Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Síða 45

Tímarit hjúkrunarfræðinga - 01.02.2013, Síða 45
Tímarit hjúkrunarfræðinga – 1. tbl. 89. árg. 2013 41 finn oft fyrir óttatilfinningu þegar ég fer í vinnuna. Hvað verða margir í vinnunni í dag? Það er nú farið að ræða að öryggi sjúklinga á LSH sé ógnað vegna niðurskurðar og vinnuálags, nokkuð sem aldrei hefur mátt segja opinberlega. Mér finnst öryggi mínu sem starfsmanni ekki síður ógnað. Eftir vinnu á deildinni í þrjá mánuði er ég orðin bakveik en það er nokkuð sem ég hef ekki fundið fyrir í um 10 ár. Ég hef einfaldlega ekki heilsu til að vinna við þessar aðstæður. Ég hef því miður ekki trú á að laun mín hækki neitt af viti. Það má þó alltaf vona að maður fái einhvern tímann kvensæmandi laun. Það sem ég bind vonir við er að með þessum aðgerðum margra einstaklinga verði til þrýstingur til að gera bragarbót og að mönnunin verði skapleg og í takt við þarfir skjólstæðinga okkar. Ef aðstæður breytast langar mig að koma aftur – ef það er í boði,“ segir meðal annars í bréfinu. Umsóknir í B-hluta vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga Umsóknarfrestur til að sækja um styrk í B-hluta vísindasjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga er til 15. mars 2013. Umsóknir og fylgiskjöl skulu berast rafrænt á þar til gerðu eyðublaði á netfangið visindasjodur@hjukrun.is fyrir miðnætti 15. mars 2013. Hlutverk sjóðsins er að styrkja sjóðsfélaga sem vinna að rannsóknum og fræðiskrifum sem gildi hafa fyrir hjúkrun. Sjóðsfélagar, sem eru í námi, geta sótt um styrk til að vinna rannsóknarverkefni til meistaragráðu (30 einingar ECTS hið minnsta) eða doktorsgráðu. Aðild að sjóðnum eiga allir hjúkrunarfræðingar sem eru félagsmenn FÍH og launagreiðendur hafa greitt fyrir í vísindasjóð á árinu 2012. Nánari upplýsingar um B-hluta vísindasjóð er að nna á vef félagsins www.hjukrun.is Hvað gerist nú? Álagið á starfsfólkinu hefur skapað þrýsting og misheppnuð launahækkun forstjóra var allt sem þurfti til þess að tendra bálið. Nú þarf að finna leiðir til þess að slökkva eldana og endurreisa Landspítala. Hingað til hafa velferðarráðherra og ríkisstjórnin sem heild ekki lagt annað til en yfirlýsingu um jafnlaunaátak og aukafé í stofnanasamning en sú upphæð er smáræði að mati hjúkrunarfræðinga. Að óbreyttu mun Landspítali verða nánast óstarfhæfur í mars og ástandið óbærilegt seinna í vor og sumar. Fáir geta hugsað þá hugsun til enda. Fulltrúar hjúkrunarfræðinga hafa kallað eftir nýrri forgangsröðun í ríkisrekstri og stefnumótun til þess að ástandið í heilbrigðismálum versni ekki heldur batni. Koma verði í veg fyrir að slíkir erfiðleikatímar endurtaki sig. Það kemur í ljós á næstu mánuðum hvort stjórnvöld eru þess megnug að svara kallinu.

x

Tímarit hjúkrunarfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit hjúkrunarfræðinga
https://timarit.is/publication/1159

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.