besta
falli einungis 900 hjúkrunarfræðingar
koma til starfa. Mannekla í hjúkrun er því
handan við hornið.
Í kjölfarið voru laun hjúkrunarfræðinga
og uppsagnir á Landspítala ræddar á
Alþingi og velferðarráðherra krafinn svara.
22. janúar sl. ákvað ríkísstjórnin að leggja
Hátt í 600 hjúkrunarfræðingar komu saman 4. febrúar sl. til þess að taka afstöðu til samningstilboðs Landspítalans.